Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. júlí 2016 12:24 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata. Vísir/ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða um kæru Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK), STEFS og fleiri höfundarréttarsamtaka á hendur skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Í kjölfar kærunnar hvöttu umsjónarmenn notendur að deila öllu því íslenska efni sem þeir ættu á tölvum sínum til þess að „sýna að við erum öll Pirates... yarr!“. Nú hefur síðunni verið lokað eða þá að minnsta kosti slóðinni Deildu.net því nú hefur Deildu.net fært sig um set og er enn öllum aðgengileg á nýrri slóð. Hvatning umsjónarmanna Deildu.net fór mikið fyrir brjóstið á Einari Kárasyni rithöfundi sem vildi skella skuldinni á Pírata. Hann skrifaði færslu á Facebook þar sem meðal annars stóð; „[Færslan] minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð." Ásta Guðrún mætti í Bítið í morgun vegna málsins og lagði áherslu á að síðan væri alls ekki á þeirrar vegum. Hún sagði þó ákærur á hendur slíkum síðum væru vita gagnslausar. Hún lagði einnig áherslu á að Píratar væru ekki að leggja blessun sína yfir höfundarréttarbrot.Fólk hefur afritað list í fleiri þúsund ára„Við erum bara að benda á ákveðna staðreynd og það getur vel verið að það getur verið erfitt að sætta sig við það en fólk mun afrita efni,“ sagði Ásta. „Fólk hefur gert það í fleiri þúsund ár, það er ekki eins og það sé eitthvað nýtt. Það sem við þurfum að gera er að búa til markaðskerfi sem nær einhvern veginn að endurborga þeim sem búa til þetta efni á sanngjarnan hátt. Þetta hefur mikið með höfunda og listamenn að gera. Eins og með Spotify og fleiri svoleiðis þjónustur.“ Ásta segir stóru spurninguna frekar vera af hverju höfundar séu ekki að fá borgað nóg frá netveitum á borð við Spotify, GooglePlay eða Netflix. Hún segir að það sé í mörgum tilfellum vegna samninga listamanna við milliaðila á borð við útgefendur, dreifingaraðila eða fyrirtækja sem versla með höfundarrétt. „Fólk er tilbúið að borga fyrir þetta. Í raun og veru er mikið af þessu vandamáli kjarabaráttumál, miklu frekar en að gera notendur af einhverjum þjófum eða glæpamönnum. Það er búið að sýna sig að um leið og þjónusturnar komu var fólk tilbúið að borga. Þegar torrent síðurnar komu fram fyrst voru slíkar veitur ekki til.“Einar Kárason vandar Pírötum ekki kveðjurnar á Facebook.Hversu langt á að ganga?Hún segir helstu gagnrýni Pírata á ákærum á torrent-síðum og öðrum svipuðum kerfum sem bjóði notendum upp á að deila höfundavörðu efni sín á milli snúast um friðhelgi einkalífsins og rétt notenda á dægurefni. „Hversu langt ætlar þú að ganga til þess að koma í veg fyrir það að fólk sé að afrita? Hvar liggja mörkin milli friðhelgi einkalífsins og höfundarrétt til þess að fá greitt fyrir sína vinnu? Það er búið að setja lögbönn og við höfum verið að benda á það að þau virka ekki. Það er alltaf hægt að stofna nýja síðu eða server, internetið bara virkar þannig. Það er hægt að komast framhjá þessum bönnum sem eru hér á landi bara með einföldum DNS hjáleiðum hjá Google. [...] Hvað viljið þið gera? Viljið þið breyta internetinu til þess að hafa fullkomna stjórn á því hver er að horfa á hvað og hvernig? Það er tæknilega séð hægt, en viljum við það?“Píratar vilja breyta lögum um höfundarrétt á ÍslandiÁsta segir umræðuna á meginlandi Evrópu vera byrjuð að snúast meira og meira að rétti notenda. Hún segir að Píratar hafi áhuga á því að breyta höfundarréttarlögum á Íslandi en segir Ísland fyrst verða að fylgjast með þróun þessara mála í Evrópu þar sem Íslendingar verði að fylgja fordæmi Evrópusambandsins í þessum málum. Einnig sé hugtakið höfundarréttur skilgreint á mjög misjafnan hátt á milli landa. „Höfundarréttarmál í heiminum eru svo svæðisbundin að það er mjög auðvelt að brjóta þau. Og ég er ekki bara að tala um torrent síður. Það að taka myndir af byggingum og setja á netið er til dæmis höfundarréttarbrot í Belgíu. Höfundarréttur er illa samræmdur á milli landa. Það er verið að gera venjulegt fólk að einhverjum glæpamönnum eða lögbrjótum einfaldlega af því að þau eru að gera hluti sem því finnst eðlilegir.“Hægt er að heyra viðtalið við Ástu Guðrúnu í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða um kæru Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK), STEFS og fleiri höfundarréttarsamtaka á hendur skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Í kjölfar kærunnar hvöttu umsjónarmenn notendur að deila öllu því íslenska efni sem þeir ættu á tölvum sínum til þess að „sýna að við erum öll Pirates... yarr!“. Nú hefur síðunni verið lokað eða þá að minnsta kosti slóðinni Deildu.net því nú hefur Deildu.net fært sig um set og er enn öllum aðgengileg á nýrri slóð. Hvatning umsjónarmanna Deildu.net fór mikið fyrir brjóstið á Einari Kárasyni rithöfundi sem vildi skella skuldinni á Pírata. Hann skrifaði færslu á Facebook þar sem meðal annars stóð; „[Færslan] minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð." Ásta Guðrún mætti í Bítið í morgun vegna málsins og lagði áherslu á að síðan væri alls ekki á þeirrar vegum. Hún sagði þó ákærur á hendur slíkum síðum væru vita gagnslausar. Hún lagði einnig áherslu á að Píratar væru ekki að leggja blessun sína yfir höfundarréttarbrot.Fólk hefur afritað list í fleiri þúsund ára„Við erum bara að benda á ákveðna staðreynd og það getur vel verið að það getur verið erfitt að sætta sig við það en fólk mun afrita efni,“ sagði Ásta. „Fólk hefur gert það í fleiri þúsund ár, það er ekki eins og það sé eitthvað nýtt. Það sem við þurfum að gera er að búa til markaðskerfi sem nær einhvern veginn að endurborga þeim sem búa til þetta efni á sanngjarnan hátt. Þetta hefur mikið með höfunda og listamenn að gera. Eins og með Spotify og fleiri svoleiðis þjónustur.“ Ásta segir stóru spurninguna frekar vera af hverju höfundar séu ekki að fá borgað nóg frá netveitum á borð við Spotify, GooglePlay eða Netflix. Hún segir að það sé í mörgum tilfellum vegna samninga listamanna við milliaðila á borð við útgefendur, dreifingaraðila eða fyrirtækja sem versla með höfundarrétt. „Fólk er tilbúið að borga fyrir þetta. Í raun og veru er mikið af þessu vandamáli kjarabaráttumál, miklu frekar en að gera notendur af einhverjum þjófum eða glæpamönnum. Það er búið að sýna sig að um leið og þjónusturnar komu var fólk tilbúið að borga. Þegar torrent síðurnar komu fram fyrst voru slíkar veitur ekki til.“Einar Kárason vandar Pírötum ekki kveðjurnar á Facebook.Hversu langt á að ganga?Hún segir helstu gagnrýni Pírata á ákærum á torrent-síðum og öðrum svipuðum kerfum sem bjóði notendum upp á að deila höfundavörðu efni sín á milli snúast um friðhelgi einkalífsins og rétt notenda á dægurefni. „Hversu langt ætlar þú að ganga til þess að koma í veg fyrir það að fólk sé að afrita? Hvar liggja mörkin milli friðhelgi einkalífsins og höfundarrétt til þess að fá greitt fyrir sína vinnu? Það er búið að setja lögbönn og við höfum verið að benda á það að þau virka ekki. Það er alltaf hægt að stofna nýja síðu eða server, internetið bara virkar þannig. Það er hægt að komast framhjá þessum bönnum sem eru hér á landi bara með einföldum DNS hjáleiðum hjá Google. [...] Hvað viljið þið gera? Viljið þið breyta internetinu til þess að hafa fullkomna stjórn á því hver er að horfa á hvað og hvernig? Það er tæknilega séð hægt, en viljum við það?“Píratar vilja breyta lögum um höfundarrétt á ÍslandiÁsta segir umræðuna á meginlandi Evrópu vera byrjuð að snúast meira og meira að rétti notenda. Hún segir að Píratar hafi áhuga á því að breyta höfundarréttarlögum á Íslandi en segir Ísland fyrst verða að fylgjast með þróun þessara mála í Evrópu þar sem Íslendingar verði að fylgja fordæmi Evrópusambandsins í þessum málum. Einnig sé hugtakið höfundarréttur skilgreint á mjög misjafnan hátt á milli landa. „Höfundarréttarmál í heiminum eru svo svæðisbundin að það er mjög auðvelt að brjóta þau. Og ég er ekki bara að tala um torrent síður. Það að taka myndir af byggingum og setja á netið er til dæmis höfundarréttarbrot í Belgíu. Höfundarréttur er illa samræmdur á milli landa. Það er verið að gera venjulegt fólk að einhverjum glæpamönnum eða lögbrjótum einfaldlega af því að þau eru að gera hluti sem því finnst eðlilegir.“Hægt er að heyra viðtalið við Ástu Guðrúnu í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira