Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 10:14 Anna Sigurlaug segir að markmiðið hafi verið að taka eiginmann sinn niður. Vísir/Valli „Þetta snerist bara um það að fella forsætisráðherrann. [...] Miðað við það hversu ljótur leikur þetta var og hvernig þetta teygði sig út fyrir landsteinana þá kæmi mér ekkert á óvart þó einhverjir úr hópi kröfuhafanna hafi ýtt undir þessa umfjöllun og séð sér verulegan hag í því að velta forsætisráðherra landsins úr sessi,“ segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir. Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að á árunum 2007-2015 hafi þau greitt um 300 milljónir í skatt, að meðferð fjármunanna í félaginu stæðust ávallt alla skoðun og að þau hafi ekki grunað að „sakleysislegar ákvarðanir“ yrðu til þes að Sigmundur þyrfti að láta af embætti forsætisráðherra. Viðtal sjónvarpsmanns frá sænska ríkissjónvarpinu við Sigmund Davíð ferðaðist víða eftir umfjöllun um Panamaskjölin. Sigmundur Davíð hringdi strax í Önnu eftir að viðtalinu lauk og hún fann að hann var í miklu uppnámi. „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug. Viðtalið í heild má lesa í Morgunblaðinu. Kosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Þetta snerist bara um það að fella forsætisráðherrann. [...] Miðað við það hversu ljótur leikur þetta var og hvernig þetta teygði sig út fyrir landsteinana þá kæmi mér ekkert á óvart þó einhverjir úr hópi kröfuhafanna hafi ýtt undir þessa umfjöllun og séð sér verulegan hag í því að velta forsætisráðherra landsins úr sessi,“ segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir. Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að á árunum 2007-2015 hafi þau greitt um 300 milljónir í skatt, að meðferð fjármunanna í félaginu stæðust ávallt alla skoðun og að þau hafi ekki grunað að „sakleysislegar ákvarðanir“ yrðu til þes að Sigmundur þyrfti að láta af embætti forsætisráðherra. Viðtal sjónvarpsmanns frá sænska ríkissjónvarpinu við Sigmund Davíð ferðaðist víða eftir umfjöllun um Panamaskjölin. Sigmundur Davíð hringdi strax í Önnu eftir að viðtalinu lauk og hún fann að hann var í miklu uppnámi. „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug. Viðtalið í heild má lesa í Morgunblaðinu.
Kosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43
Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46