Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum nordicphotos/AFP Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. Viðaukinn sem um ræðir fjallar um að Bandaríkjamenn eigi rétt á að bera skotvopn og sögðu margir Trump vera að ýja að því að stuðningsmenn viðaukans og þar með byssueignar gætu komið í veg fyrir skerðingu á þeim rétti með ofbeldi. Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, hefur lengi talað fyrir því að herða þurfi reglur um byssueign. Trump lét ummælin falla á kosningafundi í Norður-Karólínu fyrr í vikunni. „Hillary vill í raun afnema annan viðaukann. Ef hún fær að velja sér hæstaréttardómara getið þið ekkert gert. En annarsviðaukafólkið gæti kannski gert eitthvað. Ég veit það ekki,“ sagði Trump. Hann vísaði þar til þess að eitt laust sæti er í hæstarétti Bandaríkjanna. Þá sagði kosningastjóri Clinton ummælin hættuleg. Sá sem hvetti til ofbeldis ætti ekki erindi í forsetaembættið. En Trump varði ummælin á Twitter: „Fjölmiðlar reyna í örvæntingu sinni að draga athyglina frá andstöðu Clinton við stjórnarskrána. Ég sagði að stuðningsmenn annars viðaukans gætu skipulagt sig og kosið einhvern annan en Clinton!“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. Viðaukinn sem um ræðir fjallar um að Bandaríkjamenn eigi rétt á að bera skotvopn og sögðu margir Trump vera að ýja að því að stuðningsmenn viðaukans og þar með byssueignar gætu komið í veg fyrir skerðingu á þeim rétti með ofbeldi. Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, hefur lengi talað fyrir því að herða þurfi reglur um byssueign. Trump lét ummælin falla á kosningafundi í Norður-Karólínu fyrr í vikunni. „Hillary vill í raun afnema annan viðaukann. Ef hún fær að velja sér hæstaréttardómara getið þið ekkert gert. En annarsviðaukafólkið gæti kannski gert eitthvað. Ég veit það ekki,“ sagði Trump. Hann vísaði þar til þess að eitt laust sæti er í hæstarétti Bandaríkjanna. Þá sagði kosningastjóri Clinton ummælin hættuleg. Sá sem hvetti til ofbeldis ætti ekki erindi í forsetaembættið. En Trump varði ummælin á Twitter: „Fjölmiðlar reyna í örvæntingu sinni að draga athyglina frá andstöðu Clinton við stjórnarskrána. Ég sagði að stuðningsmenn annars viðaukans gætu skipulagt sig og kosið einhvern annan en Clinton!“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent