Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2016 14:04 Sigurður Ingi var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ári. Vísir/GVA Foreldrar barna í Salaskóla í Kópavogi eru margir hverjir áhyggjufullir yfir því að börn þeirra gætu hitt fyrir dæmdan kynferðisbrotamann í Versalalaug. Hann hefur verið gestur í lauginni að kvöldi til en skólahald er nýhafið í Kópavogi og skólasund á næsta leyti. Skólastjórinn í Salaskóla segir að vandlega sé fylgst „með þessum málum og gripið inn í þegar svo ber undir.“ Stundin greindi fyrst frá. Sigurður Ingi Þórðarson sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í september í fyrra hefur hafið afplánun undir rafrænu eftirliti og gengur með ökklaband eftir að hafa setið inni á Litla-Hrauni einn þriðja af dómi sínum. DV greindi frá málinu í gær. Ástæðan er nýleg lög sem gera það að verkum að afplánun innan veggja fangelsis styttist til muna og er almenna reglan sú að menn sitji inni einn þriðja af dómi sínum, sem virðist einmitt vera í tilfelli Sigurðar sem löngum hefur verið titlaður Siggi hakkari.Sjá einnig:Dómurinn yfir Sigurði Inga Sigurður hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Braut Sigurður fjörutíu sinnum á einum drengnum og fimmtán sinnum á öðrum. Alls var um að ræða tæplega sjötíu brot en Sigurður bauð drengjunum, sem allir voru á táningsaldri, himinháar peningagreiðslur og vilyrði fyrir kynmök. Þá lofaði hann sumum að laga einkunnir þeirra með því að hakka sig inn í tölvukerfi skólanna. Var hann dæmdur til að greiða piltunum níu alls 8,6 milljónir króna í skaðabætur. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salasóla. Ein móðir í Salahverfi skrifar á Facebook: „Vil upplýsa ykkur um að fanginn var í sundlauginni í Salahverfi í gærkvöldi, með ökklabandið. Er það eðlilegt að maður sem hefur fengið dóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum geti áður en hann lýkur dómnum stundað sundlaugar og sturtuklefa með börnunum okkar undir rafrænu eftirliti?? Einhvers staðar verða vondir að vera en við erum að tala um mann sem hefur tæplega lokið 1/3 af KYNFERÐISBROTAdómi sínum gegn mörgum drengjum og kemst óáreittur í sturtu og sund að eigin vali, sturtuklefi jafnvel fullur af drengjum. Þetta getur ekki talist eðlilegt né sanngjarnt.“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla undanfarin fimmtán ár, svarar áhyggjufullum foreldrum í Salahverfinu á Facebook-síðu foreldra. Segir hann að vandlega sé fylgst með málinu bæði í Salaskóla og Versalalaug og gripið inn í ef svo ber undir og haft samband við lögreglu. Þá séu baðverðir í gæslu í baðklefum en þeir séu starfsmenn sundlaugarinnar. Í einhverjum tilfellum fari starfsmenn í Salaskóla með yngri krökkum til að aðstoða þá í baðklefum. Skipulögð fræðsla sé í skólanum um mál sem þessi og börnum leiðbeint hvernig bregðast eigi við. Þá sé mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín og leggi þeim reglurnar. „Allir verða að vera á varðbergi hvað þessi mál varðar.“ Mikilvægt sé að fókusinn í umræðunni sé skýr og því sé rétt að geta þess að fjölskylda Sigurðar búi í hverfinu og eigi barn í Salaskóla.Uppfært klukkan 15:55Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að foreldrar barna í Salaskóla væru áhyggjufullir að dæmdur kynferðisbrotamaður væri í sundi á sama tíma og skólasund færi fram. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir umræddan kynferðisbrotamann aðeins hafa sést í lauginni að kvöldi til og auk þess sé skólasund ekki hafið þetta árið. Beðist er velvirðingar á fyrri framsetningu fréttarinnar. Mál Sigga hakkara Sundlaugar Kópavogur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira
Foreldrar barna í Salaskóla í Kópavogi eru margir hverjir áhyggjufullir yfir því að börn þeirra gætu hitt fyrir dæmdan kynferðisbrotamann í Versalalaug. Hann hefur verið gestur í lauginni að kvöldi til en skólahald er nýhafið í Kópavogi og skólasund á næsta leyti. Skólastjórinn í Salaskóla segir að vandlega sé fylgst „með þessum málum og gripið inn í þegar svo ber undir.“ Stundin greindi fyrst frá. Sigurður Ingi Þórðarson sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í september í fyrra hefur hafið afplánun undir rafrænu eftirliti og gengur með ökklaband eftir að hafa setið inni á Litla-Hrauni einn þriðja af dómi sínum. DV greindi frá málinu í gær. Ástæðan er nýleg lög sem gera það að verkum að afplánun innan veggja fangelsis styttist til muna og er almenna reglan sú að menn sitji inni einn þriðja af dómi sínum, sem virðist einmitt vera í tilfelli Sigurðar sem löngum hefur verið titlaður Siggi hakkari.Sjá einnig:Dómurinn yfir Sigurði Inga Sigurður hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Braut Sigurður fjörutíu sinnum á einum drengnum og fimmtán sinnum á öðrum. Alls var um að ræða tæplega sjötíu brot en Sigurður bauð drengjunum, sem allir voru á táningsaldri, himinháar peningagreiðslur og vilyrði fyrir kynmök. Þá lofaði hann sumum að laga einkunnir þeirra með því að hakka sig inn í tölvukerfi skólanna. Var hann dæmdur til að greiða piltunum níu alls 8,6 milljónir króna í skaðabætur. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salasóla. Ein móðir í Salahverfi skrifar á Facebook: „Vil upplýsa ykkur um að fanginn var í sundlauginni í Salahverfi í gærkvöldi, með ökklabandið. Er það eðlilegt að maður sem hefur fengið dóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum geti áður en hann lýkur dómnum stundað sundlaugar og sturtuklefa með börnunum okkar undir rafrænu eftirliti?? Einhvers staðar verða vondir að vera en við erum að tala um mann sem hefur tæplega lokið 1/3 af KYNFERÐISBROTAdómi sínum gegn mörgum drengjum og kemst óáreittur í sturtu og sund að eigin vali, sturtuklefi jafnvel fullur af drengjum. Þetta getur ekki talist eðlilegt né sanngjarnt.“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla undanfarin fimmtán ár, svarar áhyggjufullum foreldrum í Salahverfinu á Facebook-síðu foreldra. Segir hann að vandlega sé fylgst með málinu bæði í Salaskóla og Versalalaug og gripið inn í ef svo ber undir og haft samband við lögreglu. Þá séu baðverðir í gæslu í baðklefum en þeir séu starfsmenn sundlaugarinnar. Í einhverjum tilfellum fari starfsmenn í Salaskóla með yngri krökkum til að aðstoða þá í baðklefum. Skipulögð fræðsla sé í skólanum um mál sem þessi og börnum leiðbeint hvernig bregðast eigi við. Þá sé mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín og leggi þeim reglurnar. „Allir verða að vera á varðbergi hvað þessi mál varðar.“ Mikilvægt sé að fókusinn í umræðunni sé skýr og því sé rétt að geta þess að fjölskylda Sigurðar búi í hverfinu og eigi barn í Salaskóla.Uppfært klukkan 15:55Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að foreldrar barna í Salaskóla væru áhyggjufullir að dæmdur kynferðisbrotamaður væri í sundi á sama tíma og skólasund færi fram. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir umræddan kynferðisbrotamann aðeins hafa sést í lauginni að kvöldi til og auk þess sé skólasund ekki hafið þetta árið. Beðist er velvirðingar á fyrri framsetningu fréttarinnar.
Mál Sigga hakkara Sundlaugar Kópavogur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira