Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2016 19:00 Ólafur B. Einarsson Færst hefur í aukana að einstaklingar nýti kennitölur annarra í þeim tilgangi að svíkja út lyf. Embætti landlæknis lítur málið alvarlegum augum. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis segir embættið sjá fleiri tilfelli kennitölusvika í dag en áður. Um þrjátíu tilfelli hafa verið til skoðunar hjá embættinu. „Við höfum fengið um það bil þrjátíu tilvik þar sem kennitölur fólks hafa verið notaðar til að ná út lyfjum,“ segir Ólafur. Hann segir embættið fá ábendingar um slík mál bæði frá einstaklingum og frá apótekum. Kennitölusvik virki þannig að einstaklingar fari til læknis, þykist vera aðrir og fái lyfjum ávísað í nafni annarra. Hann segir ýmsar leiðir vera farnir til að svíkja út lyf. „Við höfum upplýsingar um að það hafi gerst inn á Facebook síðum á vefum hjá hópi fólks sem þjáist af sama sjúkdóm sem er að tjá sig um það hjá hvaða læknum það er. Í framhaldinu gerist svo þetta.“ Embættið lítur málið alvarlegum augum og reynir að bregðast við eftir fremsta megni. „Við höfum reynt að bregðast við þessu og líka Lyfjastofnun sem hefur sent tilkynningar á öll apótek um hvað sé í gangi og sagt þeim að vera á varðbergi þegar fólk er að reyna ná í ávanabindandi lyf.“ Þá hefur embættið einnig sent tilkynningar til allra lækna í von um að koma í veg fyrir kennitölusvik. Hann telur að embættið komist á snoðir um kennitölusvik í auknu mæli vegna lyfjagagnagrunns en það var í fyrra sem hann varð aðgengilegur öllum læknum. Einnig sé búið að sameina sjúkraskrár milli starfsstöðva lækna í heilsugæslunni. Ólafur segir að þeir sem sviknir séu verði að bregðast við með því að leita til lögreglu. Hann útskýrir að hann geti ekki séð að það séu sérstakir læknar sem lendi í kennitölusvikum. Hins vegar sé meira um það að ákveðnir læknar lendi í svokölluðu lyfjarápi. „Það er eins og einstaklingar finni það út hvaða læknar það eru sem nota ekki grunninn og leita þá sérstaklega til þeirra,“ segir Ólafur. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Færst hefur í aukana að einstaklingar nýti kennitölur annarra í þeim tilgangi að svíkja út lyf. Embætti landlæknis lítur málið alvarlegum augum. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis segir embættið sjá fleiri tilfelli kennitölusvika í dag en áður. Um þrjátíu tilfelli hafa verið til skoðunar hjá embættinu. „Við höfum fengið um það bil þrjátíu tilvik þar sem kennitölur fólks hafa verið notaðar til að ná út lyfjum,“ segir Ólafur. Hann segir embættið fá ábendingar um slík mál bæði frá einstaklingum og frá apótekum. Kennitölusvik virki þannig að einstaklingar fari til læknis, þykist vera aðrir og fái lyfjum ávísað í nafni annarra. Hann segir ýmsar leiðir vera farnir til að svíkja út lyf. „Við höfum upplýsingar um að það hafi gerst inn á Facebook síðum á vefum hjá hópi fólks sem þjáist af sama sjúkdóm sem er að tjá sig um það hjá hvaða læknum það er. Í framhaldinu gerist svo þetta.“ Embættið lítur málið alvarlegum augum og reynir að bregðast við eftir fremsta megni. „Við höfum reynt að bregðast við þessu og líka Lyfjastofnun sem hefur sent tilkynningar á öll apótek um hvað sé í gangi og sagt þeim að vera á varðbergi þegar fólk er að reyna ná í ávanabindandi lyf.“ Þá hefur embættið einnig sent tilkynningar til allra lækna í von um að koma í veg fyrir kennitölusvik. Hann telur að embættið komist á snoðir um kennitölusvik í auknu mæli vegna lyfjagagnagrunns en það var í fyrra sem hann varð aðgengilegur öllum læknum. Einnig sé búið að sameina sjúkraskrár milli starfsstöðva lækna í heilsugæslunni. Ólafur segir að þeir sem sviknir séu verði að bregðast við með því að leita til lögreglu. Hann útskýrir að hann geti ekki séð að það séu sérstakir læknar sem lendi í kennitölusvikum. Hins vegar sé meira um það að ákveðnir læknar lendi í svokölluðu lyfjarápi. „Það er eins og einstaklingar finni það út hvaða læknar það eru sem nota ekki grunninn og leita þá sérstaklega til þeirra,“ segir Ólafur.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira