Skemmdu myndasýningu á Laugavegi af samkynhneigðum pörum að kyssast Birgir Örn Steinarsson skrifar 8. ágúst 2016 11:01 Sýningin var skemmd daginn fyrir Gleðigönguna. Vísir/Kristín María Það var nú ekki skemmtileg sýn sem beið Kristínar Maríu Stefánsdóttur ljósmyndara þegar hún kíkti á útisýningu sína sem stóð á mótum Bankastrætis og Laugavegar á laugardagskvöldið. Hún hafði fengið símtal á föstudagskvöldinu þar sem henni var tilkynnt að skemmdarverk hefðu verið unnin á þremur myndum hennar. Kristín starfar sem brúðkaupsljósmyndari og hafði í tilefni Hinsegin daga sett upp röð mynda sem hún hafði tekið af samkynhneigðum pörum. „Við settum upp sýninguna á þriðjudag og hún var látin alveg óáreitt í fyrstu en svo var þetta skemmt aðfaranótt laugardags,“ segir Kristín María. „Ég hef unnið með svo mörgum fallegum pörum sem brúðkaupsljósmyndari og mig langaði til þess að halda upp á það á Hinsegin dögum.“ Kristín segist efast um að skemmdaverkin hafi verið gerð vegna myndefnisins. „Ég hugsa að þetta hafi nú bara verið einhverjir rugludallar á djamminu sem hafi misst stjórn á skapi sínu en það væri fínt ef einhver hefði orðið vitni af þessu. Ég er ekkert að fara kæra þetta til lögreglunnar eða neitt slíkt en það er bara svo skrítið að enginn hafi séð þetta.“Áhugasamir geta séð nokkrar af myndum Kristínu Maríu á síðu hennar. Hinsegin Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Það var nú ekki skemmtileg sýn sem beið Kristínar Maríu Stefánsdóttur ljósmyndara þegar hún kíkti á útisýningu sína sem stóð á mótum Bankastrætis og Laugavegar á laugardagskvöldið. Hún hafði fengið símtal á föstudagskvöldinu þar sem henni var tilkynnt að skemmdarverk hefðu verið unnin á þremur myndum hennar. Kristín starfar sem brúðkaupsljósmyndari og hafði í tilefni Hinsegin daga sett upp röð mynda sem hún hafði tekið af samkynhneigðum pörum. „Við settum upp sýninguna á þriðjudag og hún var látin alveg óáreitt í fyrstu en svo var þetta skemmt aðfaranótt laugardags,“ segir Kristín María. „Ég hef unnið með svo mörgum fallegum pörum sem brúðkaupsljósmyndari og mig langaði til þess að halda upp á það á Hinsegin dögum.“ Kristín segist efast um að skemmdaverkin hafi verið gerð vegna myndefnisins. „Ég hugsa að þetta hafi nú bara verið einhverjir rugludallar á djamminu sem hafi misst stjórn á skapi sínu en það væri fínt ef einhver hefði orðið vitni af þessu. Ég er ekkert að fara kæra þetta til lögreglunnar eða neitt slíkt en það er bara svo skrítið að enginn hafi séð þetta.“Áhugasamir geta séð nokkrar af myndum Kristínu Maríu á síðu hennar.
Hinsegin Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira