Engar „óþarfa hetjudáðir“ í Sveinsgili Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Göt voru sprengd í íshelluna í Sveinsgili. Hér má sjá gilið og íshelluna sem liggur yfir jökulvatninu. Mynd/Landhelgisgæslan Björgunarmenn á vettvangi í Sveinsgili náðu að staðsetja manninn sem leitað hefur verið að í ánni undir skaflinum. Í gærkvöldi var unnið að því að ná honum upp. Björgunarsveitarmenn gengu frá á vettvangi, bæði við ána og í Landmannalaugum þar sem vettvangsstjórnstöð hefur verið starfrækt. Aðstæður á leitarsvæðinu voru mjög hættulegar og erfiðar því fólki sem kom að leitinni. Í tilkynningu frá Landsbjörg í gær kom fram að björgunarsveitarmenn þörfnuðust hvíldar eftir að hafa brotið, sagað og mokað snjó og klaka í allan gærdag. Við leitina aðstoðaði séraðgerða- og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar. Sveitin er skipuð köfurum og sérfræðingum í sprengiefnum en íshellan sem liggur yfir gilinu er afar þykk og var erfið viðureignar. Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða- og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar, segir sveitina hafa notast við alla sína sérþekkingu. „Þarna var ekkert símasamband, en við vorum með gervihnattasamband, þá er í gilinu harður klaki sem náðist ekkert að marka í. Björgunarsveitin boraði með kjarnaborum í ísinn og við settum sprengiefni í hann,“ segir Sigurður en meðlimir sveitarinnar voru búnir sprengiefnum til að vinna á gegnharðri klakahellunni til að reyna að auðvelda leitina. Undir klakahellunni er straumþungt jökulvatn. „Það fóru menn frá okkur undir ísinn til leitar. Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur. Kafararnir fóru niður með aðflutt loft frá yfirborðinu til öryggis. Þeir voru með myndavélar á grímunum svo að þeir sem eru uppi gátu séð allt sem kafarinn sér og rúmlega það,“ segir Sigurður. „Við lögðum mikla áherslu á að enginn leggði sig í hættu. Það máttu ekki vera neinar óþarfa hetjudáðir í þessu verkefni,“ segir Sigurður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Björgunarmenn á vettvangi í Sveinsgili náðu að staðsetja manninn sem leitað hefur verið að í ánni undir skaflinum. Í gærkvöldi var unnið að því að ná honum upp. Björgunarsveitarmenn gengu frá á vettvangi, bæði við ána og í Landmannalaugum þar sem vettvangsstjórnstöð hefur verið starfrækt. Aðstæður á leitarsvæðinu voru mjög hættulegar og erfiðar því fólki sem kom að leitinni. Í tilkynningu frá Landsbjörg í gær kom fram að björgunarsveitarmenn þörfnuðust hvíldar eftir að hafa brotið, sagað og mokað snjó og klaka í allan gærdag. Við leitina aðstoðaði séraðgerða- og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar. Sveitin er skipuð köfurum og sérfræðingum í sprengiefnum en íshellan sem liggur yfir gilinu er afar þykk og var erfið viðureignar. Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða- og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar, segir sveitina hafa notast við alla sína sérþekkingu. „Þarna var ekkert símasamband, en við vorum með gervihnattasamband, þá er í gilinu harður klaki sem náðist ekkert að marka í. Björgunarsveitin boraði með kjarnaborum í ísinn og við settum sprengiefni í hann,“ segir Sigurður en meðlimir sveitarinnar voru búnir sprengiefnum til að vinna á gegnharðri klakahellunni til að reyna að auðvelda leitina. Undir klakahellunni er straumþungt jökulvatn. „Það fóru menn frá okkur undir ísinn til leitar. Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur. Kafararnir fóru niður með aðflutt loft frá yfirborðinu til öryggis. Þeir voru með myndavélar á grímunum svo að þeir sem eru uppi gátu séð allt sem kafarinn sér og rúmlega það,“ segir Sigurður. „Við lögðum mikla áherslu á að enginn leggði sig í hættu. Það máttu ekki vera neinar óþarfa hetjudáðir í þessu verkefni,“ segir Sigurður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51