Loks eftirlit með hlerun lögreglunnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Innanríkisráðherra hefur lagt til við Alþingi að tekið verði upp eftirlit með lögreglu þegar dómstólar veita heimild til þess að hlera eða taka upp fjarskipti einstaklings. Á það við um síma, tölvu eða önnur fjarskipti. Samkvæmt gildandi lögum er enginn sem fylgist með því hvernig lögreglan notar hlerunarheimildir. Það eru liðin rúm 17 ár síðan sérstök nefnd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins undir forystu Bjargar Thorarensen skilaði af sér viðamikilli skýrslu um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglu. Nefndin bendir á að hlerun sé alvarlegasta röskunin á friðhelgi einkalífsins og persónuvernd og lagði til að skipaður yrði lögmaður til þess að gæta hagsmuna þess sem lögreglan fær heimild til þess að fylgjast með. Það er nauðsynlegt að mati nefndarinnar til þess að tryggja að lögreglan fylgi lagafyrirmælum og þannig verði eflt réttaröryggi borganna. Vísað er til þess að þetta fyrirkomulag sé meðal annars í Danmörku, en íslensku lögin eru byggð á dönsku löggjöfinni. Eðlilega veit sá grunaði ekki af aðgerðum lögreglu en jafn eðlilegt er að einhver hafi eftirlit með lögreglunni og gæti þess að hún fylgi settum lögum og reglum. Þetta er aldagamalt vandamál og minna má á rómverska máltækið: hver gætir varðanna sem settir eru til þess að gæta öryggis borgaranna? Á árunum 2008-2012 samþykktu dómstólar 868 heimildir fyrir símhlerun og synjuðu aðeins 6 beiðnum. Steinbergur Finnbogason héraðsdómslögmaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið og benti á alvarlega vankanta á þessu fyrirkomulagi.Á kostnað almennings Ráðherrann hafnaði tillögu nefndarinnar þegar hann lagði fyrir Alþingi árið 2007 tillögur um endurskoðun á meðferð sakamála. Að þessu leyti var áfram óbreytt fyrirkomulag. Þá lagði ég fram frumvarp þar sem sett voru inn ákvæði um réttargæslumann í samræmi við ákvæði dönsku laganna. Þótt það fengi ágætar undirtektir hjá þeim þingmönnum sem til máls tóku þá réð meira andstaða „varðanna“ svo sem embætta Ríkislögreglustjóra og Ákærendafélags Íslands (Helgi Magnús Gunnarsson) og tillagan náði ekki fram að ganga. Hagsmunaaðilarnir vildu ekki una sömu starfsskilyrðum og starfsfélagar þeirra í Danmörku og Noregi búa við og fengu því framgengt að hér væri sérákvæði á kostnað réttinda borgaranna. Nú loksins á árinu 2016 er stuðningur við tillögur nefndarinnar frá 1999. Innanríkisráðherrann hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um það atriði. Ráðherrann vísar til gagnrýni frá lögmönnum um takmarkað eftirlit með símahlustunum og telur þörf á því að tryggja réttaröryggi þeirra sem sæta eftirliti lögreglu. Það er svo í höndum Alþingis að afgreiða lagabreytinguna fyrir komandi kosningar. Reynslan undanfarin 17 ár hefur væntanlega breytt afstöðu aðila sem 2007 voru andvígir tillögunni en eru núna samþykkir. Hins vegar lá það fyrir strax 1999 að það gengur ekki að láta aðila hafa eftirlit með sjálfum sér. Það þurfti ekki að bíða þennan tíma til þess að sannfærast um það. Niðurstaðan er að í fámennu þjóðfélagi ráða hagsmunaaðilar meiru um löggjöf en eðlilegt er og það er á kostnað almennings.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur lagt til við Alþingi að tekið verði upp eftirlit með lögreglu þegar dómstólar veita heimild til þess að hlera eða taka upp fjarskipti einstaklings. Á það við um síma, tölvu eða önnur fjarskipti. Samkvæmt gildandi lögum er enginn sem fylgist með því hvernig lögreglan notar hlerunarheimildir. Það eru liðin rúm 17 ár síðan sérstök nefnd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins undir forystu Bjargar Thorarensen skilaði af sér viðamikilli skýrslu um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglu. Nefndin bendir á að hlerun sé alvarlegasta röskunin á friðhelgi einkalífsins og persónuvernd og lagði til að skipaður yrði lögmaður til þess að gæta hagsmuna þess sem lögreglan fær heimild til þess að fylgjast með. Það er nauðsynlegt að mati nefndarinnar til þess að tryggja að lögreglan fylgi lagafyrirmælum og þannig verði eflt réttaröryggi borganna. Vísað er til þess að þetta fyrirkomulag sé meðal annars í Danmörku, en íslensku lögin eru byggð á dönsku löggjöfinni. Eðlilega veit sá grunaði ekki af aðgerðum lögreglu en jafn eðlilegt er að einhver hafi eftirlit með lögreglunni og gæti þess að hún fylgi settum lögum og reglum. Þetta er aldagamalt vandamál og minna má á rómverska máltækið: hver gætir varðanna sem settir eru til þess að gæta öryggis borgaranna? Á árunum 2008-2012 samþykktu dómstólar 868 heimildir fyrir símhlerun og synjuðu aðeins 6 beiðnum. Steinbergur Finnbogason héraðsdómslögmaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið og benti á alvarlega vankanta á þessu fyrirkomulagi.Á kostnað almennings Ráðherrann hafnaði tillögu nefndarinnar þegar hann lagði fyrir Alþingi árið 2007 tillögur um endurskoðun á meðferð sakamála. Að þessu leyti var áfram óbreytt fyrirkomulag. Þá lagði ég fram frumvarp þar sem sett voru inn ákvæði um réttargæslumann í samræmi við ákvæði dönsku laganna. Þótt það fengi ágætar undirtektir hjá þeim þingmönnum sem til máls tóku þá réð meira andstaða „varðanna“ svo sem embætta Ríkislögreglustjóra og Ákærendafélags Íslands (Helgi Magnús Gunnarsson) og tillagan náði ekki fram að ganga. Hagsmunaaðilarnir vildu ekki una sömu starfsskilyrðum og starfsfélagar þeirra í Danmörku og Noregi búa við og fengu því framgengt að hér væri sérákvæði á kostnað réttinda borgaranna. Nú loksins á árinu 2016 er stuðningur við tillögur nefndarinnar frá 1999. Innanríkisráðherrann hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um það atriði. Ráðherrann vísar til gagnrýni frá lögmönnum um takmarkað eftirlit með símahlustunum og telur þörf á því að tryggja réttaröryggi þeirra sem sæta eftirliti lögreglu. Það er svo í höndum Alþingis að afgreiða lagabreytinguna fyrir komandi kosningar. Reynslan undanfarin 17 ár hefur væntanlega breytt afstöðu aðila sem 2007 voru andvígir tillögunni en eru núna samþykkir. Hins vegar lá það fyrir strax 1999 að það gengur ekki að láta aðila hafa eftirlit með sjálfum sér. Það þurfti ekki að bíða þennan tíma til þess að sannfærast um það. Niðurstaðan er að í fámennu þjóðfélagi ráða hagsmunaaðilar meiru um löggjöf en eðlilegt er og það er á kostnað almennings.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar