Þarf að borga tvöfalt til að berja Bieber augum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. september 2016 07:00 Rut Þorsteinsdóttir notar ekki hjólastól dagsdaglega en hefur ekki þrótt í langar ferðir eða heila tónleika án hans. vísir/stefán Aðstoðarmanneskja Rutar Þorsteinsdóttur, konu með CP-fötlun, fær ekki að fylgja henni á tónleika Justins Bieber nema að keyptur sé sérstakur miði fyrir hana. Rut þarf því að kaupa tvo miða til að komast á tónleikana. Síðari tónleikar kanadíska popparans í Kópavogi fara fram í kvöld. Áætlað er að nærri 40.000 gestir verði á tvennum tónleikunum. „Þetta er afar hamlandi fyrir mig og þýðir að ég þarf að borga rúmlega þrjátíu þúsund krónur til að komast á tónleikana,“ segir Rut. Þegar Rut og fjölskylda hennar ræddu við Senu fengust þau svör að ekkert væri hægt að gera, ef Rut vildi fara á tónleikana þyrfti hún að kaupa annan miða.Sjá einnig:Mismunun tónleikagesta Víða erlendis, til að mynda á Norðurlöndunum, er sá háttur hafður á að aðstoðarmenn þroska- eða hreyfihamlaðra fái að fara með á tónleikana í fylgd með tónleikagestinum án sérstakrar greiðslu. Síðastliðinn vetur var Rut til að mynda í samskiptum við skipuleggjendur Eurovision og hefði hún látið verða af því að fara til Stokkhólms hefði aðstoðarmaðurinn fylgt með. CP-fötlun hefur stundum verið kölluð heilalömun á íslensku. Sjúkdómurinn er ein algengasta tegund hreyfihömlunar. irtingarmynd hans er afar mismunandi. Sumir sem glíma við hann þroskast næstum eðlilega en aðrir þurfa aðstoð við nánast allar athafnir daglegs lífs. „Ég þarf til dæmis ekki að nota hjólastól en ég hef ekki þrótt til að ganga lengi eða standa heila tónleika án aðstoðar,“ segir Rut. Af þeim sökum er hún ekki með liðveislu frá sveitarfélagi sínu eða aðstoðarmann í gegnum NPA. Slíkir aðstoðarmenn fá kostnað af tónleikum endurgreiddan. Á stærri tónleikum er að finna sérstakan pall fyrir einstaklinga með fötlun. Rut segir mjög misjafnt hvar slíkur pallur er staðsettur. „Þegar við fórum á Justin Timberlake var pallurinn alveg aftast í salnum. Ég kann betur við aðstöðuna í Laugardalshöllinni. Þar er pallurinn á milli stæðisins og stúkunnar og að auki eru stólar fyrir fylgdarmennina. Aðstaðan þar er betri en þar þarftu einnig að borga fyrir aðstoðarmanneskjuna,“ segir Rut. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bros á hverju andliti í Kórnum Ungir sem aldnir eru að upplifa kvöld sem verður vafalítið eftirminnilegt. 8. september 2016 21:20 Telja Bieber hafa verið að „mæma“ Justin Beiber tók 20 lög á tónleikunum og stóðu þeir yfir í um einn og hálfan klukktíma. 8. september 2016 22:44 Bieber tók hokkíkylfurnar með, leigði Skautahöllina en mætti svo ekki Söngvarinn tók höllina á leigu frá klukkan 21 í gærkvöldi en færa þurfti til æfingu hjá hóp stúlkna sem æfa listdans á skautum. 8. september 2016 13:39 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Aðstoðarmanneskja Rutar Þorsteinsdóttur, konu með CP-fötlun, fær ekki að fylgja henni á tónleika Justins Bieber nema að keyptur sé sérstakur miði fyrir hana. Rut þarf því að kaupa tvo miða til að komast á tónleikana. Síðari tónleikar kanadíska popparans í Kópavogi fara fram í kvöld. Áætlað er að nærri 40.000 gestir verði á tvennum tónleikunum. „Þetta er afar hamlandi fyrir mig og þýðir að ég þarf að borga rúmlega þrjátíu þúsund krónur til að komast á tónleikana,“ segir Rut. Þegar Rut og fjölskylda hennar ræddu við Senu fengust þau svör að ekkert væri hægt að gera, ef Rut vildi fara á tónleikana þyrfti hún að kaupa annan miða.Sjá einnig:Mismunun tónleikagesta Víða erlendis, til að mynda á Norðurlöndunum, er sá háttur hafður á að aðstoðarmenn þroska- eða hreyfihamlaðra fái að fara með á tónleikana í fylgd með tónleikagestinum án sérstakrar greiðslu. Síðastliðinn vetur var Rut til að mynda í samskiptum við skipuleggjendur Eurovision og hefði hún látið verða af því að fara til Stokkhólms hefði aðstoðarmaðurinn fylgt með. CP-fötlun hefur stundum verið kölluð heilalömun á íslensku. Sjúkdómurinn er ein algengasta tegund hreyfihömlunar. irtingarmynd hans er afar mismunandi. Sumir sem glíma við hann þroskast næstum eðlilega en aðrir þurfa aðstoð við nánast allar athafnir daglegs lífs. „Ég þarf til dæmis ekki að nota hjólastól en ég hef ekki þrótt til að ganga lengi eða standa heila tónleika án aðstoðar,“ segir Rut. Af þeim sökum er hún ekki með liðveislu frá sveitarfélagi sínu eða aðstoðarmann í gegnum NPA. Slíkir aðstoðarmenn fá kostnað af tónleikum endurgreiddan. Á stærri tónleikum er að finna sérstakan pall fyrir einstaklinga með fötlun. Rut segir mjög misjafnt hvar slíkur pallur er staðsettur. „Þegar við fórum á Justin Timberlake var pallurinn alveg aftast í salnum. Ég kann betur við aðstöðuna í Laugardalshöllinni. Þar er pallurinn á milli stæðisins og stúkunnar og að auki eru stólar fyrir fylgdarmennina. Aðstaðan þar er betri en þar þarftu einnig að borga fyrir aðstoðarmanneskjuna,“ segir Rut. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bros á hverju andliti í Kórnum Ungir sem aldnir eru að upplifa kvöld sem verður vafalítið eftirminnilegt. 8. september 2016 21:20 Telja Bieber hafa verið að „mæma“ Justin Beiber tók 20 lög á tónleikunum og stóðu þeir yfir í um einn og hálfan klukktíma. 8. september 2016 22:44 Bieber tók hokkíkylfurnar með, leigði Skautahöllina en mætti svo ekki Söngvarinn tók höllina á leigu frá klukkan 21 í gærkvöldi en færa þurfti til æfingu hjá hóp stúlkna sem æfa listdans á skautum. 8. september 2016 13:39 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bros á hverju andliti í Kórnum Ungir sem aldnir eru að upplifa kvöld sem verður vafalítið eftirminnilegt. 8. september 2016 21:20
Telja Bieber hafa verið að „mæma“ Justin Beiber tók 20 lög á tónleikunum og stóðu þeir yfir í um einn og hálfan klukktíma. 8. september 2016 22:44
Bieber tók hokkíkylfurnar með, leigði Skautahöllina en mætti svo ekki Söngvarinn tók höllina á leigu frá klukkan 21 í gærkvöldi en færa þurfti til æfingu hjá hóp stúlkna sem æfa listdans á skautum. 8. september 2016 13:39