Atburðarásin eins og í House of Cards Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júlí 2016 06:00 Michael Gove, dómsmálaráðherra, er líkt við Frank Underwood. Nordicphotos/AFP Michael Gove, dómsmálaráðherra og frambjóðanda til embættis formanns Íhaldsflokks Breta, var í gær líkt við undirförlu sjónvarpspersónurnar Francis Urquhart og Frank Underwood í bresku og bandarísku útgáfum þáttanna House of Cards. Var það meðal annars gert í BBC, Washington Post og The Telegraph. Gove, sem hugðist styðja Boris Johnson í formannsstól, tilkynnti í fyrradag að hann byði sig sjálfur fram. Johnson væri ekki réttur leiðtogi fyrir Bretland en sá sem verður formaður flokksins tekur við forsætisráðherraembættinu af David Cameron. The Telegraph sagði Gove hafa hringt í Lynton Crosby, kosningastjóra Johnsons, og sagt honum frá ætlan sinni. Crosby og Johnson voru þá á lokametrunum við að undirbúa tilkynningu Johnsons um framboð en í kjölfarið hættu þeir við. Þá segir The Telegraph Johnson og Gove hafa átt að mynda saman svokallað draumaframboð en þeir börðust einna harðast fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykktur var í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðustu viku. Samflokksmenn Goves hafa einnig gagnrýnt hann fyrir ákvörðun hans. Anna Soubry, viðskiptaráðherra Bretlands, sagði í gær að Gove hefði hegðað sér á vítaverðan hátt. Hvatti hún þá Gove til að hætta við og leyfa flokksmönnum að fylkja sér að baki helsta mótframbjóðanda hans, innanríkisráðherranum Theresu May. Gove vísaði ásökunum hins vegar á bug í gær. Sagðist hann ekki bjóða sig fram vegna persónulegs metnaðar heldur vegna sannfæringar sinnar um hvað væri rétt fyrir Bretland. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016 Brexit Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Michael Gove, dómsmálaráðherra og frambjóðanda til embættis formanns Íhaldsflokks Breta, var í gær líkt við undirförlu sjónvarpspersónurnar Francis Urquhart og Frank Underwood í bresku og bandarísku útgáfum þáttanna House of Cards. Var það meðal annars gert í BBC, Washington Post og The Telegraph. Gove, sem hugðist styðja Boris Johnson í formannsstól, tilkynnti í fyrradag að hann byði sig sjálfur fram. Johnson væri ekki réttur leiðtogi fyrir Bretland en sá sem verður formaður flokksins tekur við forsætisráðherraembættinu af David Cameron. The Telegraph sagði Gove hafa hringt í Lynton Crosby, kosningastjóra Johnsons, og sagt honum frá ætlan sinni. Crosby og Johnson voru þá á lokametrunum við að undirbúa tilkynningu Johnsons um framboð en í kjölfarið hættu þeir við. Þá segir The Telegraph Johnson og Gove hafa átt að mynda saman svokallað draumaframboð en þeir börðust einna harðast fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykktur var í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðustu viku. Samflokksmenn Goves hafa einnig gagnrýnt hann fyrir ákvörðun hans. Anna Soubry, viðskiptaráðherra Bretlands, sagði í gær að Gove hefði hegðað sér á vítaverðan hátt. Hvatti hún þá Gove til að hætta við og leyfa flokksmönnum að fylkja sér að baki helsta mótframbjóðanda hans, innanríkisráðherranum Theresu May. Gove vísaði ásökunum hins vegar á bug í gær. Sagðist hann ekki bjóða sig fram vegna persónulegs metnaðar heldur vegna sannfæringar sinnar um hvað væri rétt fyrir Bretland. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016
Brexit Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira