Höskuldur segir ótækt að boða ekki til flokksþings fyrir kosningar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2016 18:47 Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Daníel/Valli Mikil óánægja er meðal Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi eftir að tillaga um að flýta flokksþingi flokksins var felld með naumum meirihluta í dag. Þingmaður flokksins segir niðurstöðuna vonbrigði og það sé ótækt að ganga til kosninga án þess að boða til flokksþings. Flokksþing hefur æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins en á þinginu er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari. Samkvæmt reglum flokksins eru tvær leiðir til að boða til þess. Annars vegar getur miðstjórn flokksins boðað til flokksþings og hins vegar er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Þrjú kjördæmisþing voru haldin í dag – á Suðurlandi, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Í Suðurkjördæmi, sem er kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, var tillaga um að halda flokksþing fyrir kosningar og kjósa þannig um nýja forystu, samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í Norðvesturkjördæmi var slík tillaga samþykkt samhljóða. Í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins, var tillagan hins vegar felld með naumum meirihluta. „Ég er fyrst og fremst vonsvikinn að þetta hafi orðið niðurstaðan. Ég hélt að það væri augljóst og að það lægi fyrir að núverandi forysta og þá á ég við alla þá sem að eru í forystu flokksins, þar á meðal ég, þurfum að endurnýja umboð okkar á flokksþingi,” segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þar sé einnig mörkuð stefna fyrir komandi kosningar. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé algjörlega ótækt að það verði ekki flokksþing áður en við göngum til kosninga,” segir Höskuldur. Framsóknarflokkurinn á fjóra þingmenn í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu greiddu tveir þingmenn atkvæði með því að boðað yrði til flokksþings, þau Líneik Anna Sævarsdóttir og Höskuldur Þórhallsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Mikil óánægja er meðal Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi eftir að tillaga um að flýta flokksþingi flokksins var felld með naumum meirihluta í dag. Þingmaður flokksins segir niðurstöðuna vonbrigði og það sé ótækt að ganga til kosninga án þess að boða til flokksþings. Flokksþing hefur æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins en á þinginu er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari. Samkvæmt reglum flokksins eru tvær leiðir til að boða til þess. Annars vegar getur miðstjórn flokksins boðað til flokksþings og hins vegar er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Þrjú kjördæmisþing voru haldin í dag – á Suðurlandi, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Í Suðurkjördæmi, sem er kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, var tillaga um að halda flokksþing fyrir kosningar og kjósa þannig um nýja forystu, samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í Norðvesturkjördæmi var slík tillaga samþykkt samhljóða. Í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins, var tillagan hins vegar felld með naumum meirihluta. „Ég er fyrst og fremst vonsvikinn að þetta hafi orðið niðurstaðan. Ég hélt að það væri augljóst og að það lægi fyrir að núverandi forysta og þá á ég við alla þá sem að eru í forystu flokksins, þar á meðal ég, þurfum að endurnýja umboð okkar á flokksþingi,” segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þar sé einnig mörkuð stefna fyrir komandi kosningar. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé algjörlega ótækt að það verði ekki flokksþing áður en við göngum til kosninga,” segir Höskuldur. Framsóknarflokkurinn á fjóra þingmenn í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu greiddu tveir þingmenn atkvæði með því að boðað yrði til flokksþings, þau Líneik Anna Sævarsdóttir og Höskuldur Þórhallsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira