Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 17:53 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. „Við erum báðar komnar áfram og það er alveg frábært. Vonandi getum við gert ennþá betur í kvöld," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir sem náði níunda besta tímanum í 100 metra bringusundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir hafði heppnina með sér þegar hún var sú sextánda og síðasta inn í undanúrslitasundið í 100 metra baksundi. Engin íslensk sundkona hefur áður komist í undanúrslit á Ólympíuleikum en minnstu munaði fyrir fjórum árum þegar Sarah Blake Bateman fór í umspila um síðasta lausa sætið en tókst ekki að tryggja sig inn þar. Það er athyglisvert að þær skuli báðar skrifa söguna í grein sem er ekki þeirra besta grein því bæði Hrafnhildur og Eygló Ósk hafa hingað til verið sterkari í 200 metra baksundinu. Undanúrslitasund Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Hrafnhildar Lúthersdóttur fara bæði fram seint í kvöld í Ríó eða eftir miðnætti af íslenskum tíma. Hvað ætlar Hrafnhildur að gera fram að undanúrslitasundinu? „Ég ætla að byrja á því að synda mig niður, hvíla mig, borða vel og leggja mig síðan. Stefnan er síðan tekin að á það að koma aftur í kvöld og synda hraðar," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit: Hinar vita þá ekkert af mér ef ég fer hraðar í kvöld Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 metra baksundi en þrátt fyrir að vera fimmta í sínum riðli þá komst hún áfam. Eygló Ósk var með sextánda besta tímann í undanrásunum og sextán komust í undanúrslit. 7. ágúst 2016 16:40 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Eygló Ósk komin áfram í undanúrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir aftur í nótt eftir að hafa tryggt sér sæti í undanúrslitunum í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 16:30 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Eygló Ósk um rifna sundbolinn: Ég var bara í stresskasti þarna inn í klefanum Eygló Ósk Gústafsdóttir lét ekki rifinn sundbol koma í veg fyrir það að hún næði að synda sig inn í undanúslitin í 100 metra baksundi. 7. ágúst 2016 16:47 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. „Við erum báðar komnar áfram og það er alveg frábært. Vonandi getum við gert ennþá betur í kvöld," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir sem náði níunda besta tímanum í 100 metra bringusundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir hafði heppnina með sér þegar hún var sú sextánda og síðasta inn í undanúrslitasundið í 100 metra baksundi. Engin íslensk sundkona hefur áður komist í undanúrslit á Ólympíuleikum en minnstu munaði fyrir fjórum árum þegar Sarah Blake Bateman fór í umspila um síðasta lausa sætið en tókst ekki að tryggja sig inn þar. Það er athyglisvert að þær skuli báðar skrifa söguna í grein sem er ekki þeirra besta grein því bæði Hrafnhildur og Eygló Ósk hafa hingað til verið sterkari í 200 metra baksundinu. Undanúrslitasund Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Hrafnhildar Lúthersdóttur fara bæði fram seint í kvöld í Ríó eða eftir miðnætti af íslenskum tíma. Hvað ætlar Hrafnhildur að gera fram að undanúrslitasundinu? „Ég ætla að byrja á því að synda mig niður, hvíla mig, borða vel og leggja mig síðan. Stefnan er síðan tekin að á það að koma aftur í kvöld og synda hraðar," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit: Hinar vita þá ekkert af mér ef ég fer hraðar í kvöld Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 metra baksundi en þrátt fyrir að vera fimmta í sínum riðli þá komst hún áfam. Eygló Ósk var með sextánda besta tímann í undanrásunum og sextán komust í undanúrslit. 7. ágúst 2016 16:40 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Eygló Ósk komin áfram í undanúrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir aftur í nótt eftir að hafa tryggt sér sæti í undanúrslitunum í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 16:30 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Eygló Ósk um rifna sundbolinn: Ég var bara í stresskasti þarna inn í klefanum Eygló Ósk Gústafsdóttir lét ekki rifinn sundbol koma í veg fyrir það að hún næði að synda sig inn í undanúslitin í 100 metra baksundi. 7. ágúst 2016 16:47 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Sjá meira
Eygló Ósk í undanúrslit: Hinar vita þá ekkert af mér ef ég fer hraðar í kvöld Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 metra baksundi en þrátt fyrir að vera fimmta í sínum riðli þá komst hún áfam. Eygló Ósk var með sextánda besta tímann í undanrásunum og sextán komust í undanúrslit. 7. ágúst 2016 16:40
Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38
Eygló Ósk komin áfram í undanúrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir aftur í nótt eftir að hafa tryggt sér sæti í undanúrslitunum í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 16:30
Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00
Eygló Ósk um rifna sundbolinn: Ég var bara í stresskasti þarna inn í klefanum Eygló Ósk Gústafsdóttir lét ekki rifinn sundbol koma í veg fyrir það að hún næði að synda sig inn í undanúslitin í 100 metra baksundi. 7. ágúst 2016 16:47