Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Krakkarnir á Rauðhóli léku sér úti í blíðunni í gær. Á leikskólanum eru 212 börn og þarf að skera þar niður um sjö milljónir á næsta ári. Leikskólastjórinn er ráðþrota. Vísir/Eyþór Nær allir leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar hittust á óformlegum fundi í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti í gær til að ræða fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar. Fyrirvarinn var naumur en hitinn í fólki var mikill. „Það eru allir búnir að fá sig fullsadda af niðurskurði. Nú ætlum við að reyna að stöðva þessa vitleysu. Við erum algjörlega komin inn að beini,“ segir Guðrún Sólveig, leikskólastjóri á Rauðhól. Undanfarna daga hafa leikskólastjórar komið fram í fjölmiðlum og sagt fjárhagsstöðu leikskóla aldrei hafa verið jafn slæma. Frá hruni hafi leikskólar verið sveltir og að í ár hafi staðan verið sérlega erfið eftir enn meiri niðurskurð í málaflokknum. Í síðustu viku tók steininn úr þegar rekstrarniðurstöður fyrir árið 2015 voru kynntar með þeim skilaboðum til leikskólastjóra að spara þurfi enn meira, þar sem leikskólar taka tapið frá fyrra ári með sér inn í nýtt ár.Guðrún Sólveig, leikskólastjóri Rauðhóls, ásamt kátum leikskólakrökkum í sólinni í gær. Guðrún þarf að skera niður um sjö milljónir á næsta ári og er algjörlega ráðþrota. Vísir/Eyþór„Það er mikil samstaða og samhugur meðal stjórnenda. Nú ætlum við að ganga fram og skrifa ályktun um málið. Það er í vinnslu í þessum töluðum orðum,“ segir Guðrún Sólveig. Leikskólastjórar ætla svo að afhenda borgarstjóra ályktunina klukkan ellefu í dag í ráðhúsinu. En gerir Guðrún ráð fyrir að ályktun muni hafa áhrif? „Við gerum ráð fyrir að hlustað verði á okkur, við erum ekki vön að standa upp og vera með læti. En nú er okkur nóg boðið,“ svarar Guðrún. Leikskólastjórar vilja að hætt verði við þá ákvörðun að leikskólar fari inn í nýtt rekstrarár með skuldir fyrra árs á bakinu. „Og að leikskólar fái það fjármagn sem þeir þurfa fyrir eðlilegan rekstur,“ segir Guðrún og nefnir dæmi um alls kyns sparnað síðustu átta árin sem hefur laskað starf leikskólanna. Helst hefur verið skorið niður í stærstu kostnaðarliðunum, í mat og starfsmannahaldi. „Við reynum að ráða starfsfólk í eldhúsið sem kann að nýta allt. Við notum til að mynda hafragrautinn í brauðið. Svo skerum við niður þar sem við getum. Fyrir rúmu ári hættum við til að mynda að gefa börnunum lýsi. Þar spöruðum við einhverja þúsundkalla. Við þurfum nefnilega að horfa í hverja einustu krónu.“ Guðrún Sólveig viðurkennir að mikil þreyta sé komin í starfsfólk leikskóla en einnig miklar áhyggjur af starfinu og börnunum. „Sífellt fleiri börn eru hér lengri daga en á meðan er verið að skerða gæðin. Starfsmenn reyna að gera eins vel og þeir geta. Þótt við séum undirmönnuð og undir miklu álagi reynum við að ná öllum í fang og knúsa alla eins mikið og við getum í stað þess að vera í streitu og hraða. En nú erum við komin að þolmörkum,“ segir Guðrún Sólveig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
Nær allir leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar hittust á óformlegum fundi í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti í gær til að ræða fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar. Fyrirvarinn var naumur en hitinn í fólki var mikill. „Það eru allir búnir að fá sig fullsadda af niðurskurði. Nú ætlum við að reyna að stöðva þessa vitleysu. Við erum algjörlega komin inn að beini,“ segir Guðrún Sólveig, leikskólastjóri á Rauðhól. Undanfarna daga hafa leikskólastjórar komið fram í fjölmiðlum og sagt fjárhagsstöðu leikskóla aldrei hafa verið jafn slæma. Frá hruni hafi leikskólar verið sveltir og að í ár hafi staðan verið sérlega erfið eftir enn meiri niðurskurð í málaflokknum. Í síðustu viku tók steininn úr þegar rekstrarniðurstöður fyrir árið 2015 voru kynntar með þeim skilaboðum til leikskólastjóra að spara þurfi enn meira, þar sem leikskólar taka tapið frá fyrra ári með sér inn í nýtt ár.Guðrún Sólveig, leikskólastjóri Rauðhóls, ásamt kátum leikskólakrökkum í sólinni í gær. Guðrún þarf að skera niður um sjö milljónir á næsta ári og er algjörlega ráðþrota. Vísir/Eyþór„Það er mikil samstaða og samhugur meðal stjórnenda. Nú ætlum við að ganga fram og skrifa ályktun um málið. Það er í vinnslu í þessum töluðum orðum,“ segir Guðrún Sólveig. Leikskólastjórar ætla svo að afhenda borgarstjóra ályktunina klukkan ellefu í dag í ráðhúsinu. En gerir Guðrún ráð fyrir að ályktun muni hafa áhrif? „Við gerum ráð fyrir að hlustað verði á okkur, við erum ekki vön að standa upp og vera með læti. En nú er okkur nóg boðið,“ svarar Guðrún. Leikskólastjórar vilja að hætt verði við þá ákvörðun að leikskólar fari inn í nýtt rekstrarár með skuldir fyrra árs á bakinu. „Og að leikskólar fái það fjármagn sem þeir þurfa fyrir eðlilegan rekstur,“ segir Guðrún og nefnir dæmi um alls kyns sparnað síðustu átta árin sem hefur laskað starf leikskólanna. Helst hefur verið skorið niður í stærstu kostnaðarliðunum, í mat og starfsmannahaldi. „Við reynum að ráða starfsfólk í eldhúsið sem kann að nýta allt. Við notum til að mynda hafragrautinn í brauðið. Svo skerum við niður þar sem við getum. Fyrir rúmu ári hættum við til að mynda að gefa börnunum lýsi. Þar spöruðum við einhverja þúsundkalla. Við þurfum nefnilega að horfa í hverja einustu krónu.“ Guðrún Sólveig viðurkennir að mikil þreyta sé komin í starfsfólk leikskóla en einnig miklar áhyggjur af starfinu og börnunum. „Sífellt fleiri börn eru hér lengri daga en á meðan er verið að skerða gæðin. Starfsmenn reyna að gera eins vel og þeir geta. Þótt við séum undirmönnuð og undir miklu álagi reynum við að ná öllum í fang og knúsa alla eins mikið og við getum í stað þess að vera í streitu og hraða. En nú erum við komin að þolmörkum,“ segir Guðrún Sólveig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45
Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45