Haukur Logi vill leiða lista Framsóknarflokksins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. ágúst 2016 13:52 Haukur Logi Karlsson Haukur Logi Karlsson, lögfræðingur, býður sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður. Haukur Logi útskrifaðist með lagagráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og bætti við sig LLM gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 2009. Fra árinu 2012 hefur hann stundað doktorsnám í samkeppnisrétti við Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu. Samhliða námi starfaði Haukur við járnabindingar til ársins 2007. Einnig hefur hann starfað sem lögfræðingur á samkeppnis- og ríkisstyrkjasviði Eftirlistsstofnunar EFTA í Brussel á árunum 2009-2012 og starfaði um tíma á árinu 2016 við EFTA dómstólinn í Lúxemborg. Haukur Logi hefur starfað í Framsóknarflokknum frá árinu 1998. Hann var formaður félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík 2002-2003 og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 2003-2005. Haukur sat í Samgöngunefnd og Umhverfisráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Reykjavíkurlistans á kjörtímabilinu 2002-2006. Haukur hefur einnig starfað að félagsmálum stúdenta. Hann var formaður Bandalags íslenskra námsmanna 2006-2007 og tók á þeim tíma sæti sem varamaður í stjórn LÍN og í Nýsköpunarsjóði námsmanna. Haukur Logi aðhyllist stjórnmálaheimspeki frjálslyndis og félagshyggju auk þess að hafa sérstakan áhuga á umbótum á lýðræðiskerfinu sem hafa verið á döfunni frá því vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar hófst árið 2009. „Stærstu mistökin við stjórnarskrárvinnuna var að færast of mikið í fang. Með því að blanda saman endurskoðun réttindaskrárinnar við endurskoðun sjálfs stofnana arkitektúrs lýðveldisins varð hið síðara pólitískt hlaðnaðra en það hefðu þurft að vera. Í þessari vinnu hefur mönnum yfirsést að ná má fram mikilvægum umbótum á borð við jöfnun atkvæðavægis, þjóðaratkvæðagreiðslur í krafti áskorana almennings, og uppstokkun á starfsháttum Alþingins með einföldum og lágstemdum breytingum á kosningalögum og þingsköpum,“ segir í framboðstilkynningu frá Hauki Loga. Haukur Logi er giftur Áslaugu Dögg lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn saman; Aríu þriggja ára og Kára eins árs. Kosningar 2016 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Haukur Logi Karlsson, lögfræðingur, býður sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður. Haukur Logi útskrifaðist með lagagráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og bætti við sig LLM gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 2009. Fra árinu 2012 hefur hann stundað doktorsnám í samkeppnisrétti við Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu. Samhliða námi starfaði Haukur við járnabindingar til ársins 2007. Einnig hefur hann starfað sem lögfræðingur á samkeppnis- og ríkisstyrkjasviði Eftirlistsstofnunar EFTA í Brussel á árunum 2009-2012 og starfaði um tíma á árinu 2016 við EFTA dómstólinn í Lúxemborg. Haukur Logi hefur starfað í Framsóknarflokknum frá árinu 1998. Hann var formaður félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík 2002-2003 og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 2003-2005. Haukur sat í Samgöngunefnd og Umhverfisráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Reykjavíkurlistans á kjörtímabilinu 2002-2006. Haukur hefur einnig starfað að félagsmálum stúdenta. Hann var formaður Bandalags íslenskra námsmanna 2006-2007 og tók á þeim tíma sæti sem varamaður í stjórn LÍN og í Nýsköpunarsjóði námsmanna. Haukur Logi aðhyllist stjórnmálaheimspeki frjálslyndis og félagshyggju auk þess að hafa sérstakan áhuga á umbótum á lýðræðiskerfinu sem hafa verið á döfunni frá því vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar hófst árið 2009. „Stærstu mistökin við stjórnarskrárvinnuna var að færast of mikið í fang. Með því að blanda saman endurskoðun réttindaskrárinnar við endurskoðun sjálfs stofnana arkitektúrs lýðveldisins varð hið síðara pólitískt hlaðnaðra en það hefðu þurft að vera. Í þessari vinnu hefur mönnum yfirsést að ná má fram mikilvægum umbótum á borð við jöfnun atkvæðavægis, þjóðaratkvæðagreiðslur í krafti áskorana almennings, og uppstokkun á starfsháttum Alþingins með einföldum og lágstemdum breytingum á kosningalögum og þingsköpum,“ segir í framboðstilkynningu frá Hauki Loga. Haukur Logi er giftur Áslaugu Dögg lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn saman; Aríu þriggja ára og Kára eins árs.
Kosningar 2016 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira