Hollensk kona slasaðist á göngu á Íslandi: Leitar að bjargvættum sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2016 14:44 Hollensk kona sem slasaðist á Leirhnjúk leitar nú að bjargvættum sínum sem báru hana niður. Mynd/The Star Hollensk hjón, Mia og Fred Flipse, sem ferðuðust um Ísland í sumar leita nú að kanadískum ferðamönnum sem komu þeim til bjargar á Leirhnjúki í Mývatnssveit eftir að Mia féll um stein og brákaði ökkla. Fjallað er um málið á vef kanadíska fjölmiðilsins Star en hjónin leituðu til Star í von um að þau gætu fundið kanadísku ferðamennina og þakkað þeim kærlega fyrir aðstoðina. Mia og Fred voru ein á göngu upp Leirhnjúk þegar Mia féll við og gat ekki haldið áfram göngu. Í umfjöllun Star segir að parið hafi fundið fyrir vonleysi eitt og yfirgefið í hrauninu þegar tíu manna hóp bar að. Hópurinn, sem var frá Toronto í Kanada, gerði sér lítið fyrir og bar konuna niður í öruggt skjól. „Við vorum svo glöð að þeir skyldu birtast. Þeir voru svo hjálpsamir og indælir. Við erum mjög þakklát en skömmumst okkur fyrir það að hafa ekki fengið nöfnin hjá þeim svo við gætum þakkað þeim kærlega fyrir,“ sögðu hjónin í samtali við Star. Leituðu þau því til blaðamanns Star í von um að þau gætu komist í samband við hópinn sem kom þeim til bjargar. Í ljós kom að Mia hafði brákað ökkla á þremur stöðum og fór hún í aðgerð vegna meiðslanna hér á landi áður en hún hélt heim á leið til Hollands. Segja hjónin að bjargvættirnir hafi verið á aldrinum 20-30 ára og vonast þau til þess að lesendur Star geti hjálpað þeim að komast í samband við ferðamennina. „Við viljum þakka þeim kærlega fyrir. Við erum hrærð yfir því að það er svona gott fólk til í heiminum,“ sögðu hjónin. „Við vonum að þið getið hjálpað okkur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Hollensk hjón, Mia og Fred Flipse, sem ferðuðust um Ísland í sumar leita nú að kanadískum ferðamönnum sem komu þeim til bjargar á Leirhnjúki í Mývatnssveit eftir að Mia féll um stein og brákaði ökkla. Fjallað er um málið á vef kanadíska fjölmiðilsins Star en hjónin leituðu til Star í von um að þau gætu fundið kanadísku ferðamennina og þakkað þeim kærlega fyrir aðstoðina. Mia og Fred voru ein á göngu upp Leirhnjúk þegar Mia féll við og gat ekki haldið áfram göngu. Í umfjöllun Star segir að parið hafi fundið fyrir vonleysi eitt og yfirgefið í hrauninu þegar tíu manna hóp bar að. Hópurinn, sem var frá Toronto í Kanada, gerði sér lítið fyrir og bar konuna niður í öruggt skjól. „Við vorum svo glöð að þeir skyldu birtast. Þeir voru svo hjálpsamir og indælir. Við erum mjög þakklát en skömmumst okkur fyrir það að hafa ekki fengið nöfnin hjá þeim svo við gætum þakkað þeim kærlega fyrir,“ sögðu hjónin í samtali við Star. Leituðu þau því til blaðamanns Star í von um að þau gætu komist í samband við hópinn sem kom þeim til bjargar. Í ljós kom að Mia hafði brákað ökkla á þremur stöðum og fór hún í aðgerð vegna meiðslanna hér á landi áður en hún hélt heim á leið til Hollands. Segja hjónin að bjargvættirnir hafi verið á aldrinum 20-30 ára og vonast þau til þess að lesendur Star geti hjálpað þeim að komast í samband við ferðamennina. „Við viljum þakka þeim kærlega fyrir. Við erum hrærð yfir því að það er svona gott fólk til í heiminum,“ sögðu hjónin. „Við vonum að þið getið hjálpað okkur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira