Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar ÞÞ og GAG skrifar 5. ágúst 2016 19:06 Miðstjórn Framsóknarflokksins mun í næsta mánuði funda til að taka ákvörðun um hvort landsþing flokksins verði haldið fyrir kosningar í haust. Mikið hefur verið fjallað um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins í ljósi þess að ekki hefur verið samhljómur á milli hans og forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að innan þingflokks Framsóknarflokksins hafi verið átök um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn í kosningunum. Staðan er í senn viðkvæm og flókin. Einhverjir þingmenn hafa af því áhyggjur að kosningabaráttan í haust muni snúast of mikið um stöðu Sigmundar og málefni félagsins Wintris fremur en væntingar og stefnumál. Fréttastofan hafði samband við hvern og einn einasta þingmann Framsóknarflokksins með það fyrir augum að kanna afstöðu til formannsins og hvort hann njóti stuðnings til að leiða flokkinn áfram en ekki hefur verið haldinn þingflokksfundur hjá Framsókn síðan í júní. Hér á eftir fara svör þeirra sem voru tilbúnir að tjá sig undir nafni og svör nokkurra sem vildu tjá sig en voru ekki tilbúnir að gera það undir nafni. Þorsteinn Sæmundsson: „Ég styð Sigmund Davíð heils hugar sem formann flokksins og hef alltaf gert. Og mun gera það svo lengi sem hann situr sem formaður.“ Haraldur Einarsson: „Ótímabært að svara því að svo stöddu þar sem eftir á að boða til miðstjórnarfundar. Þar gætu hugsanlega komið önnur framboð fram.“ Gunnar Bragi Sveinsson: „Ég styð Sigmund Davíð til að leiða flokkinn í kosningum í haust.“ Ásmundur Einar Daðason: „Flokksþing ákveður forystu flokksins hverju sinni.“ Vigdís Hauksdóttir: „Hann er formaður flokksins og ég styð Sigmund Davíð.“ Líneik Anna Sævarsdóttir: „Það er ekki mitt að taka afstöðu til þess. Sigmundur Davíð er formaður og ég fylgi afstöðu flokksins.” Páll Jóhann Pálsson: „Ég er ekki tilbúinn að svara þessu. Er ekki búinn að gera upp hug minn. Styð kosningar í haust.” Þórunn Egilsdóttir: „Ég styð formann flokksins. Mér list ekki vel á þingkosningar í haust.” Höskuldur Þórhallsson: „Ég mun styðja þann til forystu í flokknum sem ég tel að hafi það traust sem nauðsynlegt er. Að öðru leyti tjái ég mig ekki.“ Jóhanna María Sigmundsdóttir „Ég skýri mínu fólki frá svoleiðis skoðunum á undan fjölmiðlum.“ Lilja Alfreðsdóttir: „Hann er formaður Framsóknarflokksins og hann leiðir þá flokkinn. Ég vil að hann leiði flokkinn í kosningunum.” Eygló Harðardóttir: „Sigmundur Davíð hefur staðið sig mjög vel sem formaður Framsóknarflokksins og náð gífurlegum árangri fyrir flokkinn, fyrir þjóðina. Ég held að það hljóti að vera það sem flokksmenn munu bara fara yfir á næstu vikum og mánuðum þegar kemur að stöðu hans innan flokksins.“En styður þú Sigmund Davíð til að verða áfram formaður Framsóknarflokksins?„Ég hef stutt Sigmund Davíð. Hann er formaður Framsóknarflokksins og ég styð formann Framsóknarflokksins.“Mikil óvissaÞeir þingmenn flokksins sem vildu ekki tjá sig undir nafni höfðu þetta um málið að segja „Það er búið að ganga ýmislegt á. Þetta er mikil óvissa. Sigmundur nýtur stuðnings en það eru líkar raddir sem segja að það sé erfitt að hafa hann sem formann.” „Inni í flokknum er ótvírætt að hann leiddi mál sem flokkurinn sameinaðist um en það er hætt við því að baráttan fari að snúast um hann en ekki málefnin.” „Ég get ekki svarað þessu. Ég er ekki búinn að taka afstöðu á þessu augnabliki og er að hugsa málið.” „Staðan er mjög flókin í flokknum. Það þarf að kalla saman þingflokkinn sem fyrst til að ræða saman. Það er hætt við því að málefnin komist ekki að ef hann verður formaður.” Ekki hefur verið haldinn þingflokksfundur hjá Framsóknarflokknum síðan í júní. Flestir þingmenn sem fréttastofa náði tali af styðja flokksþing í haust svo forysta flokksins geti endurnýjað umboð sitt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Kúvending Sigmundar: Leggur til „ómerkilega brellu“ og „tilraun til popúlisma“ Í tveimur viðtölum í gær lagði Sigmundur Davíð til afturvirkar hækkanir á lífeyrisgreiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega. 5. ágúst 2016 10:31 Sigmundur Davíð: Dagsetning kosninga algert aukaatriði Formaður Framsóknarflokksins fór um víðan völl í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4. ágúst 2016 10:13 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Miðstjórn Framsóknarflokksins mun í næsta mánuði funda til að taka ákvörðun um hvort landsþing flokksins verði haldið fyrir kosningar í haust. Mikið hefur verið fjallað um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins í ljósi þess að ekki hefur verið samhljómur á milli hans og forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að innan þingflokks Framsóknarflokksins hafi verið átök um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn í kosningunum. Staðan er í senn viðkvæm og flókin. Einhverjir þingmenn hafa af því áhyggjur að kosningabaráttan í haust muni snúast of mikið um stöðu Sigmundar og málefni félagsins Wintris fremur en væntingar og stefnumál. Fréttastofan hafði samband við hvern og einn einasta þingmann Framsóknarflokksins með það fyrir augum að kanna afstöðu til formannsins og hvort hann njóti stuðnings til að leiða flokkinn áfram en ekki hefur verið haldinn þingflokksfundur hjá Framsókn síðan í júní. Hér á eftir fara svör þeirra sem voru tilbúnir að tjá sig undir nafni og svör nokkurra sem vildu tjá sig en voru ekki tilbúnir að gera það undir nafni. Þorsteinn Sæmundsson: „Ég styð Sigmund Davíð heils hugar sem formann flokksins og hef alltaf gert. Og mun gera það svo lengi sem hann situr sem formaður.“ Haraldur Einarsson: „Ótímabært að svara því að svo stöddu þar sem eftir á að boða til miðstjórnarfundar. Þar gætu hugsanlega komið önnur framboð fram.“ Gunnar Bragi Sveinsson: „Ég styð Sigmund Davíð til að leiða flokkinn í kosningum í haust.“ Ásmundur Einar Daðason: „Flokksþing ákveður forystu flokksins hverju sinni.“ Vigdís Hauksdóttir: „Hann er formaður flokksins og ég styð Sigmund Davíð.“ Líneik Anna Sævarsdóttir: „Það er ekki mitt að taka afstöðu til þess. Sigmundur Davíð er formaður og ég fylgi afstöðu flokksins.” Páll Jóhann Pálsson: „Ég er ekki tilbúinn að svara þessu. Er ekki búinn að gera upp hug minn. Styð kosningar í haust.” Þórunn Egilsdóttir: „Ég styð formann flokksins. Mér list ekki vel á þingkosningar í haust.” Höskuldur Þórhallsson: „Ég mun styðja þann til forystu í flokknum sem ég tel að hafi það traust sem nauðsynlegt er. Að öðru leyti tjái ég mig ekki.“ Jóhanna María Sigmundsdóttir „Ég skýri mínu fólki frá svoleiðis skoðunum á undan fjölmiðlum.“ Lilja Alfreðsdóttir: „Hann er formaður Framsóknarflokksins og hann leiðir þá flokkinn. Ég vil að hann leiði flokkinn í kosningunum.” Eygló Harðardóttir: „Sigmundur Davíð hefur staðið sig mjög vel sem formaður Framsóknarflokksins og náð gífurlegum árangri fyrir flokkinn, fyrir þjóðina. Ég held að það hljóti að vera það sem flokksmenn munu bara fara yfir á næstu vikum og mánuðum þegar kemur að stöðu hans innan flokksins.“En styður þú Sigmund Davíð til að verða áfram formaður Framsóknarflokksins?„Ég hef stutt Sigmund Davíð. Hann er formaður Framsóknarflokksins og ég styð formann Framsóknarflokksins.“Mikil óvissaÞeir þingmenn flokksins sem vildu ekki tjá sig undir nafni höfðu þetta um málið að segja „Það er búið að ganga ýmislegt á. Þetta er mikil óvissa. Sigmundur nýtur stuðnings en það eru líkar raddir sem segja að það sé erfitt að hafa hann sem formann.” „Inni í flokknum er ótvírætt að hann leiddi mál sem flokkurinn sameinaðist um en það er hætt við því að baráttan fari að snúast um hann en ekki málefnin.” „Ég get ekki svarað þessu. Ég er ekki búinn að taka afstöðu á þessu augnabliki og er að hugsa málið.” „Staðan er mjög flókin í flokknum. Það þarf að kalla saman þingflokkinn sem fyrst til að ræða saman. Það er hætt við því að málefnin komist ekki að ef hann verður formaður.” Ekki hefur verið haldinn þingflokksfundur hjá Framsóknarflokknum síðan í júní. Flestir þingmenn sem fréttastofa náði tali af styðja flokksþing í haust svo forysta flokksins geti endurnýjað umboð sitt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Kúvending Sigmundar: Leggur til „ómerkilega brellu“ og „tilraun til popúlisma“ Í tveimur viðtölum í gær lagði Sigmundur Davíð til afturvirkar hækkanir á lífeyrisgreiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega. 5. ágúst 2016 10:31 Sigmundur Davíð: Dagsetning kosninga algert aukaatriði Formaður Framsóknarflokksins fór um víðan völl í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4. ágúst 2016 10:13 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43
Kúvending Sigmundar: Leggur til „ómerkilega brellu“ og „tilraun til popúlisma“ Í tveimur viðtölum í gær lagði Sigmundur Davíð til afturvirkar hækkanir á lífeyrisgreiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega. 5. ágúst 2016 10:31
Sigmundur Davíð: Dagsetning kosninga algert aukaatriði Formaður Framsóknarflokksins fór um víðan völl í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4. ágúst 2016 10:13