Guðmundur vill þriðja sæti hjá Samfylkingunni 22. ágúst 2016 09:14 Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Helstu baráttumál Guðmundar Ara eru að auka jöfnuð valds, peninga og tækifæra á Íslandi. „Ég tel að kraftar mínir væru vel nýttir inni á Alþingi og í baráttunni fyrir auknum jöfnuði og bættum tækifærum fólks óháð aldri, efnahag og félagslegri stöðu. Næstu kosningar muna skipta sköpum fyrir framtíð Íslands þar sem kjósendur munu velja á milli jafnaðarmanna og ójafnaðarmanna. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir því að bæta stöðu ungs fólks, aldraðra, öryrkja og þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Þær aðgerðir sem ráðist verður í verða fjármagnaðar með því að sækja stærri hlut af þeim arði sem skapast af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir upptöku nýrrar stjórnarskrár og því að fjölga möguleikum fólks til að sækja sér fyrsta flokks menntun og heilbrigðisþjónustu óháð aldri, félagslegri stöðu og efnahag. Ríkisstjórn ójafnaðarmanna hefur á þessu kjörtímabili barist fyrir lækkun veiðigjalda og einföldun á skattkerfinu sem nýtist þeim best sem eiga mest. Ójafnaðarmenn vilja aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, þeir lokuðu framhaldsskólum fyrir öllum 25 ára og eldri og hafa tekið stöðu gegn kerfisbreytingum og nýrri stjórnarskrá til að halda völdum hjá stjórnmálamönnum og þannig frá almenningi.”Stefnumál: Auka jöfnuð valds í landinu: - Taka upp nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs - Kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið Auka jöfnuð peninga í landinu: - Hækka skattleysismörk - Afnema skerðingar og tekjutengingar í almannatryggingarkerfinu - Hækka veiðigjöld - Hækka skatta á þá ríkustu - Hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu Auka jöfn tækifæri í landinu: - Opna framhaldsskólana fyrir 25 ára og eldri - Auka framboð á húsnæði í búsetaréttarkerfum - Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi - Breyta hluta námslána í námsstyrk, minnka tekjutengingar og viðhalda jöfnunarhlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna - Hækka barnabætur og afnema tekjutengingu - Hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs og lengja það í 12 mánuðiUm Guðmund Ara Guðmundur Ari er giftur Nönnu Árnadóttur íþróttafræðingi og saman eiga þau strákana Árna Berg og Kjartan Kára. Guðmundur Ari er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands og hefur starfað við æskulýðsmál síðastliðin 8 ár. Guðmundur Ari hefur starfað sem aðstoðar- og stundakennari á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og gegnt stöðu formanns Félags fagfólks í frítímaþjónustu síðastliðin tvö ár. Ásamt þessum verkefnum hefur Guðmundur Ari setið fyrir hönd Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, bæjarráði og skólanefnd Seltjarnarnesbæjar síðastliðin tvö ár og stundar nú nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar á Facebooksíðu Guðmundar. Kosningar 2016 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Helstu baráttumál Guðmundar Ara eru að auka jöfnuð valds, peninga og tækifæra á Íslandi. „Ég tel að kraftar mínir væru vel nýttir inni á Alþingi og í baráttunni fyrir auknum jöfnuði og bættum tækifærum fólks óháð aldri, efnahag og félagslegri stöðu. Næstu kosningar muna skipta sköpum fyrir framtíð Íslands þar sem kjósendur munu velja á milli jafnaðarmanna og ójafnaðarmanna. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir því að bæta stöðu ungs fólks, aldraðra, öryrkja og þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Þær aðgerðir sem ráðist verður í verða fjármagnaðar með því að sækja stærri hlut af þeim arði sem skapast af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Jafnaðarmenn munu berjast fyrir upptöku nýrrar stjórnarskrár og því að fjölga möguleikum fólks til að sækja sér fyrsta flokks menntun og heilbrigðisþjónustu óháð aldri, félagslegri stöðu og efnahag. Ríkisstjórn ójafnaðarmanna hefur á þessu kjörtímabili barist fyrir lækkun veiðigjalda og einföldun á skattkerfinu sem nýtist þeim best sem eiga mest. Ójafnaðarmenn vilja aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, þeir lokuðu framhaldsskólum fyrir öllum 25 ára og eldri og hafa tekið stöðu gegn kerfisbreytingum og nýrri stjórnarskrá til að halda völdum hjá stjórnmálamönnum og þannig frá almenningi.”Stefnumál: Auka jöfnuð valds í landinu: - Taka upp nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs - Kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið Auka jöfnuð peninga í landinu: - Hækka skattleysismörk - Afnema skerðingar og tekjutengingar í almannatryggingarkerfinu - Hækka veiðigjöld - Hækka skatta á þá ríkustu - Hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu Auka jöfn tækifæri í landinu: - Opna framhaldsskólana fyrir 25 ára og eldri - Auka framboð á húsnæði í búsetaréttarkerfum - Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi - Breyta hluta námslána í námsstyrk, minnka tekjutengingar og viðhalda jöfnunarhlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna - Hækka barnabætur og afnema tekjutengingu - Hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs og lengja það í 12 mánuðiUm Guðmund Ara Guðmundur Ari er giftur Nönnu Árnadóttur íþróttafræðingi og saman eiga þau strákana Árna Berg og Kjartan Kára. Guðmundur Ari er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands og hefur starfað við æskulýðsmál síðastliðin 8 ár. Guðmundur Ari hefur starfað sem aðstoðar- og stundakennari á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og gegnt stöðu formanns Félags fagfólks í frítímaþjónustu síðastliðin tvö ár. Ásamt þessum verkefnum hefur Guðmundur Ari setið fyrir hönd Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, bæjarráði og skólanefnd Seltjarnarnesbæjar síðastliðin tvö ár og stundar nú nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar á Facebooksíðu Guðmundar.
Kosningar 2016 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum