Sigmundur Davíð: Dagsetning kosninga algert aukaatriði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. ágúst 2016 10:13 Sigmundur Davíð við Bessastaði í apríl síðastliðnum. Vísir/Anton „Maður eyddi vikum í að birta allar upplýsingar og skila öllum gögnum sem hafði verið beðið um. En síðan kom bara í ljós að búið var að undirbúa eitthvað handrit í sjö mánuði og í mörgum löndum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sigmundur Davíð hefur verið meira í umræðunni síðastliðnar vikur en mánuðina þar á undan. Undir lok síðasta mánaðar mætti hann í viðtal á Útvarpi Sögu þar sem hann fór mikinn en um svipað leiti hafði hann sent fjölpóst á skráða meðlimi í Framsóknarflokknum. Eftir að hann tjáði sig þá efuðust margir um afstöðu Sigmundar til kosninga í haust. „Ég skrifaði grein fyrir viku síðan þar sem ég fór yfir grundvallarmál sem þyrfti að klára. Umræða um hana snerist öll um hvort bíða ætti með kosningarnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti því við að dagsetning kosninganna væri algert aukaatriði. „Það skiptir ekki máli hvenær er kosið svo lengi sem ríkisstjórnin hefur staðið við það sem hún hefur lofað. Það má kjósa í ágúst ef menn vilja.“Ríkissjóði þarf að koma í sjálfbært horf Sigmundur segir að það séu nokkur grundvallaratriði sem standi út af. Þar á meðal megi nefna kjör eldri borgara, afnám verðtryggingarinnar og þeirra sem þiggja örorkulífeyri. „Við höfum ekki alltaf verið sammála um allt en gátum alltaf náð samkomulagi með heildarmyndina í huga,“ sagði Sigmundur. Verðtryggingin hafi verið mál sem flokkarnir voru ekki alveg sammála um. Þar hafi hins vegar verið unnin mikil undirbúningsvinna sem hafi degist á langinn af góðum og gildum ástæðum. Rétt hafi verið að bíða eftir vendingum í afnámi hafta og húsnæðismálum áður en þetta yrði tekið til meðferðar. „Ég hef margsinnis gefið fyrirheit varðandi verðtrygginguna og lífeyrisréttindi eldri borgara og öryrkja. Um áramótin áttum við erfiða umræðu þar sem það var ákveðið að hækka ekki lífeyri þessara hópa afturvirkt. Við lofuðum að bæta kjör þeirra þegar búið væri að koma ríkissjóði í sjálfbært horf,“ sagði Sigmundur Davíð. Formaðurinn var meðal annars spurður af þáttastjórnendum hvort hann teldi Sjálfstæðisflokkinn taka hagsmuni fárra fram yfir hagsmuni heildarinnar. „Það er eðlilegt að hafa fulltrúa ákveðinna sjónarmiða inn á þingi. Ef við skoðum til að mynda lífeyrissjóðina og verkalýðshreyfinguna þá hefur Samfylkingin varið þeirra hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðan verið að verja hagsmuni annara hópa sem þeir telja sig vera í forsvari fyrir.“Ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur tvíbókar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta í byrjun vikunnar. Athygli vakti að Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. „Ég var með fjölskyldunni á ferðalagi sem var löngu búið að ákveða. Þessi dagsetning lá líka fyrir fyrir löngu en þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég tvíbóka daga,“ sagði Sigmundur. Hann segist hafa sent nýjum forseta kveðju og hann muni hitta hann í mat á næstu dögum. „Mér fannst samt skemmtilegt hve ákveðnir aðilar söknuðu mín miðað við hvað þeir eru alltaf rosalega pirraðir þegar ég er síðan á staðnum. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Maður eyddi vikum í að birta allar upplýsingar og skila öllum gögnum sem hafði verið beðið um. En síðan kom bara í ljós að búið var að undirbúa eitthvað handrit í sjö mánuði og í mörgum löndum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sigmundur Davíð hefur verið meira í umræðunni síðastliðnar vikur en mánuðina þar á undan. Undir lok síðasta mánaðar mætti hann í viðtal á Útvarpi Sögu þar sem hann fór mikinn en um svipað leiti hafði hann sent fjölpóst á skráða meðlimi í Framsóknarflokknum. Eftir að hann tjáði sig þá efuðust margir um afstöðu Sigmundar til kosninga í haust. „Ég skrifaði grein fyrir viku síðan þar sem ég fór yfir grundvallarmál sem þyrfti að klára. Umræða um hana snerist öll um hvort bíða ætti með kosningarnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti því við að dagsetning kosninganna væri algert aukaatriði. „Það skiptir ekki máli hvenær er kosið svo lengi sem ríkisstjórnin hefur staðið við það sem hún hefur lofað. Það má kjósa í ágúst ef menn vilja.“Ríkissjóði þarf að koma í sjálfbært horf Sigmundur segir að það séu nokkur grundvallaratriði sem standi út af. Þar á meðal megi nefna kjör eldri borgara, afnám verðtryggingarinnar og þeirra sem þiggja örorkulífeyri. „Við höfum ekki alltaf verið sammála um allt en gátum alltaf náð samkomulagi með heildarmyndina í huga,“ sagði Sigmundur. Verðtryggingin hafi verið mál sem flokkarnir voru ekki alveg sammála um. Þar hafi hins vegar verið unnin mikil undirbúningsvinna sem hafi degist á langinn af góðum og gildum ástæðum. Rétt hafi verið að bíða eftir vendingum í afnámi hafta og húsnæðismálum áður en þetta yrði tekið til meðferðar. „Ég hef margsinnis gefið fyrirheit varðandi verðtrygginguna og lífeyrisréttindi eldri borgara og öryrkja. Um áramótin áttum við erfiða umræðu þar sem það var ákveðið að hækka ekki lífeyri þessara hópa afturvirkt. Við lofuðum að bæta kjör þeirra þegar búið væri að koma ríkissjóði í sjálfbært horf,“ sagði Sigmundur Davíð. Formaðurinn var meðal annars spurður af þáttastjórnendum hvort hann teldi Sjálfstæðisflokkinn taka hagsmuni fárra fram yfir hagsmuni heildarinnar. „Það er eðlilegt að hafa fulltrúa ákveðinna sjónarmiða inn á þingi. Ef við skoðum til að mynda lífeyrissjóðina og verkalýðshreyfinguna þá hefur Samfylkingin varið þeirra hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðan verið að verja hagsmuni annara hópa sem þeir telja sig vera í forsvari fyrir.“Ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur tvíbókar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta í byrjun vikunnar. Athygli vakti að Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. „Ég var með fjölskyldunni á ferðalagi sem var löngu búið að ákveða. Þessi dagsetning lá líka fyrir fyrir löngu en þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég tvíbóka daga,“ sagði Sigmundur. Hann segist hafa sent nýjum forseta kveðju og hann muni hitta hann í mat á næstu dögum. „Mér fannst samt skemmtilegt hve ákveðnir aðilar söknuðu mín miðað við hvað þeir eru alltaf rosalega pirraðir þegar ég er síðan á staðnum. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43
Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum