Helgi Hrafn ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum Gunnar Reynir Valþórsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 1. júlí 2016 06:54 Helgi Hrafn Jónsson og Birgitta Jónsdóttir eru tveir af þremur þingmönnum Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í komandi Alþingiskosningum í haust. Þetta segir Helgi í myndbandi sem birt var á heimasíðu Pírata nú í morgunsárið. Helgi segist þó ekki hættur í pólitík heldur ætli hann að helga sig grasrótarstarfi innan flokksins á næsta kjörtímabili. „Okkur langaði til þess að tengja almennilega og betur við Alþingi og grasrót Pírata og Pírata sem flokk. Búa til einhvers konar brú, milli þings og þjóðar, í lýðræðisskyni. Og eftir þessi þrjú ár þá hefur það gerst að flokkurinn, Píratar, hefur margfaldast, bæði í félagatali og sömuleiðis í fylgi,“ segir Helgi Hrafn sem telur að þekking sín á Alþingi muni nýtast vel til þess að þess að byggja slíka brú. Það sé það sem hann bjóði sig fram í nú. Hann segir ennfremur að með þessari ákvörðun vilji hann sýna í verki þá hugsjón sína að byggja brú milli þings og þjóðar. Eins og til að undirstrika að hann sé ekki hættur í pólitík greinir Helgi síðan frá því að hann hafi fullan hug á að bjóða fram í næstu kosningum þar á eftir, árið 2020. „Það er þannig að ég hyggst bjóða mig fram til Alþingis fyrir Pírata árið 2020, eða fyrr ef stjórnarskármálið krefst þess,“ segir í yfirlýsingu Helga sem bætir því að hann sé ekki að yfirgefa stjórnmálin. „Ég er ekki að fara neitt, þvert á móti, ég er að koma til baka. Inn í Pírata og vil gera Pírata að því sem Píratar vilja verða. Sem er lýðræðisafl, ekki bara þingflokkur og ekki bara kjörnir fulltrúar.“Að neðan má sjá tilkynninguna frá Helga Hrafni. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í komandi Alþingiskosningum í haust. Þetta segir Helgi í myndbandi sem birt var á heimasíðu Pírata nú í morgunsárið. Helgi segist þó ekki hættur í pólitík heldur ætli hann að helga sig grasrótarstarfi innan flokksins á næsta kjörtímabili. „Okkur langaði til þess að tengja almennilega og betur við Alþingi og grasrót Pírata og Pírata sem flokk. Búa til einhvers konar brú, milli þings og þjóðar, í lýðræðisskyni. Og eftir þessi þrjú ár þá hefur það gerst að flokkurinn, Píratar, hefur margfaldast, bæði í félagatali og sömuleiðis í fylgi,“ segir Helgi Hrafn sem telur að þekking sín á Alþingi muni nýtast vel til þess að þess að byggja slíka brú. Það sé það sem hann bjóði sig fram í nú. Hann segir ennfremur að með þessari ákvörðun vilji hann sýna í verki þá hugsjón sína að byggja brú milli þings og þjóðar. Eins og til að undirstrika að hann sé ekki hættur í pólitík greinir Helgi síðan frá því að hann hafi fullan hug á að bjóða fram í næstu kosningum þar á eftir, árið 2020. „Það er þannig að ég hyggst bjóða mig fram til Alþingis fyrir Pírata árið 2020, eða fyrr ef stjórnarskármálið krefst þess,“ segir í yfirlýsingu Helga sem bætir því að hann sé ekki að yfirgefa stjórnmálin. „Ég er ekki að fara neitt, þvert á móti, ég er að koma til baka. Inn í Pírata og vil gera Pírata að því sem Píratar vilja verða. Sem er lýðræðisafl, ekki bara þingflokkur og ekki bara kjörnir fulltrúar.“Að neðan má sjá tilkynninguna frá Helga Hrafni.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira