Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2016 18:09 Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. Vísir/GVA Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist búa yfir mikilli reynslu og verkviti sem skipti sköpum á Alþingi og við stjórn landsins. Hann er óhræddur við að bjóða sig fram og finnur fyrir eftirspurn eftir sínum kröftum. Árni var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og var þar spurður af því af hverju hann hygði á þingframboð en Árni tilkynnti í dag að hann myndi sækjast eftir einhverju af þremur efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir væntanlegar þingkosningar. „Ég vil ekki hopa og gefast upp. Þegar hallar á hef ég yndi af því að taka þátt í að rétta af hluti ef það er hægt. Ég hef dúndrandi reynslu og af reynslu lærir maður verkvit. Það er það sem skiptir máli á Alþingi og við stjórnun landsins. Það er reynsla og verkvit,“ segir Árni.Sjá einnig:Árni Johnsen vill aftur á þingÁrni er gagnrýninn á á núsitjandi þingmenn Djálfstæðisflokksins í kjördæminu og segir þá hafa gert aðför að sér í síðasta prófkjöri sem Árni tók þátt í og það hafi tekist. Það spili nú inn í ákvörðun Árna um að bjóða sig fram að nýju. „Hluti af þessu er að í síðasta prófkjöri var gerð aðför að mér, þrengt að mér og það heppnaðist. Ég, keppnismaður í íþróttum, þoli það illa í sjálfu sér þó ég eigi að vera umburðarlyndur. Ég vil reyna að ná vopnum mínum og leggja mína vigt á vogina og taka þátt í verkum,“ segir Árni.Hlusta má á viðtalið við Árna í heild sinni hér fyrir neðanAð lokum var Árni spurður að því hvort hann finndi fyrir eftirspurn eftir kröftum sínum og svaraði því hann játandi. „Já, ég finn það. Það kemur mér á óvart því að menn ættu kannski að vera leiðir á mér en ég er hispurslaus og þannig séð beinskeyttir og segi bara mína meiningu og stend og fell með því. Ég smjaðra ekki fyrir neinum en ég stilli upp hlutunum eins og ég held að þeir séu réttir og skila árangri og skila skemmtilegu starfi. Nóg er af leiðindapúkum í þessu öllu.“ Árni, sem er 72 ára gamall, var alþingsmaður Suðurlands 1983 til 1987 og 1991 til 2001 og svo Suðurkjördæmis frá 2007 til 2013. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 vegna tveggja ára fangelsisdóms sem Hæstiréttur dæmdi hann í þremur árum fyrr. Við það hlaut Árni kjörgengi á ný og bauð hann sig aftur fram til þings árið 2007 og var kjörinn. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist búa yfir mikilli reynslu og verkviti sem skipti sköpum á Alþingi og við stjórn landsins. Hann er óhræddur við að bjóða sig fram og finnur fyrir eftirspurn eftir sínum kröftum. Árni var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og var þar spurður af því af hverju hann hygði á þingframboð en Árni tilkynnti í dag að hann myndi sækjast eftir einhverju af þremur efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir væntanlegar þingkosningar. „Ég vil ekki hopa og gefast upp. Þegar hallar á hef ég yndi af því að taka þátt í að rétta af hluti ef það er hægt. Ég hef dúndrandi reynslu og af reynslu lærir maður verkvit. Það er það sem skiptir máli á Alþingi og við stjórnun landsins. Það er reynsla og verkvit,“ segir Árni.Sjá einnig:Árni Johnsen vill aftur á þingÁrni er gagnrýninn á á núsitjandi þingmenn Djálfstæðisflokksins í kjördæminu og segir þá hafa gert aðför að sér í síðasta prófkjöri sem Árni tók þátt í og það hafi tekist. Það spili nú inn í ákvörðun Árna um að bjóða sig fram að nýju. „Hluti af þessu er að í síðasta prófkjöri var gerð aðför að mér, þrengt að mér og það heppnaðist. Ég, keppnismaður í íþróttum, þoli það illa í sjálfu sér þó ég eigi að vera umburðarlyndur. Ég vil reyna að ná vopnum mínum og leggja mína vigt á vogina og taka þátt í verkum,“ segir Árni.Hlusta má á viðtalið við Árna í heild sinni hér fyrir neðanAð lokum var Árni spurður að því hvort hann finndi fyrir eftirspurn eftir kröftum sínum og svaraði því hann játandi. „Já, ég finn það. Það kemur mér á óvart því að menn ættu kannski að vera leiðir á mér en ég er hispurslaus og þannig séð beinskeyttir og segi bara mína meiningu og stend og fell með því. Ég smjaðra ekki fyrir neinum en ég stilli upp hlutunum eins og ég held að þeir séu réttir og skila árangri og skila skemmtilegu starfi. Nóg er af leiðindapúkum í þessu öllu.“ Árni, sem er 72 ára gamall, var alþingsmaður Suðurlands 1983 til 1987 og 1991 til 2001 og svo Suðurkjördæmis frá 2007 til 2013. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 vegna tveggja ára fangelsisdóms sem Hæstiréttur dæmdi hann í þremur árum fyrr. Við það hlaut Árni kjörgengi á ný og bauð hann sig aftur fram til þings árið 2007 og var kjörinn.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10