Suðurhvelið hefur reynst okkar fólki vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2016 08:00 Grafík/Fréttablaðið Sumarólympíuleikarnir eru nú haldnir í 31. sinn og að þessu sinni eru þeir komnir alla leið suður til borgarinnar Ríó í Brasilíu. Suður-Ameríka er þá fimmta heimsálfan á eftir Evrópu (fyrst í Aþenu 1896), Norður- og Mið-Ameríku (St. Louis 1904), Eyjaálfu (Melbourne 1956) og Asíu (Tókýó 1964) til þess að halda sumarólympíuleikana. 28 af 30 sumarólympíuleikum til þessa hafa farið fram á norðurhveli jarðar en nú eru þeir aðeins í þriðja skiptið komnir suður fyrir miðbaug. Það að leikarnir fari fram á suðurhvelinu rifjar upp fyrri tvenna leikana sem hafa verið haldnir sunnan við miðbaug. Þaðan eiga Íslendingar góðar minningar og eins og leikarnir byrja í Ríó þá er íslenska íþróttafólkið farið að bæta nokkrum í sjóðinn. Við Íslendingar eignuðumst nefnilega verðlaunahafa á hvorum tveggja hinum leikunum sem fóru fram í þessum hluta heimsins, eða í Melbourne í Ástralíu fyrir sextíu árum (1956) og í Sydney í Ástralíu fyrir sextán árum (2000). Það var einmitt á þessum tvennum leikum þar sem fyrsti íslenski íþróttamaðurinn vann Ólympíuverðlaun árið 1956 og fyrsta íslenska íþróttakonan vann Ólympíuverðlaun árið 2000. Fyrir 60 árum náði Vilhjálmur Einarsson afreki sem hefur ekki enn verið bætt þegar hann hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Vilhjálmur setti Ólympíumet á mótinu og átti það í tvo klukkutíma en á endanum var það Brasilíumaðurinn Adhemar da Silva sem stökk tíu sentimetrum lengra en hann. Vilhjálmur fékk því silfur en síðan eru liðin sextíu ár og enginn Íslendingur hefur gert betur en hann. Bjarni Friðriksson vann bronsverðlaun í júdó í Los Angeles 1984 og íslenska handboltalandsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Fyrstu og einu Ólympíuverðlaun íslenskrar konu vann Vala Flosadóttir þegar Ólympíuleikarnir fóru síðast fram á suðurhveli. Vala fór þá yfir í sjö fyrstu stökkunum sínum og endaði á því að setja bæði Íslands- og Norðurlandamet með því að stökkva yfir 4,50 metra. Allar aðrar voru búnar að fella í það minnsta einu sinni þegar Vala fór yfir 4,50 metra. Á endanum stukku þær Stacy Dragila frá Bandaríkjunum (4,60 m) og Tatiana Grigorieva frá Ástralíu (4,55) hærra og tóku með því gullið og silfrið. Leikarnir í Sydney fyrir sextán árum buðu ekki aðeins upp á bronsverðlaunahafa því bæði Örn Arnarson og Guðrún Arnardóttir náðu sögulegum árangri, Örn besta árangri íslensks sundmanns með því að ná 4. sæti í 200 metra baksundi og Guðrún besta árangri íslensks hlaupara með því að ná 7. sæti í 400 metra grindahlaupi. Íslensku sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa báðar unnið til verðlauna á stórmótum á síðustu átta mánuðum og Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir komust báðar í úrslit á síðasta Evrópumóti. Eygló Ósk og Hrafnhildur fóru fyrstar íslenskra kvenna í undanúrslit í sinni fyrstu grein og Hrafnhildur síðan alla leið í úrslit sem hafði ekki gerst hjá íslenskum sundmanni síðan, jú, leikarnir voru síðast á suðurhveli jarðar. Það er því efniviður til að ná góðum árangri í Ríó og halda kannski uppi þeirri skemmtilegu hefð að ná sögulegum árangri á Ólympíuleikum á suðurhvelinu. Draumur um verðlaun er til staðar en það að eiga marga keppendur í úrslitum er einnig mikið afrek. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira
Sumarólympíuleikarnir eru nú haldnir í 31. sinn og að þessu sinni eru þeir komnir alla leið suður til borgarinnar Ríó í Brasilíu. Suður-Ameríka er þá fimmta heimsálfan á eftir Evrópu (fyrst í Aþenu 1896), Norður- og Mið-Ameríku (St. Louis 1904), Eyjaálfu (Melbourne 1956) og Asíu (Tókýó 1964) til þess að halda sumarólympíuleikana. 28 af 30 sumarólympíuleikum til þessa hafa farið fram á norðurhveli jarðar en nú eru þeir aðeins í þriðja skiptið komnir suður fyrir miðbaug. Það að leikarnir fari fram á suðurhvelinu rifjar upp fyrri tvenna leikana sem hafa verið haldnir sunnan við miðbaug. Þaðan eiga Íslendingar góðar minningar og eins og leikarnir byrja í Ríó þá er íslenska íþróttafólkið farið að bæta nokkrum í sjóðinn. Við Íslendingar eignuðumst nefnilega verðlaunahafa á hvorum tveggja hinum leikunum sem fóru fram í þessum hluta heimsins, eða í Melbourne í Ástralíu fyrir sextíu árum (1956) og í Sydney í Ástralíu fyrir sextán árum (2000). Það var einmitt á þessum tvennum leikum þar sem fyrsti íslenski íþróttamaðurinn vann Ólympíuverðlaun árið 1956 og fyrsta íslenska íþróttakonan vann Ólympíuverðlaun árið 2000. Fyrir 60 árum náði Vilhjálmur Einarsson afreki sem hefur ekki enn verið bætt þegar hann hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Vilhjálmur setti Ólympíumet á mótinu og átti það í tvo klukkutíma en á endanum var það Brasilíumaðurinn Adhemar da Silva sem stökk tíu sentimetrum lengra en hann. Vilhjálmur fékk því silfur en síðan eru liðin sextíu ár og enginn Íslendingur hefur gert betur en hann. Bjarni Friðriksson vann bronsverðlaun í júdó í Los Angeles 1984 og íslenska handboltalandsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Fyrstu og einu Ólympíuverðlaun íslenskrar konu vann Vala Flosadóttir þegar Ólympíuleikarnir fóru síðast fram á suðurhveli. Vala fór þá yfir í sjö fyrstu stökkunum sínum og endaði á því að setja bæði Íslands- og Norðurlandamet með því að stökkva yfir 4,50 metra. Allar aðrar voru búnar að fella í það minnsta einu sinni þegar Vala fór yfir 4,50 metra. Á endanum stukku þær Stacy Dragila frá Bandaríkjunum (4,60 m) og Tatiana Grigorieva frá Ástralíu (4,55) hærra og tóku með því gullið og silfrið. Leikarnir í Sydney fyrir sextán árum buðu ekki aðeins upp á bronsverðlaunahafa því bæði Örn Arnarson og Guðrún Arnardóttir náðu sögulegum árangri, Örn besta árangri íslensks sundmanns með því að ná 4. sæti í 200 metra baksundi og Guðrún besta árangri íslensks hlaupara með því að ná 7. sæti í 400 metra grindahlaupi. Íslensku sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa báðar unnið til verðlauna á stórmótum á síðustu átta mánuðum og Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir komust báðar í úrslit á síðasta Evrópumóti. Eygló Ósk og Hrafnhildur fóru fyrstar íslenskra kvenna í undanúrslit í sinni fyrstu grein og Hrafnhildur síðan alla leið í úrslit sem hafði ekki gerst hjá íslenskum sundmanni síðan, jú, leikarnir voru síðast á suðurhveli jarðar. Það er því efniviður til að ná góðum árangri í Ríó og halda kannski uppi þeirri skemmtilegu hefð að ná sögulegum árangri á Ólympíuleikum á suðurhvelinu. Draumur um verðlaun er til staðar en það að eiga marga keppendur í úrslitum er einnig mikið afrek.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira