Píratar og Sjálfstæðisflokkur langstærstir Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. september 2016 07:44 Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mælast stærstir. Vísir/Stefán/GVA Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru enn stærstu stjórnmálaflokkar á Íslandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar fengju 29,5 prósent fylgi ef kosið væri nú og Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,2 prósent fylgi. Munurinn á milli flokkanna tveggja er innan vikmarka. Næstir á eftir koma Vinstri græn með 12,7 prósent fylgi og Framsóknarflokkurinn með 10,7 prósent fylgi. Munurinn á milli þessa tveggja flokka er líka innan skekkjumarka. Þá segjast 7,5 prósent ætla að kjósa Samfylkinguna og 6,7 prósent ætla að kjósa Viðreisn og er munurinn þar á milli líka innan vikmarka. Tvö prósent segjast síðan ætla að kjósa Bjarta framtíð. Fréttablaðið kannaði síðast fylgi við flokka dagana 23. og 24. maí. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn voru þá einnig með talsverða forystu, Sjálfstæðisflokkurinn með 31,5 prósent en Píratar með 28,5 prósent. Vinstri græn voru þá hins vegar með 18,1 prósent fylgi og hafa því tapað umtalsverðu fylgi yfir sumarið. Í könnuninni í maí var Viðreisn einungis með 1,1 prósent fylgi og hefur því bætt umtalsvert við sig. Könnun Fréttablaðsins og Vísis núna var gerð í gær og fyrrakvöld. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður, tilkynntu í gær að þau hygust ganga til liðs við Viðreisn. Búið var að hringja í liðlega helming svarenda þegar þau tilkynntu um framboð sitt. Þegar munurinn er borinn saman eftir kvöldum sést að tvö prósent fleiri sögðust ætla að kjósa Viðreisn seinna kvöldið en fyrrakvöldið. Sá munur er innan skekkumarka. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.164 manns þar til náðist í 795 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagna 6. og 7. september. Svarhlutfallið var 68,3 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt hvar: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferð sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 54,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2016 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru enn stærstu stjórnmálaflokkar á Íslandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar fengju 29,5 prósent fylgi ef kosið væri nú og Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,2 prósent fylgi. Munurinn á milli flokkanna tveggja er innan vikmarka. Næstir á eftir koma Vinstri græn með 12,7 prósent fylgi og Framsóknarflokkurinn með 10,7 prósent fylgi. Munurinn á milli þessa tveggja flokka er líka innan skekkjumarka. Þá segjast 7,5 prósent ætla að kjósa Samfylkinguna og 6,7 prósent ætla að kjósa Viðreisn og er munurinn þar á milli líka innan vikmarka. Tvö prósent segjast síðan ætla að kjósa Bjarta framtíð. Fréttablaðið kannaði síðast fylgi við flokka dagana 23. og 24. maí. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn voru þá einnig með talsverða forystu, Sjálfstæðisflokkurinn með 31,5 prósent en Píratar með 28,5 prósent. Vinstri græn voru þá hins vegar með 18,1 prósent fylgi og hafa því tapað umtalsverðu fylgi yfir sumarið. Í könnuninni í maí var Viðreisn einungis með 1,1 prósent fylgi og hefur því bætt umtalsvert við sig. Könnun Fréttablaðsins og Vísis núna var gerð í gær og fyrrakvöld. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður, tilkynntu í gær að þau hygust ganga til liðs við Viðreisn. Búið var að hringja í liðlega helming svarenda þegar þau tilkynntu um framboð sitt. Þegar munurinn er borinn saman eftir kvöldum sést að tvö prósent fleiri sögðust ætla að kjósa Viðreisn seinna kvöldið en fyrrakvöldið. Sá munur er innan skekkumarka. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.164 manns þar til náðist í 795 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagna 6. og 7. september. Svarhlutfallið var 68,3 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt hvar: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferð sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 54,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2016 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira