Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2016 14:45 Veitingastaðir og verslanir víða um heim hafa gripið til þess ráðs að laða að sér pokémona í þeirri von að fleiri viðskiptavinir fylgi í kjölfarið. Það sem meira er, herbragðið virðist virka.Hér sést margmenni á Austurvelli eftir að agn var lagt fyrir pokémona á pokéstoppi í nágrenninu. Meðal pokéstoppa þar má nefna styttuna af Jóni Sigurðssyni.Fyrir þá sem hafa ekki nennu í að leita að kvikindunum út um allt þá er hægt að leggja agn fyrir þau gegn vægu gjaldi. Agnið er þá sett við pokéstop að eigin vali og þá birtast fleiri, og oftar en ekki sjaldgæfari, þó ekki þeir sjaldgæfustu, pokémonar við pokéstoppið í þrjátíu mínútur. Allir spilarar geta notið góðs af agninu. Kaffihús og veitingastaðir úti í hinum stóra heimi hafa nýtt sér þennan möguleika. Sé pokéstop nálægt þeim hafa mörg þeirra keypt agn á stoppið. Þjálfarar geta þá setið á kaffihúsinu og fangað pokémona án þess að vera á flakki um allt. Kostnaðurinn við slíkt er hlægilega lítill en reiknað hefur verið út að það myndi kosta veitingastað 1,17 dollara á klukkustund að hafa agn fyrir framan staðinn sinn í heilan dag. Það er andvirði rétt rúmlega 140 króna á klukkustund. Eigandi smás pítsastaðar í New York merkti 75 prósenta aukningu á viðskiptum við sig eftir að staðurinn hóf að kaupa tálbeitu fyrir framan staðinn sinn. „Ofboðslega margt fólk hefur komið vegna þessa,“ sagði eigandi staðarins í samtali við New York Post. Í viðtali við Financial Times sagði John Hanke, forstjóri Niantic, að svo gæti farið að fólk geti látið bæta við pokéstoppum í nágrenni sínu gegn vægu gjaldi.Why your restaurant should consider setting up a #PokemonGO lure system / IRL trap — it's only $1.17 per hour. pic.twitter.com/0UaN32i2xm— Sebastian Fung (@sebfung) July 11, 2016 Leikjavísir Pokemon Go Tækni Tengdar fréttir Lögreglumenn í Ástralíu þreyttir á rápi Pokémon þjálfara Í hinum glænýja leik, Pokémon Go, er lögreglustöð í Ástralíu merkt sem Poké Stop. Margir spilarar hafa gert sér ferð á stöðina í leit að varningi. 7. júlí 2016 23:35 Fann lík þegar hún leitaði að pokémonum Í yfirlýsingu frá lögreglunni í sýslunni segir að útlit sé fyrir að maðurinn hafi látist af slysförum. 8. júlí 2016 22:39 Á Pokémon-veiðar með snjallsímanum Ef þú sérð manneskju með andlitið grafið ofan í snjallsímann á þeysingi út um allt eru ágætis líkur á því að viðkomandi sé í þann mund að næla sér í sjaldgæfan Pokémon. 12. júlí 2016 09:00 Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Veitingastaðir og verslanir víða um heim hafa gripið til þess ráðs að laða að sér pokémona í þeirri von að fleiri viðskiptavinir fylgi í kjölfarið. Það sem meira er, herbragðið virðist virka.Hér sést margmenni á Austurvelli eftir að agn var lagt fyrir pokémona á pokéstoppi í nágrenninu. Meðal pokéstoppa þar má nefna styttuna af Jóni Sigurðssyni.Fyrir þá sem hafa ekki nennu í að leita að kvikindunum út um allt þá er hægt að leggja agn fyrir þau gegn vægu gjaldi. Agnið er þá sett við pokéstop að eigin vali og þá birtast fleiri, og oftar en ekki sjaldgæfari, þó ekki þeir sjaldgæfustu, pokémonar við pokéstoppið í þrjátíu mínútur. Allir spilarar geta notið góðs af agninu. Kaffihús og veitingastaðir úti í hinum stóra heimi hafa nýtt sér þennan möguleika. Sé pokéstop nálægt þeim hafa mörg þeirra keypt agn á stoppið. Þjálfarar geta þá setið á kaffihúsinu og fangað pokémona án þess að vera á flakki um allt. Kostnaðurinn við slíkt er hlægilega lítill en reiknað hefur verið út að það myndi kosta veitingastað 1,17 dollara á klukkustund að hafa agn fyrir framan staðinn sinn í heilan dag. Það er andvirði rétt rúmlega 140 króna á klukkustund. Eigandi smás pítsastaðar í New York merkti 75 prósenta aukningu á viðskiptum við sig eftir að staðurinn hóf að kaupa tálbeitu fyrir framan staðinn sinn. „Ofboðslega margt fólk hefur komið vegna þessa,“ sagði eigandi staðarins í samtali við New York Post. Í viðtali við Financial Times sagði John Hanke, forstjóri Niantic, að svo gæti farið að fólk geti látið bæta við pokéstoppum í nágrenni sínu gegn vægu gjaldi.Why your restaurant should consider setting up a #PokemonGO lure system / IRL trap — it's only $1.17 per hour. pic.twitter.com/0UaN32i2xm— Sebastian Fung (@sebfung) July 11, 2016
Leikjavísir Pokemon Go Tækni Tengdar fréttir Lögreglumenn í Ástralíu þreyttir á rápi Pokémon þjálfara Í hinum glænýja leik, Pokémon Go, er lögreglustöð í Ástralíu merkt sem Poké Stop. Margir spilarar hafa gert sér ferð á stöðina í leit að varningi. 7. júlí 2016 23:35 Fann lík þegar hún leitaði að pokémonum Í yfirlýsingu frá lögreglunni í sýslunni segir að útlit sé fyrir að maðurinn hafi látist af slysförum. 8. júlí 2016 22:39 Á Pokémon-veiðar með snjallsímanum Ef þú sérð manneskju með andlitið grafið ofan í snjallsímann á þeysingi út um allt eru ágætis líkur á því að viðkomandi sé í þann mund að næla sér í sjaldgæfan Pokémon. 12. júlí 2016 09:00 Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Lögreglumenn í Ástralíu þreyttir á rápi Pokémon þjálfara Í hinum glænýja leik, Pokémon Go, er lögreglustöð í Ástralíu merkt sem Poké Stop. Margir spilarar hafa gert sér ferð á stöðina í leit að varningi. 7. júlí 2016 23:35
Fann lík þegar hún leitaði að pokémonum Í yfirlýsingu frá lögreglunni í sýslunni segir að útlit sé fyrir að maðurinn hafi látist af slysförum. 8. júlí 2016 22:39
Á Pokémon-veiðar með snjallsímanum Ef þú sérð manneskju með andlitið grafið ofan í snjallsímann á þeysingi út um allt eru ágætis líkur á því að viðkomandi sé í þann mund að næla sér í sjaldgæfan Pokémon. 12. júlí 2016 09:00
Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00