Nýkjörinn oddviti Pírata í NV á leið upp á fæðingardeild sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 13:20 Eva Pandora Baldursdóttir. „Ég get ekki talað mikið akkúrat núna, ég er nefnilega á leiðinni upp á fæðingardeild á Akureyri,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur og nýkjörinn oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Atkvæðagreiðslu í endurtektarkosningu Pírata í kjördæminu lauk á hádegi og hafnaði Eva í fysrta sæti með 233 atkvæði. Annað sætið skipar Gunnar I. Guðmundsson með 236 atkvæði og Gunnar Jökull það þriðja með 224 atkvæði. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að unnið sé eftir Schulze talningaraðferðinni. „Evu hefur verið raðað oftar í hærri sæti en Gunnari. Talningaraðferðin finnur þá frambjóðendursem mest sátt er um, þannig að sá sem lendirhlutfallslega oftast í háum sætum vinnur alla aðra. Í rauninni er öllum frambjóðendum stillt upp hverjum á móti öðrum í tvíliðaleik, og þrátt fyrir að Gunnar sé með fleiri atkvæði þá gæti hann hafa fengið fleiri atkvæði neðarlega og Eva fengið fleiri atkvæði í háum sætum,“ útskýrir Sigríður. Hún segir að nú sé unnið að því að fá staðfestingu frá öllum frambjóðendum hvort þeir vilji taka sæti sínu eða ekki. Endanlegur listi ætti því að liggja fyrir síðdegis eða í fyrramálið. Eva hefur staðfest að hún muni taka oddvitasætið. Sem fyrr segir gat Eva lítið talað þegar fréttastofa náði tali af henni, en hún segist þó spennt fyrir komandi tímum. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir hún, en hún er komin 39 vikur á leið með sitt fyrsta barn, og er sett í næstu viku.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til þess að Eva fari á þing. „Ég byrja á að fara í fæðingarorlofi, en ég á rétt á því eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Ég lagði upp með það alveg frá byrjun. Þá yrði það fyrsti varaþingmaður sem myndi taka mitt sæti þangað til ég er búin í mínu fæðingarorlofi,“ segir hún. Eva Pandora er 26 ára, fædd árið 1990. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, lauk einu ári í MA námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og er nú í MPA námi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún er fædd á Sauðárkróki og hefur búið í Skagafirði stærsta hluta ævi sinnar. Á framboðssíðu sinni segist hún hafa verið, líkt og flestir Skagfirðingar, skráð í Framsóknarflokkinn, eða allt frá sextán ára aldri þegar hún byrjaði að fá áhuga á stjórnmálum. „Seinna meir þegar ég fór að spá af alvöru og með gagnrýnni hugsun í stjórnmál komst ég að því að mín gildi og skoðanir samhæfðust ekki þeim flokki sem ég var skráð í og gekk ég þar af leiðandi úr flokknum. Ég kynntist Pírötum nokkrum mánuðum fyrir seinustu alþingiskosningar þegar ég fór að kynna mér þá flokka sem voru í framboði og sá strax að stefna og gildi Pírata áttu vel við mig. Síðan þá hefur áhugi minn á stjórnmálum vaxið og dafnað og er ég ein þeirra Íslendinga sem er ósátt við stöðu mála í þjóðfélaginu í dag,“ segir Eva.Listann, eins og hann liggur fyrir nú, má sjá hér. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Ég get ekki talað mikið akkúrat núna, ég er nefnilega á leiðinni upp á fæðingardeild á Akureyri,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur og nýkjörinn oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Atkvæðagreiðslu í endurtektarkosningu Pírata í kjördæminu lauk á hádegi og hafnaði Eva í fysrta sæti með 233 atkvæði. Annað sætið skipar Gunnar I. Guðmundsson með 236 atkvæði og Gunnar Jökull það þriðja með 224 atkvæði. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að unnið sé eftir Schulze talningaraðferðinni. „Evu hefur verið raðað oftar í hærri sæti en Gunnari. Talningaraðferðin finnur þá frambjóðendursem mest sátt er um, þannig að sá sem lendirhlutfallslega oftast í háum sætum vinnur alla aðra. Í rauninni er öllum frambjóðendum stillt upp hverjum á móti öðrum í tvíliðaleik, og þrátt fyrir að Gunnar sé með fleiri atkvæði þá gæti hann hafa fengið fleiri atkvæði neðarlega og Eva fengið fleiri atkvæði í háum sætum,“ útskýrir Sigríður. Hún segir að nú sé unnið að því að fá staðfestingu frá öllum frambjóðendum hvort þeir vilji taka sæti sínu eða ekki. Endanlegur listi ætti því að liggja fyrir síðdegis eða í fyrramálið. Eva hefur staðfest að hún muni taka oddvitasætið. Sem fyrr segir gat Eva lítið talað þegar fréttastofa náði tali af henni, en hún segist þó spennt fyrir komandi tímum. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir hún, en hún er komin 39 vikur á leið með sitt fyrsta barn, og er sett í næstu viku.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til þess að Eva fari á þing. „Ég byrja á að fara í fæðingarorlofi, en ég á rétt á því eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Ég lagði upp með það alveg frá byrjun. Þá yrði það fyrsti varaþingmaður sem myndi taka mitt sæti þangað til ég er búin í mínu fæðingarorlofi,“ segir hún. Eva Pandora er 26 ára, fædd árið 1990. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, lauk einu ári í MA námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og er nú í MPA námi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún er fædd á Sauðárkróki og hefur búið í Skagafirði stærsta hluta ævi sinnar. Á framboðssíðu sinni segist hún hafa verið, líkt og flestir Skagfirðingar, skráð í Framsóknarflokkinn, eða allt frá sextán ára aldri þegar hún byrjaði að fá áhuga á stjórnmálum. „Seinna meir þegar ég fór að spá af alvöru og með gagnrýnni hugsun í stjórnmál komst ég að því að mín gildi og skoðanir samhæfðust ekki þeim flokki sem ég var skráð í og gekk ég þar af leiðandi úr flokknum. Ég kynntist Pírötum nokkrum mánuðum fyrir seinustu alþingiskosningar þegar ég fór að kynna mér þá flokka sem voru í framboði og sá strax að stefna og gildi Pírata áttu vel við mig. Síðan þá hefur áhugi minn á stjórnmálum vaxið og dafnað og er ég ein þeirra Íslendinga sem er ósátt við stöðu mála í þjóðfélaginu í dag,“ segir Eva.Listann, eins og hann liggur fyrir nú, má sjá hér.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02