Bara á Íslandi Logi Bergmann Eiðsson skrifar 20. ágúst 2016 10:00 Eitt merkilegasta samtal sem ég hef átt var við vinnufélaga minn. Hann gekk upp að mér, algjörlega upp úr þurru, og spurði: Heldur þú að það sé alltaf fínt heima hjá öðru fólki? Já. Heldur þú að það sé alltaf nóg pláss í skápunum hjá því? Já! Heldur þú að þar sé alltaf allt í röð og reglu? Já! Svo gekk hann bara í burtu. Það tók mig smástund að átta mig á þessu en svo fannst mér eins og ég hefði náð einhverri visku. Leyndarmáli sem aðeins örfáir hefðu heyrt um. Hvað ef það er ekki alltaf fínt hjá öðru fólki? Hvað ef það er ekki bara alltaf drasl heima hjá mér? Það er nefnilega þannig að við sjáum aldrei drasl. Hefur einhver flett upp í tímariti þar sem fólk var að sýna íbúð sem ekki leit út eins og þar hefði aldrei barn stigið inn fæti? Hefur einhver einhvern tímann auglýst íbúð með myndum þar sem manni finnst ekki eins og rétt í þessu hafi einhver klárað að laga til?* Hefur Sindri Sindrason einhvern tímann troðið sér inn í hús þar sem hver hlutur er ekki á nákvæmlega sínum stað? Nei. Meira að segja í útlöndum er þetta svona. Af hverju haldið þið að ef þið viljið láta börnin ykkar leika við dönsku vini sína þá sé tilkynnt að það gangi í viku 34? Við teljum alltaf að það sé merki um hve aðrar þjóðir séu rosalega skipulagðar í daglega lífinu. Nei. Þetta eru bara ósköp venjuleg plebbaleg viðbrögð við að einhver sjái allt draslið.Á góðan staðSko, ég er ekki að tala um að það eigi allt að vera á haus en það er algjör óþarfi að vera alltaf á taugum þó að hlutir séu ekki allir á nákvæmlega réttum stað. Raunar er það þannig að þegar ég set eitthvað á góðan stað þá er það nánast trygging fyrir því að ég finni það aldrei aftur. En við erum viðkvæm fyrir því sem fólki finnst. Um daginn var ég, sem svo oft áður, að leita að dóttur minni, sem á það til að týnast. Kallaði inn um opnar dyr hjá nágranna okkar og vissulega var hún þar. Nema. Ástkær eiginkona mín fékk svo skilaboð frá móðurinni um að vonandi hefði mér ekki ofboðið draslið. Ha? Hvaða drasl? Ég sá ekkert.Hvergi nema hérÞetta tengist nefnilega því sem er einhvers konar óöryggi í okkur. Við höldum alltaf að allt sé betra annarstaðar. Hversu oft heyrum við ekki að eitthvað geti nú hvergi gerst nema á Íslandi? Þeir sem kvarta til dæmis mest yfir túristabúðum í miðbæ Reykjavíkur virðast hreinlega ekki hafa komið í miðbæinn í flestum borgum Evrópu. Þeir sem hneykslast á skorti á almenningssalernum virðast aldrei hafa komið til Parísar, þar sem hlandlyktin liggur yfir borginni. Þeir sem kvarta yfir gatnakerfinu hafa klárlega aldrei reynt að berjast við ítalska eða gríska umferð. Ef við erum ósátt við eitthvað þá höldum við svo oft að þetta sé eitthvað séríslenskt. Stundum virðumst við vera þjökuð af blöndu af minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Það sem gerist hér er yfirleitt það besta eða versta í heimi. En kannski er þetta ekki svo einfalt. Er möguleiki að það sem við býsnumst/montum okkur yfir sé bara eðlilegur hluti af daglegu lífi fólks í venjulegu og óspennandi þjóðfélagi? Og það sem meira er: Í útlöndum er líka stundum rok og rigning, glataðir pólitíkusar, misskipting, svifryk, launamunur, karlremba, Dunkin Donuts, rasismi, of fáar löggur, skrifræði, frek börn og nánast allt sem er hér. Nema verðtrygging. En það er önnur saga?… *Það hefur reyndar einu sinni gerst að auglýst var íbúð sem var ekki alveg búið að taka til í. Það endaði sem frétt í flestum vefmiðlum. FASTEIGNAAUGLÝSING ÁRSINS: GLEYMDI AÐ TAKA TIL – MYNDIR! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt merkilegasta samtal sem ég hef átt var við vinnufélaga minn. Hann gekk upp að mér, algjörlega upp úr þurru, og spurði: Heldur þú að það sé alltaf fínt heima hjá öðru fólki? Já. Heldur þú að það sé alltaf nóg pláss í skápunum hjá því? Já! Heldur þú að þar sé alltaf allt í röð og reglu? Já! Svo gekk hann bara í burtu. Það tók mig smástund að átta mig á þessu en svo fannst mér eins og ég hefði náð einhverri visku. Leyndarmáli sem aðeins örfáir hefðu heyrt um. Hvað ef það er ekki alltaf fínt hjá öðru fólki? Hvað ef það er ekki bara alltaf drasl heima hjá mér? Það er nefnilega þannig að við sjáum aldrei drasl. Hefur einhver flett upp í tímariti þar sem fólk var að sýna íbúð sem ekki leit út eins og þar hefði aldrei barn stigið inn fæti? Hefur einhver einhvern tímann auglýst íbúð með myndum þar sem manni finnst ekki eins og rétt í þessu hafi einhver klárað að laga til?* Hefur Sindri Sindrason einhvern tímann troðið sér inn í hús þar sem hver hlutur er ekki á nákvæmlega sínum stað? Nei. Meira að segja í útlöndum er þetta svona. Af hverju haldið þið að ef þið viljið láta börnin ykkar leika við dönsku vini sína þá sé tilkynnt að það gangi í viku 34? Við teljum alltaf að það sé merki um hve aðrar þjóðir séu rosalega skipulagðar í daglega lífinu. Nei. Þetta eru bara ósköp venjuleg plebbaleg viðbrögð við að einhver sjái allt draslið.Á góðan staðSko, ég er ekki að tala um að það eigi allt að vera á haus en það er algjör óþarfi að vera alltaf á taugum þó að hlutir séu ekki allir á nákvæmlega réttum stað. Raunar er það þannig að þegar ég set eitthvað á góðan stað þá er það nánast trygging fyrir því að ég finni það aldrei aftur. En við erum viðkvæm fyrir því sem fólki finnst. Um daginn var ég, sem svo oft áður, að leita að dóttur minni, sem á það til að týnast. Kallaði inn um opnar dyr hjá nágranna okkar og vissulega var hún þar. Nema. Ástkær eiginkona mín fékk svo skilaboð frá móðurinni um að vonandi hefði mér ekki ofboðið draslið. Ha? Hvaða drasl? Ég sá ekkert.Hvergi nema hérÞetta tengist nefnilega því sem er einhvers konar óöryggi í okkur. Við höldum alltaf að allt sé betra annarstaðar. Hversu oft heyrum við ekki að eitthvað geti nú hvergi gerst nema á Íslandi? Þeir sem kvarta til dæmis mest yfir túristabúðum í miðbæ Reykjavíkur virðast hreinlega ekki hafa komið í miðbæinn í flestum borgum Evrópu. Þeir sem hneykslast á skorti á almenningssalernum virðast aldrei hafa komið til Parísar, þar sem hlandlyktin liggur yfir borginni. Þeir sem kvarta yfir gatnakerfinu hafa klárlega aldrei reynt að berjast við ítalska eða gríska umferð. Ef við erum ósátt við eitthvað þá höldum við svo oft að þetta sé eitthvað séríslenskt. Stundum virðumst við vera þjökuð af blöndu af minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Það sem gerist hér er yfirleitt það besta eða versta í heimi. En kannski er þetta ekki svo einfalt. Er möguleiki að það sem við býsnumst/montum okkur yfir sé bara eðlilegur hluti af daglegu lífi fólks í venjulegu og óspennandi þjóðfélagi? Og það sem meira er: Í útlöndum er líka stundum rok og rigning, glataðir pólitíkusar, misskipting, svifryk, launamunur, karlremba, Dunkin Donuts, rasismi, of fáar löggur, skrifræði, frek börn og nánast allt sem er hér. Nema verðtrygging. En það er önnur saga?… *Það hefur reyndar einu sinni gerst að auglýst var íbúð sem var ekki alveg búið að taka til í. Það endaði sem frétt í flestum vefmiðlum. FASTEIGNAAUGLÝSING ÁRSINS: GLEYMDI AÐ TAKA TIL – MYNDIR!
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar