Viðbrögð Íslendinga kveikja von í brjósti stuðningsmanns Íslands sem stunginn var í París: „Færið okkur norðurljósin á erfiðum tímum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2016 11:30 Lögreglumaðurinn sem stunginn var í París eftir leik Íslands og Frakklands er djúpt snortinn yfir viðbrögðum Íslendinga. vísir/epa Enski lögreglumaðurinn sem studdi Ísland á EM á vart til orð yfir stuðningnum sem Íslendingar hafa sýnt honum eftir að hann var stunginn í París eftir að hafa verið viðstaddur leik Íslands og Frakklands á EM. Fljótlega eftir að fréttir brutust út um að maðurinn hafði verið stunginn fór Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir lögreglumanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands. Lögreglumaðurinn hefur nú sent Hannesi Frey tölvupóst þar sem hann þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem íslenskir stuðningsmenn hafi sýnt honum. Hann hafi skipt sköpum á erfiðum tímum fyrir sig og unnustu sína.Sjá einnig: Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga„Góðmennska ykkar hefur snert okkur bæði og stuðningurinn hefur endurreist trú okkar á mannkynið,“ skrifar lögreglumaðurinn en árásin virðist hafa verið tilefnislaus með öllu. „Frá mínum sjónarhóli eruð þið að færa okkur norðurljósin ykkkar á erfiðum tímum.“ Lögreglumaðurinn segist hafa hrifist með íslenska landsliðinu og stuðningsmönnunum. Hannes Freyr og fleiri hafa nú verið að kanna hvort að mögulegt sé að bjóða lögreglumanninum og unnustu hans til Íslands á landsleik. Í tölvupóstinum kemur fram að lögreglumaðurinn vilji gjarnan fá að ávarpa stuðningsmenn Íslands í hálfleik á leiknum sé það mögulegt. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki sett sig í sambandi við Hannes Frey og fleiri með það að markmiði að styrkja lögreglumanninn í för sinni hingað til lands og því afar líklegt að lögreglumaðurinn komist til Íslands. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Enski lögreglumaðurinn sem studdi Ísland á EM á vart til orð yfir stuðningnum sem Íslendingar hafa sýnt honum eftir að hann var stunginn í París eftir að hafa verið viðstaddur leik Íslands og Frakklands á EM. Fljótlega eftir að fréttir brutust út um að maðurinn hafði verið stunginn fór Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir lögreglumanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands. Lögreglumaðurinn hefur nú sent Hannesi Frey tölvupóst þar sem hann þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem íslenskir stuðningsmenn hafi sýnt honum. Hann hafi skipt sköpum á erfiðum tímum fyrir sig og unnustu sína.Sjá einnig: Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga„Góðmennska ykkar hefur snert okkur bæði og stuðningurinn hefur endurreist trú okkar á mannkynið,“ skrifar lögreglumaðurinn en árásin virðist hafa verið tilefnislaus með öllu. „Frá mínum sjónarhóli eruð þið að færa okkur norðurljósin ykkkar á erfiðum tímum.“ Lögreglumaðurinn segist hafa hrifist með íslenska landsliðinu og stuðningsmönnunum. Hannes Freyr og fleiri hafa nú verið að kanna hvort að mögulegt sé að bjóða lögreglumanninum og unnustu hans til Íslands á landsleik. Í tölvupóstinum kemur fram að lögreglumaðurinn vilji gjarnan fá að ávarpa stuðningsmenn Íslands í hálfleik á leiknum sé það mögulegt. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki sett sig í sambandi við Hannes Frey og fleiri með það að markmiði að styrkja lögreglumanninn í för sinni hingað til lands og því afar líklegt að lögreglumaðurinn komist til Íslands.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45