Kosið um peninga og völd Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Nú styttist óðum í kosningar og allir flokkar á fullu í að manna framboðslista sína. Það fylgir alltaf kosningabaráttu að stjórnmálaflokkar fari í sparifötin og byrji loksins að tala um eldri borgara, ungt fólk og öryrkja. Það er því ekkert skrýtið að erfitt geti reynst að gera upp á milli stjórnmálaflokka í kosningabaráttu þar sem svo virðist sem allir vilji auka jöfnuð og velferð þessar síðustu vikur fyrir kjördag. Það getur því verið gott að fjarlægja kosningaloforðin og allt umstangið sem fylgir kosningum og líta á stóru myndina. Næstu alþingiskosningar munu snúast í megindráttum um tvo hluti, peninga og völd, og mun baráttan verða á milli ójafnaðarmanna og jafnaðarmanna. Ójafnaðarmenn sem nú eru í ríkisstjórn hafa gefið það út að þeir vilji einfalda skattkerfið og snúa baki við þrepaskiptu skattkerfi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að fjölga skattþrepum og hækka persónuafslátt til að lækka skatta á þá sem hafa minnst á milli handanna en hækka þá á þá sem eru tekjuhæstir í samfélaginu. Þannig vilja jafnaðarmenn auka ráðstöfunartekjur þeirra sem nú hafa minnst á milli handanna á kostnað þeirra sem synda í seðlum. Ójafnaðarmenn hafa gefið það út að þeir vilji berjast gegn nýrri stjórnarskrá, halda þannig völdum hjá valdhöfum og auðlindum frá almenningi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að færa völdin í auknum mæli til almennings og tryggja það að auðlindir landsins og stærri hluti af þeim arði sem skapast sé í almannaeigu. Það er gert með nýrri stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs. Stjórnmál á Íslandi eru alls ekkert flókin þó svo að við eigum það til að flækja þau með því að fara út í endalausa rökræðu um tæknilegar útfærslur. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn en til þess að tryggja það að jafnaðarmenn leiði næstu ríkisstjórn þurfum við sem þjóð að sameinast um grunngildin í stað þess að rífast um smáatriðin. Þetta er ekki flókið, við viljum auka jöfnuð með því að auka vald og ráðstöfunartekjur almennings á Íslandi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú styttist óðum í kosningar og allir flokkar á fullu í að manna framboðslista sína. Það fylgir alltaf kosningabaráttu að stjórnmálaflokkar fari í sparifötin og byrji loksins að tala um eldri borgara, ungt fólk og öryrkja. Það er því ekkert skrýtið að erfitt geti reynst að gera upp á milli stjórnmálaflokka í kosningabaráttu þar sem svo virðist sem allir vilji auka jöfnuð og velferð þessar síðustu vikur fyrir kjördag. Það getur því verið gott að fjarlægja kosningaloforðin og allt umstangið sem fylgir kosningum og líta á stóru myndina. Næstu alþingiskosningar munu snúast í megindráttum um tvo hluti, peninga og völd, og mun baráttan verða á milli ójafnaðarmanna og jafnaðarmanna. Ójafnaðarmenn sem nú eru í ríkisstjórn hafa gefið það út að þeir vilji einfalda skattkerfið og snúa baki við þrepaskiptu skattkerfi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að fjölga skattþrepum og hækka persónuafslátt til að lækka skatta á þá sem hafa minnst á milli handanna en hækka þá á þá sem eru tekjuhæstir í samfélaginu. Þannig vilja jafnaðarmenn auka ráðstöfunartekjur þeirra sem nú hafa minnst á milli handanna á kostnað þeirra sem synda í seðlum. Ójafnaðarmenn hafa gefið það út að þeir vilji berjast gegn nýrri stjórnarskrá, halda þannig völdum hjá valdhöfum og auðlindum frá almenningi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að færa völdin í auknum mæli til almennings og tryggja það að auðlindir landsins og stærri hluti af þeim arði sem skapast sé í almannaeigu. Það er gert með nýrri stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs. Stjórnmál á Íslandi eru alls ekkert flókin þó svo að við eigum það til að flækja þau með því að fara út í endalausa rökræðu um tæknilegar útfærslur. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn en til þess að tryggja það að jafnaðarmenn leiði næstu ríkisstjórn þurfum við sem þjóð að sameinast um grunngildin í stað þess að rífast um smáatriðin. Þetta er ekki flókið, við viljum auka jöfnuð með því að auka vald og ráðstöfunartekjur almennings á Íslandi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun