Börn á hrakningi vegna Boko Haram guðsteinn bjarnason skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Nígerískir hermenn ásamt ungum mönnum sem bjargað var frá Boko Haram samtökunum fyrr á árinu. Fréttablaðið/EPA Árum saman hafa ofbeldismennirnir í Boko Haram haldið stóru landsvæði í kringum Tsjad-vatn í heljargreipum. Milljónir manna hafa hrakist að heiman eða búa við ógnarstjórn samtakanna. Alls eru um 2,6 milljónir manna, þar af eru 1,4 milljónir barna, á vergangi. Til viðbótar er óttast að um 2,2 milljónir manna séu innikróaðar á því svæði, þar sem samtökin leika lausum hala. Um helmingur þeirra, rúmlega ein milljón, er á barnsaldri. Óttast er að á þessu ári muni alvarleg vannæring hrjá um 475 þúsund börn á þessu svæði, og hefur þeim þá fjölgað úr 175 þúsund frá ársbyrjun. Þetta kemur fram í skýrslu sem UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér í vikunni.Bawayao er tíu ára. Hana dreymir um að verða kennari. Hún heldur þarna á yngri systur sinni, Aicha. Þær eru í flóttamannabúðum á vegum UNICEF í Garin Wazam í Níger.Mynd/UNICEFÍ tilkynningu frá Unicef segir Manuel Fontaine, svæðisstjóri samtakanna í Vestur- og Mið-Afríku, að ástandið á Tsjad-vatnasvæðinu komi svo hart niður á börnum að það ætti að vera ofarlega á verkefnalista þeirra sem sinna málefnum flóttafólks í heiminum. „Þarfirnar eru orðnar meiri en svo að viðbrögðin hafi undan, ekki síst nú eftir að svæði í norðaustanverðri Nígeríu, sem áður var ekki hægt að komast inn á, eru orðin aðgengileg,” bætti hann við. Fjögur lönd eru á vatnasvæði Tsjad-vatns: Nígería, Kamerún, Tsjad og Níger. Vígasveitir Boko Haram hafa haft stór svæði í öllum þessum löndum á sínu valdi, halda þar uppi ógnarstjórn og reyna að þröngva upp á fólk sinni eigin öfgatúlkun á íslam.Þessir menn voru handteknir í Nígeríu í febrúar, grunaðir um að hafa starfað með Boko Haram. Fréttablaðið/EPAFlestir þeirra sem hrakist hafa frá heimilum sínum, eða átta af hverjum tíu, hafa til bráðabirgða fengið inni hjá ættingjum eða nágrönnum. Þetta eykur mjög álag á almenning á þessu svæði, þar sem fátæktin var meiri fyrir en víðast hvar í heiminum. Þá kemur fram í skýrslunni að það sem af er árinu hafi líklega 38 börn verið notuð til að gera sjálfsvígsárásir í löndunum fjórum. Þar með eru þau orðin 68, börnin sem notuð hafa verið til slíkra árása frá og með árinu 2014. Níger Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Árum saman hafa ofbeldismennirnir í Boko Haram haldið stóru landsvæði í kringum Tsjad-vatn í heljargreipum. Milljónir manna hafa hrakist að heiman eða búa við ógnarstjórn samtakanna. Alls eru um 2,6 milljónir manna, þar af eru 1,4 milljónir barna, á vergangi. Til viðbótar er óttast að um 2,2 milljónir manna séu innikróaðar á því svæði, þar sem samtökin leika lausum hala. Um helmingur þeirra, rúmlega ein milljón, er á barnsaldri. Óttast er að á þessu ári muni alvarleg vannæring hrjá um 475 þúsund börn á þessu svæði, og hefur þeim þá fjölgað úr 175 þúsund frá ársbyrjun. Þetta kemur fram í skýrslu sem UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér í vikunni.Bawayao er tíu ára. Hana dreymir um að verða kennari. Hún heldur þarna á yngri systur sinni, Aicha. Þær eru í flóttamannabúðum á vegum UNICEF í Garin Wazam í Níger.Mynd/UNICEFÍ tilkynningu frá Unicef segir Manuel Fontaine, svæðisstjóri samtakanna í Vestur- og Mið-Afríku, að ástandið á Tsjad-vatnasvæðinu komi svo hart niður á börnum að það ætti að vera ofarlega á verkefnalista þeirra sem sinna málefnum flóttafólks í heiminum. „Þarfirnar eru orðnar meiri en svo að viðbrögðin hafi undan, ekki síst nú eftir að svæði í norðaustanverðri Nígeríu, sem áður var ekki hægt að komast inn á, eru orðin aðgengileg,” bætti hann við. Fjögur lönd eru á vatnasvæði Tsjad-vatns: Nígería, Kamerún, Tsjad og Níger. Vígasveitir Boko Haram hafa haft stór svæði í öllum þessum löndum á sínu valdi, halda þar uppi ógnarstjórn og reyna að þröngva upp á fólk sinni eigin öfgatúlkun á íslam.Þessir menn voru handteknir í Nígeríu í febrúar, grunaðir um að hafa starfað með Boko Haram. Fréttablaðið/EPAFlestir þeirra sem hrakist hafa frá heimilum sínum, eða átta af hverjum tíu, hafa til bráðabirgða fengið inni hjá ættingjum eða nágrönnum. Þetta eykur mjög álag á almenning á þessu svæði, þar sem fátæktin var meiri fyrir en víðast hvar í heiminum. Þá kemur fram í skýrslunni að það sem af er árinu hafi líklega 38 börn verið notuð til að gera sjálfsvígsárásir í löndunum fjórum. Þar með eru þau orðin 68, börnin sem notuð hafa verið til slíkra árása frá og með árinu 2014.
Níger Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira