Fiðrildið sem settist á Ronaldo gæti komið til Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. júlí 2016 13:15 Ronaldo lenti saman við leikmann Frakka í úrslitaleik EM í gær og þegar hann sat á vellinum í öngum sínum tyllti sér fiðrildi á andlit hans. Vísir/Getty Fiðrildið sem tyllti sér á andlit hins ástríðufulla Cristiano Ronaldo í sigurleik Portúgala gegn Frökkum var af tegundinni gammaygla eða autographa gamma. Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur en hann fylgdist spenntur með leiknum í gær en spennan sneri að fleiru en úrslitum Evrópumótsins sem réðust með leiknum. Inn á völlinn mættu nefnilega fiðrildin í tugþúsundatali og vöktu þau mikla athygli áhorfenda á vellinum og heima fyrir. „Mér lék forvitni á að komast að því hvaða kvikindi þar ruddust inn á leikvanginn. Snillingurinn Cristiano Ronaldo kom svari við spurningu minni á framfæri við mig þegar hann féll til jarðar skaddaður á hné. Eitt augnablik settist eitt fiðrildanna á kappann og dugði það mér til að greina tegundina,“ skrifar Erling á Facebook-síðu sína. Í samtali við Vísi segist hann óska Ronaldo góðs bata og að hann megi ná sér sem fyrst en hann átti við hnémeiðsli að stríða í leiknum eftir að hann lenti í samstuði við leikmann Frakka.Gammaygla fjölgar sér á ógnarhraða Erling segir að ekki sé hægt að tala um mölflugu í þessum skilningi, enska heitið „moth“ sem notað er í erlendum fjölmiðlum sé samheiti fyrir þúsundir tegunda lítilla fiðrilda.Hér má sjá eina af gammayglunum sem mættu á Stade de France í gær.Vísir/EPAGammaygla á uppruna að rekja til Miðjarðarhafslanda útskýrir Erling. „Hún á það til að springa svona með látum, hún getur fjölgað sér mikið á skömmum tíma,“ segir Erling. „Tegundin fjölgar sér í Suður-Evrópu eða við Miðjarðarhafið, svo eftir að þessi fjölgun á sér stað fara þær á mikla rás norður eftir álfunni og sjást svo norður eftir öllu, út yfir haf til Færeyja og Íslands. Þær koma oft hingað í gríðarlegum fjölda.“ Erling segist bíða eftir góðri suðaustan átt því að það sé það eina sem til þarf svo að gammayglurnar heimsæki okkur hér á Fróni. Hann segir fiðrildin fara létt með þetta langa ferðalag.Þannig að það er líklegt að þær komi hingað? „Já, já þær gera það. Það hefur borið aðeins á þeim undanfarið en ekki í stórum hópum. Þegar hún kemur hingað getur hún svo fjölgað sér en lifir ekki hér að vetri.“Þriðja liðið mætti á Stade de France Gammayglan er fremur stór, um tveir sentimetrar að lengd á búknum og með um fjögurra sentimetra vænghaf. Því sást hún vel í sjónvarpinu, svo vel að segja má að þriðja liðið hafi mætt til leiks sem er harla óvenjulegt á Evrópumóti í knattspyrnu þar sem tvö lið leika til úrslita. Áhorfendur, leikmenn og þjálfarar þurftu að banda fiðrildunum frá sér en leikmenn eru vanir að spila við hinar ýmsu aðstæður og létu þriðja liðið því ekki á sig fá.Fiðrildin voru á vellinum vegna þess að þau sækja mjög í ákveðna lýsingu, til að mynda flóðlýsingu á fótboltavelli. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafði gleymst að slökkva á flóðlýsingunni yfir nóttina og því voru fiðrildin komin í tugatali og fjölguðu sér svo hratt eins og þeim einum er lagið. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ungur Portúgali huggaði niðurbrotinn stuðningsmann Frakka - Myndband Frakkar eru margir hverjir í sárum eftir að landslið þeirra tapaði fyrir Portúgal í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór í París í gærkvöldi. 11. júlí 2016 10:07 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. 11. júlí 2016 11:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Fiðrildið sem tyllti sér á andlit hins ástríðufulla Cristiano Ronaldo í sigurleik Portúgala gegn Frökkum var af tegundinni gammaygla eða autographa gamma. Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur en hann fylgdist spenntur með leiknum í gær en spennan sneri að fleiru en úrslitum Evrópumótsins sem réðust með leiknum. Inn á völlinn mættu nefnilega fiðrildin í tugþúsundatali og vöktu þau mikla athygli áhorfenda á vellinum og heima fyrir. „Mér lék forvitni á að komast að því hvaða kvikindi þar ruddust inn á leikvanginn. Snillingurinn Cristiano Ronaldo kom svari við spurningu minni á framfæri við mig þegar hann féll til jarðar skaddaður á hné. Eitt augnablik settist eitt fiðrildanna á kappann og dugði það mér til að greina tegundina,“ skrifar Erling á Facebook-síðu sína. Í samtali við Vísi segist hann óska Ronaldo góðs bata og að hann megi ná sér sem fyrst en hann átti við hnémeiðsli að stríða í leiknum eftir að hann lenti í samstuði við leikmann Frakka.Gammaygla fjölgar sér á ógnarhraða Erling segir að ekki sé hægt að tala um mölflugu í þessum skilningi, enska heitið „moth“ sem notað er í erlendum fjölmiðlum sé samheiti fyrir þúsundir tegunda lítilla fiðrilda.Hér má sjá eina af gammayglunum sem mættu á Stade de France í gær.Vísir/EPAGammaygla á uppruna að rekja til Miðjarðarhafslanda útskýrir Erling. „Hún á það til að springa svona með látum, hún getur fjölgað sér mikið á skömmum tíma,“ segir Erling. „Tegundin fjölgar sér í Suður-Evrópu eða við Miðjarðarhafið, svo eftir að þessi fjölgun á sér stað fara þær á mikla rás norður eftir álfunni og sjást svo norður eftir öllu, út yfir haf til Færeyja og Íslands. Þær koma oft hingað í gríðarlegum fjölda.“ Erling segist bíða eftir góðri suðaustan átt því að það sé það eina sem til þarf svo að gammayglurnar heimsæki okkur hér á Fróni. Hann segir fiðrildin fara létt með þetta langa ferðalag.Þannig að það er líklegt að þær komi hingað? „Já, já þær gera það. Það hefur borið aðeins á þeim undanfarið en ekki í stórum hópum. Þegar hún kemur hingað getur hún svo fjölgað sér en lifir ekki hér að vetri.“Þriðja liðið mætti á Stade de France Gammayglan er fremur stór, um tveir sentimetrar að lengd á búknum og með um fjögurra sentimetra vænghaf. Því sást hún vel í sjónvarpinu, svo vel að segja má að þriðja liðið hafi mætt til leiks sem er harla óvenjulegt á Evrópumóti í knattspyrnu þar sem tvö lið leika til úrslita. Áhorfendur, leikmenn og þjálfarar þurftu að banda fiðrildunum frá sér en leikmenn eru vanir að spila við hinar ýmsu aðstæður og létu þriðja liðið því ekki á sig fá.Fiðrildin voru á vellinum vegna þess að þau sækja mjög í ákveðna lýsingu, til að mynda flóðlýsingu á fótboltavelli. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafði gleymst að slökkva á flóðlýsingunni yfir nóttina og því voru fiðrildin komin í tugatali og fjölguðu sér svo hratt eins og þeim einum er lagið.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ungur Portúgali huggaði niðurbrotinn stuðningsmann Frakka - Myndband Frakkar eru margir hverjir í sárum eftir að landslið þeirra tapaði fyrir Portúgal í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór í París í gærkvöldi. 11. júlí 2016 10:07 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. 11. júlí 2016 11:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Ungur Portúgali huggaði niðurbrotinn stuðningsmann Frakka - Myndband Frakkar eru margir hverjir í sárum eftir að landslið þeirra tapaði fyrir Portúgal í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór í París í gærkvöldi. 11. júlí 2016 10:07
Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30
Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. 11. júlí 2016 11:00