FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2016 19:00 Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félagið muni höfða dómsmál samþykki Alþingi samningana í breyttri mynd. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kynnti í gær drög að nefndaráliti vegna búvörusamninga en nefndin leggur til að hennar mati róttækar breytingar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir vissulega ljósa punkta í tillögum nefndarinnar en þær feli í sér viðurkenningu á þrennu. „Í fyrsta lagi að þetta samningaferli sem fór fram út frá mjög þröngum hagsmunum og fleiri röddum var ekki hleypt að borðinu var mistök. Það á greinilega að vinda ofan af þessum vinnubrögðum í framtíðinni,“ segir Ólafur. Í öðru lagi að ástandið á íslenskum mjólkurmarkaði brjóti gegn samkeppnislögum. „Í þriðja lagi rökstyður nefndin það að bjóða ekki út tollkvóta á upprunamerktum ostum þannig að þeir séu ekki í beinni samkeppni við innlendan landbúnað. Það er jákvætt. En í því felst líka viðurkenning á því að þetta uppboðsfyrirkomulag sem að við höfum lengi gagnrýnt er ígildi verndartolls,“ segir Ólafur.Láta reyna á málsókn Félag atvinnurekenda hefur haft til skoðunar að höfða dómsmál til að hnekkja samningunum, verði þeir samþykktir á Alþingi. Aðspurður um hvort félagið muni halda því til streitu eftir þessar breytingar segir Ólafur að í til að mynda samningnum um nautgriparækt séu enn þá ákvæði sem brjóti gegn stjórnarskrá og ráðherra hafi ekki haft neina heimild til að semja um. „Það er annars vegar að viðhalda þessari einokun og samkeppnisleysi á mjólkurmarkaði. Hins vegar að semja við einkaaðila, sem er Bændasamtökin, um að hækka skatta á öðrum einkaaðilum, sem eru innflytjendur matvöru. Þetta er enn þá þarna inni í samningnum. Ef Alþingi samþykkir samninginn með þessum ákvæðum þá sé ég ekki annað en að við látum á okkar málsókn reyna,“ segir Ólafur. Búvörusamningar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félagið muni höfða dómsmál samþykki Alþingi samningana í breyttri mynd. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kynnti í gær drög að nefndaráliti vegna búvörusamninga en nefndin leggur til að hennar mati róttækar breytingar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir vissulega ljósa punkta í tillögum nefndarinnar en þær feli í sér viðurkenningu á þrennu. „Í fyrsta lagi að þetta samningaferli sem fór fram út frá mjög þröngum hagsmunum og fleiri röddum var ekki hleypt að borðinu var mistök. Það á greinilega að vinda ofan af þessum vinnubrögðum í framtíðinni,“ segir Ólafur. Í öðru lagi að ástandið á íslenskum mjólkurmarkaði brjóti gegn samkeppnislögum. „Í þriðja lagi rökstyður nefndin það að bjóða ekki út tollkvóta á upprunamerktum ostum þannig að þeir séu ekki í beinni samkeppni við innlendan landbúnað. Það er jákvætt. En í því felst líka viðurkenning á því að þetta uppboðsfyrirkomulag sem að við höfum lengi gagnrýnt er ígildi verndartolls,“ segir Ólafur.Láta reyna á málsókn Félag atvinnurekenda hefur haft til skoðunar að höfða dómsmál til að hnekkja samningunum, verði þeir samþykktir á Alþingi. Aðspurður um hvort félagið muni halda því til streitu eftir þessar breytingar segir Ólafur að í til að mynda samningnum um nautgriparækt séu enn þá ákvæði sem brjóti gegn stjórnarskrá og ráðherra hafi ekki haft neina heimild til að semja um. „Það er annars vegar að viðhalda þessari einokun og samkeppnisleysi á mjólkurmarkaði. Hins vegar að semja við einkaaðila, sem er Bændasamtökin, um að hækka skatta á öðrum einkaaðilum, sem eru innflytjendur matvöru. Þetta er enn þá þarna inni í samningnum. Ef Alþingi samþykkir samninginn með þessum ákvæðum þá sé ég ekki annað en að við látum á okkar málsókn reyna,“ segir Ólafur.
Búvörusamningar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira