Bjóða upp á tjaldgistingu fyrir sautján þúsund krónur nóttina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2016 14:39 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Getty Framtakssamir frumkvöðlar í ferðaþjónustu bjóða nú upp á nýstárlega þjónustu í ferðamennsku hér á landi. Hægt er að leigja gistingu í svokölluðum lúxustjöldum á tjaldsvæði í Mosfellsbæ. Kostar nóttin litlar sautján þúsund krónur en pláss er fyrir fimm í tjaldinu. Hægt er að bóka gistingu í tjöldunum á bókunarsíðunni Booking.com. Þar má sjá að inn í gjaldinu er fjallaútsýni og grillaðstaða auk þess sem að inn í tjaldinu er allt sem þarf fyrir svefninn, rúm, sængurföt og koddar. Þá geta þeir sem nýta sér gistingu nýtt sér salernis- og sturtuaðstöðu á tjaldsvæðinu en handklæði fylgja með tjaldinu. Tjaldsvæðið sem um ræðir er Mosskógar í Mossfellsdal. Staðarhaldari þar er Jón Jóhannsson og í samtali við Vísi tók hann skýrt fram að þessi þjónusta væri ekki á vegum tjaldsvæðisins. Fyrir nokkru hafi hópur manna komið með þessa hugmynd og hafi hann tekið ágætlega í hana, svo lengi sem að gjaldið fyrir gistinguna á tjaldsvæðinu yrði greitt, 1600 krónur. Þá hafi þeir samið um að starfsmenn tjaldsvæðisins myndu færa tjaldið öðru hvoru svo grasið undir myndi ekki skemmast. Hann hafi þó ekki orðið var við að neinn hafi nýtt sér þessa þjónustu enn sem komið en á Booking.com má sjá að tjaldgistingin hefur verið í boði frá 18. júlí síðastliðnum. Jón segir raunar að tjöldin aldrei verið sett upp, utan eitt skipti fyrir myndatöku en afrakstur hennar má sjá á vef Booking.com Tjöldin eru auglýst sem lúxustjöld en samkvæmt heimildum Vísis kostar eitt slíkt tjald um 129 þúsund krónur. Þarf því að bóka tjaldið í rétta rúma viku áður en mögulegt er að það borgi sig hreinlega að fjárfesta í einu slíku tjaldi. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Framtakssamir frumkvöðlar í ferðaþjónustu bjóða nú upp á nýstárlega þjónustu í ferðamennsku hér á landi. Hægt er að leigja gistingu í svokölluðum lúxustjöldum á tjaldsvæði í Mosfellsbæ. Kostar nóttin litlar sautján þúsund krónur en pláss er fyrir fimm í tjaldinu. Hægt er að bóka gistingu í tjöldunum á bókunarsíðunni Booking.com. Þar má sjá að inn í gjaldinu er fjallaútsýni og grillaðstaða auk þess sem að inn í tjaldinu er allt sem þarf fyrir svefninn, rúm, sængurföt og koddar. Þá geta þeir sem nýta sér gistingu nýtt sér salernis- og sturtuaðstöðu á tjaldsvæðinu en handklæði fylgja með tjaldinu. Tjaldsvæðið sem um ræðir er Mosskógar í Mossfellsdal. Staðarhaldari þar er Jón Jóhannsson og í samtali við Vísi tók hann skýrt fram að þessi þjónusta væri ekki á vegum tjaldsvæðisins. Fyrir nokkru hafi hópur manna komið með þessa hugmynd og hafi hann tekið ágætlega í hana, svo lengi sem að gjaldið fyrir gistinguna á tjaldsvæðinu yrði greitt, 1600 krónur. Þá hafi þeir samið um að starfsmenn tjaldsvæðisins myndu færa tjaldið öðru hvoru svo grasið undir myndi ekki skemmast. Hann hafi þó ekki orðið var við að neinn hafi nýtt sér þessa þjónustu enn sem komið en á Booking.com má sjá að tjaldgistingin hefur verið í boði frá 18. júlí síðastliðnum. Jón segir raunar að tjöldin aldrei verið sett upp, utan eitt skipti fyrir myndatöku en afrakstur hennar má sjá á vef Booking.com Tjöldin eru auglýst sem lúxustjöld en samkvæmt heimildum Vísis kostar eitt slíkt tjald um 129 þúsund krónur. Þarf því að bóka tjaldið í rétta rúma viku áður en mögulegt er að það borgi sig hreinlega að fjárfesta í einu slíku tjaldi.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira