Fulltrúi Sjálfstæðisflokks vill opna neyðarbrautina á ný nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 7. september 2016 21:22 Neyðarbrautinni var lokað í sumar. mynd/vísir Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, lagði í dag fram tillögu um að skipulagið á flugvallarsvæðinu verði endurskoðað með það að markmiði að neyðarbrautin skuli opnuð að nýju. Marta segir í tilkynningu um málið að tillagan snerti alla landsmenn. „Þetta er það mikið hagsmunamál fyrir þjóðina alla, flugöryggi og síðast en ekki síst sjúkraflugið að við eigum að nýta okkur þessi ákveðnu tímamót þegar innanríkisráðherra hefur óskað eftir viðræðum um flugvöllinn við borgarstjóra og þingsályktunartillaga liggur fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Í júníbyrjun kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að neyðarbrautinni skyldi lokað innan 16 vikna, eða fyrir 29. september. Undanfari dómsins var málshöfðun Reykjavíkurborgar á hendur innanríkisráðuneytinu en innanríkisráðherra neitaði að loka brautinni þrátt fyrir að hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis árið 2013. Lokun neyðarbrautarinnar myndaði grundvöll fyrir aukinni uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu en áætlað er að þar rísi um sex hundruð íbúðir auk stærsta hótels landsins. Marta leggur til að sú uppbygging verði endurskoðuð í samvinnu við lóðarhafa þannig að hún komi ekki í veg fyrir opnun neyðarbrautarinnar á ný. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi um Reykjavíkurflugvöll Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. 17. apríl 2016 18:30 Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þingmenn fjögurra flokka munu leggja fram þingsályktunartillögu um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þorsteinn Sæmundsson býst við því að vera á meðal flutningsmanna. 16. ágúst 2016 07:00 Skýr dómur og hluti neyðarbrautar þegar farinn Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. 23. mars 2016 19:30 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, lagði í dag fram tillögu um að skipulagið á flugvallarsvæðinu verði endurskoðað með það að markmiði að neyðarbrautin skuli opnuð að nýju. Marta segir í tilkynningu um málið að tillagan snerti alla landsmenn. „Þetta er það mikið hagsmunamál fyrir þjóðina alla, flugöryggi og síðast en ekki síst sjúkraflugið að við eigum að nýta okkur þessi ákveðnu tímamót þegar innanríkisráðherra hefur óskað eftir viðræðum um flugvöllinn við borgarstjóra og þingsályktunartillaga liggur fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Í júníbyrjun kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að neyðarbrautinni skyldi lokað innan 16 vikna, eða fyrir 29. september. Undanfari dómsins var málshöfðun Reykjavíkurborgar á hendur innanríkisráðuneytinu en innanríkisráðherra neitaði að loka brautinni þrátt fyrir að hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis árið 2013. Lokun neyðarbrautarinnar myndaði grundvöll fyrir aukinni uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu en áætlað er að þar rísi um sex hundruð íbúðir auk stærsta hótels landsins. Marta leggur til að sú uppbygging verði endurskoðuð í samvinnu við lóðarhafa þannig að hún komi ekki í veg fyrir opnun neyðarbrautarinnar á ný.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi um Reykjavíkurflugvöll Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. 17. apríl 2016 18:30 Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þingmenn fjögurra flokka munu leggja fram þingsályktunartillögu um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þorsteinn Sæmundsson býst við því að vera á meðal flutningsmanna. 16. ágúst 2016 07:00 Skýr dómur og hluti neyðarbrautar þegar farinn Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. 23. mars 2016 19:30 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Sjá meira
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi um Reykjavíkurflugvöll Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. 17. apríl 2016 18:30
Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þingmenn fjögurra flokka munu leggja fram þingsályktunartillögu um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þorsteinn Sæmundsson býst við því að vera á meðal flutningsmanna. 16. ágúst 2016 07:00
Skýr dómur og hluti neyðarbrautar þegar farinn Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. 23. mars 2016 19:30
Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04