Óvissir farþegar WOW kvarta undan skorti á upplýsingaflæði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júlí 2016 23:39 Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. vísir/pjetur Farþegar WOW, bæði á leið til og frá Dublin, kvarta undan skorti á upplýsingaflæði frá flugfélaginu. Flugi félagsins til Írlands, sem fara átti í morgun, hefur verið seinkað en áætlað er að það fari í loftið á morgun, 28 tímum eftir upphaflegan tíma. Farþegi, sem staddur er í Dublin og hafði samband við fréttastofu, veit ekki betur en að áætluð brottför þaðan sé klukkan þrjú í nótt. „Síðasta SMS sem við fengum segir að vélin fari í nótt og við höfum engar upplýsingar um annað.“ Hún segir að hún hafi lesið um aukna seinkun á fréttamiðlum og viti nú ekki hvort hún eigi að vakna í nótt eður ei.Uppfært 23.57 Fluginu frá Dublin hefur verið seinkað á nýjan leik. Nú er stefnt að því að brottför frá Írlandi sé annað kvöld. „Við komum niður í hótelanddyri á leiðinni út á flugvöll og þar tjáði starfsmaður hótelsins okkur að honum hefði verið sagt að við værum ekki að fara í loftið núna. Áætluð brottför er því klukkan sjö annað kvöld,“ segir farþegi í samtali við Vísi. Annar farþegi, sem staddur er á Íslandi, segir atburðarásina hafa verið með ólíkindum. Sá er staddur með erlendum farþegum vélarinnar á hóteli í Keflavík.Tvö SMS og eitt A4 blað „Öll upplýsingagjöfin í dag hefur verið tvö SMS,“ segir hann. Farþegar hafi sest upp í vél og beðið þar í fjörutíu mínútur. Síðan hafi þeim verið boðið að bíða í flugstöðinni og sagt að staðan yrði tekin á klukkutíma fresti. „Um klukkan ellefu er okkur tjáð að við getum farið og sótt farangurinn okkar en á sama tíma er tilkynnt í kallkerfinu að áætluð brottför sé klukkan ellefu. Það þótti viðstöddum nokkuð misvísandi.“ Farþeginn segir að hann hafi leitað uppi starfsmann Isavia og spurt hann hvað þau ættu að gera, hvort töskurnar væru á leiðinni eður ei. „Hún hringdi símtal og ræddi við einhvern. Á meðan stóð ég hjá henni. Síðan gerist það að upp í kallkerfinu er lesið að farangurinn okkar sé á leiðinni á færibandi númer eitt. Á nákvæmlega sama andartaki lýkur símtali hennar og hún segir mér að töskurnar komi ekki,“ segir farþeginn. Í kjölfarið fór hluti farþega á hótel en aðrir til síns heima. Farþeginn, sem Vísir ræddi við, hafðist við á hótelinu. „Það eina sem við höfum fengið nú að vita er að áætluð brottför sé klukkan 23. Hér í anddyrið höfðu hótelstarfsmenn að vísu hengt upp A4-blað þar sem stóð að rúta kæmi til að sækja farþega klukkan hálfníu,“ segir hann. „Það er náttúrulega óásættanlegt að það sé ekki gert með SMS-i eða tölvupósti.“Misvísandi upplýsingar Reikistefna hafi verið á hótelinu í kjölfarið. Fólk hafi æst sig við starfsmenn og margir kröfðust þess að fá að fara til Keflavíkur til að sækja farangur sinn. Meðal annars hafi þar verið um að ræða aldraðan farþega sem vantaði nauðsynleg lyf og hafði ekki haft aðgang að þeim allan dag. „Það var með krókaleiðum, gegnum kunningja minn, sem ég fékk að vita að við gætum sótt farangurinn. Ekkert kom frá flugfélaginu.“ Á meðan þessi frétt var rituð breyttist tímasetningin á fluginu til Dublin á nýjan leik en áætluð brottför er klukkan fjögur í nótt. Flugið frá Dublin er enn áætlað klukkan þrjú í nótt að írskum tíma en á heimasíðu Keflavíkurflugvallar er áætluð koma klukkan þrjú í nótt. Frá WOW fengust þær upplýsingar að fólk ætti að fylgjast með símanúmerum og netföngum sem skráð voru við pöntun á fluginu. Þangað myndu allar upplýsingar berast. Fréttir af flugi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Farþegar WOW, bæði á leið til og frá Dublin, kvarta undan skorti á upplýsingaflæði frá flugfélaginu. Flugi félagsins til Írlands, sem fara átti í morgun, hefur verið seinkað en áætlað er að það fari í loftið á morgun, 28 tímum eftir upphaflegan tíma. Farþegi, sem staddur er í Dublin og hafði samband við fréttastofu, veit ekki betur en að áætluð brottför þaðan sé klukkan þrjú í nótt. „Síðasta SMS sem við fengum segir að vélin fari í nótt og við höfum engar upplýsingar um annað.“ Hún segir að hún hafi lesið um aukna seinkun á fréttamiðlum og viti nú ekki hvort hún eigi að vakna í nótt eður ei.Uppfært 23.57 Fluginu frá Dublin hefur verið seinkað á nýjan leik. Nú er stefnt að því að brottför frá Írlandi sé annað kvöld. „Við komum niður í hótelanddyri á leiðinni út á flugvöll og þar tjáði starfsmaður hótelsins okkur að honum hefði verið sagt að við værum ekki að fara í loftið núna. Áætluð brottför er því klukkan sjö annað kvöld,“ segir farþegi í samtali við Vísi. Annar farþegi, sem staddur er á Íslandi, segir atburðarásina hafa verið með ólíkindum. Sá er staddur með erlendum farþegum vélarinnar á hóteli í Keflavík.Tvö SMS og eitt A4 blað „Öll upplýsingagjöfin í dag hefur verið tvö SMS,“ segir hann. Farþegar hafi sest upp í vél og beðið þar í fjörutíu mínútur. Síðan hafi þeim verið boðið að bíða í flugstöðinni og sagt að staðan yrði tekin á klukkutíma fresti. „Um klukkan ellefu er okkur tjáð að við getum farið og sótt farangurinn okkar en á sama tíma er tilkynnt í kallkerfinu að áætluð brottför sé klukkan ellefu. Það þótti viðstöddum nokkuð misvísandi.“ Farþeginn segir að hann hafi leitað uppi starfsmann Isavia og spurt hann hvað þau ættu að gera, hvort töskurnar væru á leiðinni eður ei. „Hún hringdi símtal og ræddi við einhvern. Á meðan stóð ég hjá henni. Síðan gerist það að upp í kallkerfinu er lesið að farangurinn okkar sé á leiðinni á færibandi númer eitt. Á nákvæmlega sama andartaki lýkur símtali hennar og hún segir mér að töskurnar komi ekki,“ segir farþeginn. Í kjölfarið fór hluti farþega á hótel en aðrir til síns heima. Farþeginn, sem Vísir ræddi við, hafðist við á hótelinu. „Það eina sem við höfum fengið nú að vita er að áætluð brottför sé klukkan 23. Hér í anddyrið höfðu hótelstarfsmenn að vísu hengt upp A4-blað þar sem stóð að rúta kæmi til að sækja farþega klukkan hálfníu,“ segir hann. „Það er náttúrulega óásættanlegt að það sé ekki gert með SMS-i eða tölvupósti.“Misvísandi upplýsingar Reikistefna hafi verið á hótelinu í kjölfarið. Fólk hafi æst sig við starfsmenn og margir kröfðust þess að fá að fara til Keflavíkur til að sækja farangur sinn. Meðal annars hafi þar verið um að ræða aldraðan farþega sem vantaði nauðsynleg lyf og hafði ekki haft aðgang að þeim allan dag. „Það var með krókaleiðum, gegnum kunningja minn, sem ég fékk að vita að við gætum sótt farangurinn. Ekkert kom frá flugfélaginu.“ Á meðan þessi frétt var rituð breyttist tímasetningin á fluginu til Dublin á nýjan leik en áætluð brottför er klukkan fjögur í nótt. Flugið frá Dublin er enn áætlað klukkan þrjú í nótt að írskum tíma en á heimasíðu Keflavíkurflugvallar er áætluð koma klukkan þrjú í nótt. Frá WOW fengust þær upplýsingar að fólk ætti að fylgjast með símanúmerum og netföngum sem skráð voru við pöntun á fluginu. Þangað myndu allar upplýsingar berast.
Fréttir af flugi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira