Grasrótarpólítík að kvikna? Ögmundur Jónasson skrifar 8. september 2016 07:00 Þegar ég hóf langskólanám undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, voru námslánin enn lágt hlutfall af framfærslukostnaði. Flest, ef ekki öll, áttum við á þeim árum aðgang að mikilli launavinnu yfir sumarmánuðina. Fæstir unnu með náminu á sjálfum námstímanum. En með þessu tvennu, námslánum þótt lág væru og mikilli sumarvinnu, tókst okkur að kljúfa kostnaðinn enda byggðu lög sem sett voru árið 1967 á því „að opinber aðstoð við námsmenn nægi þeim til þess að standa straum af árlegum námskostnaði, þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til aðstöðu þeirra til fjáröflunar“. Það er ekki fyrr en seinna, þegar endurgreiðslubyrðarnar höfðu verið þyngdar á lántakandann, að námsfólk fer að vinna með náminu og þá til þess að sleppa við að taka lán yfirleitt. Námsmenn úr hæstu tekjuhópum samfélagsins hafa svo alltaf getað staðið utan allra kerfa með því að teygja sig ofan í vasa foreldranna.Grafið undan góðu kerfi En hvað um það, sæmilega réttlátt kerfi með lágum vöxtum og tekjutengdum afborgunum þróaðist á þessum árum. Þetta var á tímum róttækrar vinstri stefnu í grasrótinni – hvort sem var utan skólanna eða innan. Smám saman skilaði barátta námsmanna hærra lánshlutfalli. Fyrst í stað voru lánin óverðtryggð og reyndist verðbólgan við þær aðstæður himnasending fyrir lántakandann því lánin gufuðu upp og urðu þar með nánast að ígildi námsstyrkja. Síðan var farið að verðtryggja og svo aftur þrengja afborgunarskilmála með hærri vöxtum og með því að draga úr tekjutengingum afborgana. Þá fór að síga á ógæfuhliðina. Smiðshöggið á þessa óheillavegferð vill núverandi ríkisstjórn reka með nýju lánasjóðsfrumvarpi sínu þar sem tekjutengdar afborganir eru hreinlega afnumdar. Þessi þróun er ágætlega rakin í prýðilegri greinargerð sem fylgir frumvarpi ríkisstjórnarinnar, og er hún nánast það eina sem gott má sjá í því þingmáli.Varasöm stúdentapólitík Sannast sagna brá mér við hamaganginn í Stúdentaráði Háskóla Íslands síðastliðið vor þegar reynt var að knýja á um afgreiðslu frumvarpsins með hraði. Kom þá upp í hugann að hægri sinnaðir stúdentar hafa verið sigursælir í kosningum í HÍ undanfarin ár. Þetta ætti að minna stúdenta á að pólitíkin innan veggja menntastofnana getur skipt máli. Eflaust hefur eitthvað farið framhjá mér af málflutningi vinstri sinnaðra stúdenta en ég hef þó saknað þess að hafa ekki heyrt meira frá þeim á róttækum pólitískum nótum. Í stúdentapólitíkina sem víðar þykir mér vanta átökin. Hvers vegna segi ég það? Ég segi það vegna þess að með peningafrjálshyggjuna í öndvegi tíðarandans eins og nú gerist, verða án kröftugrar mótspyrnu, allar félagslegar umbætur liðinna ára rifnar niður og eyðilagðar. Og það sem meira er, ef við ætlum að þoka þjóðfélaginu áfram til félagslegra umbóta þá kallar það á enn meiri baráttu og miklu meiri baráttu. Menn þurfa með öðrum orðum að svitna.Kröftugur málflutningur birtist En vonandi eru betri tímar framundan. Nefni ég til marks um það bráðgóðar, vekjandi og málefnalegar blaðagreinar sem birtast nú hver á fætur annarri um málefni námsmanna. Ég nefni til dæmis greinar Málfríðar Guðnýjar Kolbeinsdóttur og Óskars Steins Ómarssonar í Fréttablaðinu á dögunum. Ég ætla ekki að fjölyrða um inntak þessara greina hér en þær fjalla um félagslegar hliðar á námslánakerfinu og mikilvægi þess að eyðileggja ekki þá þætti kerfisins, sem enn eru til staðar og stuðla að því að fólki í tekjulægri hluta samfélagsins verði auðveldað að stunda langskólanám. Ég hvet lesendur til að kynna sér þessar greinar en þær eru aðgengilegar á netinu.Þurfum meiri vinstri pólitík – alls staðar Námslánakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki í samfélaginu. Sem slíkt má nota það til að jafna lífsgæðin. En það má líka nota það til að auka á misskiptinguna, sem tæki ójöfnuðar. Hin sögulega úttekt á þróun námslánakerfisins sem fylgir frumvarpi menntamálaráðherra er fróðleg upprifjun. Sá, kafli sem núverandi ríkisstjórn vill skrifa með umræddu lagafrumvarpi, verður vonandi aldrei skrifaður. Svo bíð ég þess spenntur að sjá hver verða átakamálin í stúdentapólitíkinni næst þegar námsmenn kjósa. Vonandi mun skíðloga í grasrótinni þar á bæ. Það myndi vita á gott um framtíðarþróun stjórnmálanna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf langskólanám undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, voru námslánin enn lágt hlutfall af framfærslukostnaði. Flest, ef ekki öll, áttum við á þeim árum aðgang að mikilli launavinnu yfir sumarmánuðina. Fæstir unnu með náminu á sjálfum námstímanum. En með þessu tvennu, námslánum þótt lág væru og mikilli sumarvinnu, tókst okkur að kljúfa kostnaðinn enda byggðu lög sem sett voru árið 1967 á því „að opinber aðstoð við námsmenn nægi þeim til þess að standa straum af árlegum námskostnaði, þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til aðstöðu þeirra til fjáröflunar“. Það er ekki fyrr en seinna, þegar endurgreiðslubyrðarnar höfðu verið þyngdar á lántakandann, að námsfólk fer að vinna með náminu og þá til þess að sleppa við að taka lán yfirleitt. Námsmenn úr hæstu tekjuhópum samfélagsins hafa svo alltaf getað staðið utan allra kerfa með því að teygja sig ofan í vasa foreldranna.Grafið undan góðu kerfi En hvað um það, sæmilega réttlátt kerfi með lágum vöxtum og tekjutengdum afborgunum þróaðist á þessum árum. Þetta var á tímum róttækrar vinstri stefnu í grasrótinni – hvort sem var utan skólanna eða innan. Smám saman skilaði barátta námsmanna hærra lánshlutfalli. Fyrst í stað voru lánin óverðtryggð og reyndist verðbólgan við þær aðstæður himnasending fyrir lántakandann því lánin gufuðu upp og urðu þar með nánast að ígildi námsstyrkja. Síðan var farið að verðtryggja og svo aftur þrengja afborgunarskilmála með hærri vöxtum og með því að draga úr tekjutengingum afborgana. Þá fór að síga á ógæfuhliðina. Smiðshöggið á þessa óheillavegferð vill núverandi ríkisstjórn reka með nýju lánasjóðsfrumvarpi sínu þar sem tekjutengdar afborganir eru hreinlega afnumdar. Þessi þróun er ágætlega rakin í prýðilegri greinargerð sem fylgir frumvarpi ríkisstjórnarinnar, og er hún nánast það eina sem gott má sjá í því þingmáli.Varasöm stúdentapólitík Sannast sagna brá mér við hamaganginn í Stúdentaráði Háskóla Íslands síðastliðið vor þegar reynt var að knýja á um afgreiðslu frumvarpsins með hraði. Kom þá upp í hugann að hægri sinnaðir stúdentar hafa verið sigursælir í kosningum í HÍ undanfarin ár. Þetta ætti að minna stúdenta á að pólitíkin innan veggja menntastofnana getur skipt máli. Eflaust hefur eitthvað farið framhjá mér af málflutningi vinstri sinnaðra stúdenta en ég hef þó saknað þess að hafa ekki heyrt meira frá þeim á róttækum pólitískum nótum. Í stúdentapólitíkina sem víðar þykir mér vanta átökin. Hvers vegna segi ég það? Ég segi það vegna þess að með peningafrjálshyggjuna í öndvegi tíðarandans eins og nú gerist, verða án kröftugrar mótspyrnu, allar félagslegar umbætur liðinna ára rifnar niður og eyðilagðar. Og það sem meira er, ef við ætlum að þoka þjóðfélaginu áfram til félagslegra umbóta þá kallar það á enn meiri baráttu og miklu meiri baráttu. Menn þurfa með öðrum orðum að svitna.Kröftugur málflutningur birtist En vonandi eru betri tímar framundan. Nefni ég til marks um það bráðgóðar, vekjandi og málefnalegar blaðagreinar sem birtast nú hver á fætur annarri um málefni námsmanna. Ég nefni til dæmis greinar Málfríðar Guðnýjar Kolbeinsdóttur og Óskars Steins Ómarssonar í Fréttablaðinu á dögunum. Ég ætla ekki að fjölyrða um inntak þessara greina hér en þær fjalla um félagslegar hliðar á námslánakerfinu og mikilvægi þess að eyðileggja ekki þá þætti kerfisins, sem enn eru til staðar og stuðla að því að fólki í tekjulægri hluta samfélagsins verði auðveldað að stunda langskólanám. Ég hvet lesendur til að kynna sér þessar greinar en þær eru aðgengilegar á netinu.Þurfum meiri vinstri pólitík – alls staðar Námslánakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki í samfélaginu. Sem slíkt má nota það til að jafna lífsgæðin. En það má líka nota það til að auka á misskiptinguna, sem tæki ójöfnuðar. Hin sögulega úttekt á þróun námslánakerfisins sem fylgir frumvarpi menntamálaráðherra er fróðleg upprifjun. Sá, kafli sem núverandi ríkisstjórn vill skrifa með umræddu lagafrumvarpi, verður vonandi aldrei skrifaður. Svo bíð ég þess spenntur að sjá hver verða átakamálin í stúdentapólitíkinni næst þegar námsmenn kjósa. Vonandi mun skíðloga í grasrótinni þar á bæ. Það myndi vita á gott um framtíðarþróun stjórnmálanna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar