Skólasystur sem nálgast listsköpun hver á sinn hátt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2016 10:30 Aðalheiður, Anna Jóa, Hulda og Ragnheiður gáfu sér tíma til að stilla sér upp í Grafíksalnum fyrir myndatöku. Vísir/Hanna Það eru þær Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóa, Hulda Hrönn Ágústsdóttir og Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir sem sameinast um sýninguna Nálgun sem opnuð verður í Grafíksalnum á morgun, 28. júlí. Þær eru skólasystur en svolítið í kross, sumar úr listfræði, aðrar úr heimspeki og allar eru myndlistarmenntaðar. Hulda sýnir ljósmyndir og verk sem hún ætlaði vissum stað í salnum. Anna Jóa er með teikningar, pappírs- og textaverk og sækir hugmyndir til mynstra í útsaumi og fatnaði, Ragnheiður Guðbjörg leikur sér með textíl og pappír í tveimur gólfverkum og Aðalheiður leitar í nærumhverfi sitt í Biskupstungum í málverkum sínum. Listakonurnar eru að byrja að máta verkin við salinn þegar blaðamann ber að. Þær segja heiti sýningarinnar, Nálgun, vísa til þess hvernig einstaklingur nálgast listsköpun sína og sýningarrýmið, líka til samtalsins við aðra sýnendur og til þess gjörnings sem samsýning felur í sér. Anna Jóa og Aðalheiður starfa sem listfræðingar og sýningarstjórar. „Því er svolítið skrítið að vera nú í hóp þar sem enginn sýningarstjóri er,“ segir Aðalheiður. „Já, það er áskorun,“ tekur Anna Jóa undir. Allar eru sammála um að samsýningar séu skemmtilegt form, þar sem verkin séu af ólíkum toga og kúnst að finna út hvernig þeim sé best fyrir komið þannig að áhorfandinn njóti þeirra. „Ég sýndi nú á Kjarvalsstöðum nýlega með 27 öðrum,“ segir Anna Jóa og lætur verkefnið ekki vaxa sér í augum. „En þar var líka sýningarstjóri,“ bætir hún svo við og dæsir. Enn segja þær samkomulagið vera gott. „Við ætlum samt að fara að taka pásu og viðra okkur,“ segir Hulda hlæjandi. Sýningin verður opnuð á morgun klukkan 17 og verður opin fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14 til 18 til 14. ágúst. Gengið er inn hafnarmegin og aðgangur er ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí 2016. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það eru þær Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóa, Hulda Hrönn Ágústsdóttir og Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir sem sameinast um sýninguna Nálgun sem opnuð verður í Grafíksalnum á morgun, 28. júlí. Þær eru skólasystur en svolítið í kross, sumar úr listfræði, aðrar úr heimspeki og allar eru myndlistarmenntaðar. Hulda sýnir ljósmyndir og verk sem hún ætlaði vissum stað í salnum. Anna Jóa er með teikningar, pappírs- og textaverk og sækir hugmyndir til mynstra í útsaumi og fatnaði, Ragnheiður Guðbjörg leikur sér með textíl og pappír í tveimur gólfverkum og Aðalheiður leitar í nærumhverfi sitt í Biskupstungum í málverkum sínum. Listakonurnar eru að byrja að máta verkin við salinn þegar blaðamann ber að. Þær segja heiti sýningarinnar, Nálgun, vísa til þess hvernig einstaklingur nálgast listsköpun sína og sýningarrýmið, líka til samtalsins við aðra sýnendur og til þess gjörnings sem samsýning felur í sér. Anna Jóa og Aðalheiður starfa sem listfræðingar og sýningarstjórar. „Því er svolítið skrítið að vera nú í hóp þar sem enginn sýningarstjóri er,“ segir Aðalheiður. „Já, það er áskorun,“ tekur Anna Jóa undir. Allar eru sammála um að samsýningar séu skemmtilegt form, þar sem verkin séu af ólíkum toga og kúnst að finna út hvernig þeim sé best fyrir komið þannig að áhorfandinn njóti þeirra. „Ég sýndi nú á Kjarvalsstöðum nýlega með 27 öðrum,“ segir Anna Jóa og lætur verkefnið ekki vaxa sér í augum. „En þar var líka sýningarstjóri,“ bætir hún svo við og dæsir. Enn segja þær samkomulagið vera gott. „Við ætlum samt að fara að taka pásu og viðra okkur,“ segir Hulda hlæjandi. Sýningin verður opnuð á morgun klukkan 17 og verður opin fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14 til 18 til 14. ágúst. Gengið er inn hafnarmegin og aðgangur er ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí 2016.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira