Hvað er r* og af hverju er það mikilvægt? lars christensen skrifar 24. ágúst 2016 10:00 Um helgina hélt næstæðsti embættismaður á sviði peningamálastefnu Bandaríkjanna, Stanley Fischer aðstoðarseðlabankastjóri, erindi þar sem hann fjallaði um stöðu bandaríska hagkerfisins. Það mikilvægasta sem frá Stanley Fischer kom var klárlega að hægt hefur á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum og að neikvæð lýðfræðiþróun muni einnig draga úr möguleikunum á langtímahagvexti þar í landi. Fischer sagði að þetta drægi dilk á eftir sér varðandi peningamálastefnu Bandaríkjanna þar sem minni vöxtur á vergri landsframleiðslu þýddi að r* hefði líka fallið. r* er hugtak sem hagfræðingar nota um það sem kallað er „eðlilegt“ eða „hlutlaust“ vaxtastig, sem er það vaxtastig sem tryggir að verðbólga samræmist markmiðum seðlabankans og hagkerfið starfi almennt með fullum afköstum. Ef r* er til langframa lægra – miklu lægra – en við héldum fyrir 5-10 árum – þá þýðir það líka að þeir lágu stýrivextir sem nú eru í Bandaríkjunum, og reyndar í heiminum, eru sennilega varanlegir í eðli sínu. Um leið þýðir það að peningamálastefnan sé kannski ekki alveg eins „hagfelld“ og oft er sagt að hún sé, sem þýðir að það sé lítil ástæða til að hækka stýrivexti í Bandaríkjunum á næstunni.Hið nýja samhljóða álit FOMCFischer er ekki fyrsti háttsetti embættismaður seðlabankans sem segir slíkt. Reyndar virðist nýtt samhljóða álit vera að myndast á meðal meðlima hinnar mikilvægu nefndar Seðlabankans, Federal Open Market Committee. Á síðustu tveim vikum hafa þannig forstjóri svæðisseðlabankans í Dallas, Robert Kaplan, og forstjóri svæðisseðlabankans í San Francisco, John Williams, báðir bent á að r* sé líklega mjög lágt og að Seðlabankinn ætti að taka það með í reikninginn þegar hann ákveður peningamálastefnu sína. Athyglisverðast er að John Williams hefur lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti kannski að breyta peningamálastefnu sinni frá núverandi verðbólgumarkmiði sínu yfir í, til dæmis, markmið fyrir nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þá lægi Seðlabankanum miklu minna á að hækka stýrivexti og sýndi þannig merki um að Seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti á næstunni. Ummæli Williams gætu opnað dyrnar fyrir grunnumræðu um skipan peningamálastefnu Seðlabankans og við gætum hafið þá umræðu í næstu viku þegar seðlabankastjórar hvaðanæva úr heiminum hittast á árlegu málþingi svæðisseðlabankans í Kansas City um efnahagsstefnu í Jackson Hole í Wyoming. Þátttakendur af fjármálamarkaðnum munu fylgjast sérstaklega með því hvort Janet Yellen seðlabankastjóri tjái sig eitthvað í ræðu sinni á föstudaginn um r* og hvaða vísbendingar það muni gefa, ekki bara um peningamálastefnuna í náinni framtíð, heldur einnig um skipan peningamálastefnunnar í heild sinni. Ef Yellen nefnir að r* hafi fallið væri það líka merki til fjármálamarkaðanna um að það verði engin ástæða til að hækka stýrivexti á þessu ári og því yrði vissulega fagnað af alþjóðlegum fjárfestum á verðbréfamörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Um helgina hélt næstæðsti embættismaður á sviði peningamálastefnu Bandaríkjanna, Stanley Fischer aðstoðarseðlabankastjóri, erindi þar sem hann fjallaði um stöðu bandaríska hagkerfisins. Það mikilvægasta sem frá Stanley Fischer kom var klárlega að hægt hefur á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum og að neikvæð lýðfræðiþróun muni einnig draga úr möguleikunum á langtímahagvexti þar í landi. Fischer sagði að þetta drægi dilk á eftir sér varðandi peningamálastefnu Bandaríkjanna þar sem minni vöxtur á vergri landsframleiðslu þýddi að r* hefði líka fallið. r* er hugtak sem hagfræðingar nota um það sem kallað er „eðlilegt“ eða „hlutlaust“ vaxtastig, sem er það vaxtastig sem tryggir að verðbólga samræmist markmiðum seðlabankans og hagkerfið starfi almennt með fullum afköstum. Ef r* er til langframa lægra – miklu lægra – en við héldum fyrir 5-10 árum – þá þýðir það líka að þeir lágu stýrivextir sem nú eru í Bandaríkjunum, og reyndar í heiminum, eru sennilega varanlegir í eðli sínu. Um leið þýðir það að peningamálastefnan sé kannski ekki alveg eins „hagfelld“ og oft er sagt að hún sé, sem þýðir að það sé lítil ástæða til að hækka stýrivexti í Bandaríkjunum á næstunni.Hið nýja samhljóða álit FOMCFischer er ekki fyrsti háttsetti embættismaður seðlabankans sem segir slíkt. Reyndar virðist nýtt samhljóða álit vera að myndast á meðal meðlima hinnar mikilvægu nefndar Seðlabankans, Federal Open Market Committee. Á síðustu tveim vikum hafa þannig forstjóri svæðisseðlabankans í Dallas, Robert Kaplan, og forstjóri svæðisseðlabankans í San Francisco, John Williams, báðir bent á að r* sé líklega mjög lágt og að Seðlabankinn ætti að taka það með í reikninginn þegar hann ákveður peningamálastefnu sína. Athyglisverðast er að John Williams hefur lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti kannski að breyta peningamálastefnu sinni frá núverandi verðbólgumarkmiði sínu yfir í, til dæmis, markmið fyrir nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þá lægi Seðlabankanum miklu minna á að hækka stýrivexti og sýndi þannig merki um að Seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti á næstunni. Ummæli Williams gætu opnað dyrnar fyrir grunnumræðu um skipan peningamálastefnu Seðlabankans og við gætum hafið þá umræðu í næstu viku þegar seðlabankastjórar hvaðanæva úr heiminum hittast á árlegu málþingi svæðisseðlabankans í Kansas City um efnahagsstefnu í Jackson Hole í Wyoming. Þátttakendur af fjármálamarkaðnum munu fylgjast sérstaklega með því hvort Janet Yellen seðlabankastjóri tjái sig eitthvað í ræðu sinni á föstudaginn um r* og hvaða vísbendingar það muni gefa, ekki bara um peningamálastefnuna í náinni framtíð, heldur einnig um skipan peningamálastefnunnar í heild sinni. Ef Yellen nefnir að r* hafi fallið væri það líka merki til fjármálamarkaðanna um að það verði engin ástæða til að hækka stýrivexti á þessu ári og því yrði vissulega fagnað af alþjóðlegum fjárfestum á verðbréfamörkuðum.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar