23 ára reynslubolti gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 17:42 Ísak vill verða fulltrúi yngstu kynslóðarinnar á þingi. Vísir/Aðsend Ísak Ernir Kristinsson, 23 ára verkefnastjóri og nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ísak vill verða fulltrúi sinnar kynslóðar, yngstu kynslóðarinnar á vinnumarkaði, á Alþingi. „Kynslóðin sem ég tilheyri, sem er yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, hefur á margan hátt aðra sýn og þarfir en fyrri kynslóðir. Það er mikilvægt að löggjafaþingið taki mið af þeirra þörfum, sérstaklega þegar kemur að menntamálum, velferðamálum og húsnæðismálum. Það er mikilvægt að þessi kynslóð eigi sér málsvara á Alþingi. Ég vil vera þeirra fulltrúi. Einnig er mikilvægt að ráðist verði í auknar úrbætur á samgöngukerfinu. Þar hefur fjárfestingaþörfin safnast upp í mörg ár,“ segir Ísak í tilkynningu. Hann rekur lítið gistiheimili ásamt fjölskyldu sinni í Reykjanesbæ og hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri og gegnt hinum ýmsum störfum fyrir flokkinn, m.a verið formaður Heimis, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur. Í dag er ég varaformaður Fulltrúaráðs SSF í Reykjanesbæ og einnig á ég sæti í stjórn SUS. Ég er sitjandi varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og sit í Velferðanefnd bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.“ Ísak gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en spennandi kosningar eru framundan fyrir kjördæmið þar sem þrír Sjálfstæðismenn, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra, Páll Magnússon umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni og fyrrum útvarpsstjóri og Ásmundur Friðriksson þingmaður hafa lýst yfir vilja til þess að leiða listann í komandi alþingiskosningum. Þá hyggur Árni Johnsen, fyrrum þingmaður sem hlaut uppreist æru árið 2006 eftir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram í eitt af efstu sætum listans. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Ragnheiður Elín Árnadóttir fær harða samkeppni um fyrsta sætið. 10. ágúst 2016 17:01 Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Ísak Ernir Kristinsson, 23 ára verkefnastjóri og nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ísak vill verða fulltrúi sinnar kynslóðar, yngstu kynslóðarinnar á vinnumarkaði, á Alþingi. „Kynslóðin sem ég tilheyri, sem er yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, hefur á margan hátt aðra sýn og þarfir en fyrri kynslóðir. Það er mikilvægt að löggjafaþingið taki mið af þeirra þörfum, sérstaklega þegar kemur að menntamálum, velferðamálum og húsnæðismálum. Það er mikilvægt að þessi kynslóð eigi sér málsvara á Alþingi. Ég vil vera þeirra fulltrúi. Einnig er mikilvægt að ráðist verði í auknar úrbætur á samgöngukerfinu. Þar hefur fjárfestingaþörfin safnast upp í mörg ár,“ segir Ísak í tilkynningu. Hann rekur lítið gistiheimili ásamt fjölskyldu sinni í Reykjanesbæ og hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri og gegnt hinum ýmsum störfum fyrir flokkinn, m.a verið formaður Heimis, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur. Í dag er ég varaformaður Fulltrúaráðs SSF í Reykjanesbæ og einnig á ég sæti í stjórn SUS. Ég er sitjandi varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og sit í Velferðanefnd bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.“ Ísak gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en spennandi kosningar eru framundan fyrir kjördæmið þar sem þrír Sjálfstæðismenn, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra, Páll Magnússon umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni og fyrrum útvarpsstjóri og Ásmundur Friðriksson þingmaður hafa lýst yfir vilja til þess að leiða listann í komandi alþingiskosningum. Þá hyggur Árni Johnsen, fyrrum þingmaður sem hlaut uppreist æru árið 2006 eftir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram í eitt af efstu sætum listans.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Ragnheiður Elín Árnadóttir fær harða samkeppni um fyrsta sætið. 10. ágúst 2016 17:01 Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Ragnheiður Elín Árnadóttir fær harða samkeppni um fyrsta sætið. 10. ágúst 2016 17:01
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16
Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14