Vilja að skýrsla Vigdísar og Guðlaugs verði dregin til baka Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. september 2016 17:30 Guðlaugur Þór og Vigdís Hauksdóttir þegar þau kynntu skýrsluna í liðinni viku. vísir/ernir Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi í dag þegar skýrsla þeirra Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Einkavæðing bankanna hin síðari, var rædd undir liðnum fundarstjórn forseta. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis hóf þingfund á yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann sagði meðal annars að plaggið væri ekki skýrsla í skilningi þingskapa. Hann lítur svo á að málið sé enn til meðferðar í fjárlaganefnd. Þessi yfirlýsing þingforseta vakti hörð viðbrögð þingmanna stjórnarandstöðunnar en þannig sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar afgreiðslu forseta „ódýra.“ „Það hefur aldrei verið fjallað um þessa skýrslu í fjárlaganefnd. Við vinnslu hennar var andmælaréttur brotinn á þeim sem um var fjallað, sem er líka grafalvarlegt mál, ég tala nú ekki um þegar nafn þingsins er lagt þar við. Maður hlýtur að kalla eftir viðbrögðum hæstvirtur forseta varðandi þann þátt málsins. Það er ódýr afgreiðsla að segja að hér hafi ekki verið lögð fram skýrsla heldur bara plagg. Forseti hlýtur að hafa skoðun á því hvort þingmenn geta notað nafn þingsins með þessum hætti,“ sagði Ólína. Þá fór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna fram á það að skýrslan yrði dregin til baka og að þau Guðlaugur Þór og Vigdís myndu biðja þá aðila afsökunar sem hefðu verið bornir þungum sökum í skýrslunni. „Það liggur fyrir að vísvitandi er komið í veg fyrir að fólk geti borið hönd fyrir höfuð sér varðandi þær ásakanir, fólk hér úti í bæ sem er vant að virðingu sinni við störf og það getur farið svo að það verði höfðað mál. Ég bið forseta að beita sér fyrir því að þetta plagg verði dregið til baka og þessir tveir þingmenn biðji það fólk sem þarna er ásakað afsökunar opinberlega,“ sagði Bjarkey. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata tók undir þessi orð Bjarkeyjar. „Ég vil þakka forseta fyrir útskýringar hans á málinu. Það eru oft þannig þegar fólk tjáir sig hér að maður þarf að fara í einhverjar túlkanir og ég hefði viljað að þetta væri afdráttarlausara því að þeir sem eru hér bornir þungum sökum fengu ekki rétt til að andmæla og þeir hafa ekki fengið tækifæri til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Því væri eðlilegast og réttast ef þeir háttvirtir þingmenn sem bera ábyrgð á þessu mundu einfaldlega lýsa því yfir að þetta plagg, þetta gagn, væri dautt og ómerkt,“ sagði Birgitta. Guðlaugur Þór kom í pontu og ítrekaði það sem hann áður sagt að það hafi aldrei staðið til að gagnrýna embættismenn eða sérfræðinga með gerð skýrslunnar. Þá áréttaði hann jafnframt að enginn einstaklingur í embættis-eða sérfræðingageiranum er nefndur á nafn. „Ég vek athygli á því að það erum við stjórnmálamenn sem berum ábyrgð. Það er alveg skýrt. Ég vona að menn fari ekki að breyta þeirri orðræðu því að þá erum við komin á mjög hálan ís. Mér þykir miður ef það sem þarna kemur fram, og það vita allir í hvaða vinnslu þetta er enda hefur það komið margoft fram í fjölmiðlum, fer fram hjá almenningi og þinginu. Því að þær upplýsingar sem þarna koma fram eiga erindi til almennings. Nú hafa allir sem hafa rætt um þessi mál sagt að þeir vilji að óháður aðili fari yfir þetta mál. Og talandi um virðingu þingsins skulum við sjá hvort það hljóti þá ekki að vera full samstaða um það að við setjum málið í þann farveg eins og hefur verið vilji meiri hluta fjárlaganefndar,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Tengdar fréttir Biðst velvirðingar á orðalagi í skýrslunni Aldrei ætlun meirihluta fjárlaganefndar að vega að starfsheiðri einstaklinga, segir varaformaður nefndarinnar. 15. september 2016 20:04 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Vigdís sendi tölvupóst á fréttamann fyrir mistök: Var "skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sendi fyrir mistök tölvupóst, sem ætlaður var samflokksmanni, á blaðamann Stundarinnar. 14. september 2016 20:08 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi í dag þegar skýrsla þeirra Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Einkavæðing bankanna hin síðari, var rædd undir liðnum fundarstjórn forseta. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis hóf þingfund á yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann sagði meðal annars að plaggið væri ekki skýrsla í skilningi þingskapa. Hann lítur svo á að málið sé enn til meðferðar í fjárlaganefnd. Þessi yfirlýsing þingforseta vakti hörð viðbrögð þingmanna stjórnarandstöðunnar en þannig sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar afgreiðslu forseta „ódýra.“ „Það hefur aldrei verið fjallað um þessa skýrslu í fjárlaganefnd. Við vinnslu hennar var andmælaréttur brotinn á þeim sem um var fjallað, sem er líka grafalvarlegt mál, ég tala nú ekki um þegar nafn þingsins er lagt þar við. Maður hlýtur að kalla eftir viðbrögðum hæstvirtur forseta varðandi þann þátt málsins. Það er ódýr afgreiðsla að segja að hér hafi ekki verið lögð fram skýrsla heldur bara plagg. Forseti hlýtur að hafa skoðun á því hvort þingmenn geta notað nafn þingsins með þessum hætti,“ sagði Ólína. Þá fór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna fram á það að skýrslan yrði dregin til baka og að þau Guðlaugur Þór og Vigdís myndu biðja þá aðila afsökunar sem hefðu verið bornir þungum sökum í skýrslunni. „Það liggur fyrir að vísvitandi er komið í veg fyrir að fólk geti borið hönd fyrir höfuð sér varðandi þær ásakanir, fólk hér úti í bæ sem er vant að virðingu sinni við störf og það getur farið svo að það verði höfðað mál. Ég bið forseta að beita sér fyrir því að þetta plagg verði dregið til baka og þessir tveir þingmenn biðji það fólk sem þarna er ásakað afsökunar opinberlega,“ sagði Bjarkey. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata tók undir þessi orð Bjarkeyjar. „Ég vil þakka forseta fyrir útskýringar hans á málinu. Það eru oft þannig þegar fólk tjáir sig hér að maður þarf að fara í einhverjar túlkanir og ég hefði viljað að þetta væri afdráttarlausara því að þeir sem eru hér bornir þungum sökum fengu ekki rétt til að andmæla og þeir hafa ekki fengið tækifæri til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Því væri eðlilegast og réttast ef þeir háttvirtir þingmenn sem bera ábyrgð á þessu mundu einfaldlega lýsa því yfir að þetta plagg, þetta gagn, væri dautt og ómerkt,“ sagði Birgitta. Guðlaugur Þór kom í pontu og ítrekaði það sem hann áður sagt að það hafi aldrei staðið til að gagnrýna embættismenn eða sérfræðinga með gerð skýrslunnar. Þá áréttaði hann jafnframt að enginn einstaklingur í embættis-eða sérfræðingageiranum er nefndur á nafn. „Ég vek athygli á því að það erum við stjórnmálamenn sem berum ábyrgð. Það er alveg skýrt. Ég vona að menn fari ekki að breyta þeirri orðræðu því að þá erum við komin á mjög hálan ís. Mér þykir miður ef það sem þarna kemur fram, og það vita allir í hvaða vinnslu þetta er enda hefur það komið margoft fram í fjölmiðlum, fer fram hjá almenningi og þinginu. Því að þær upplýsingar sem þarna koma fram eiga erindi til almennings. Nú hafa allir sem hafa rætt um þessi mál sagt að þeir vilji að óháður aðili fari yfir þetta mál. Og talandi um virðingu þingsins skulum við sjá hvort það hljóti þá ekki að vera full samstaða um það að við setjum málið í þann farveg eins og hefur verið vilji meiri hluta fjárlaganefndar,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Tengdar fréttir Biðst velvirðingar á orðalagi í skýrslunni Aldrei ætlun meirihluta fjárlaganefndar að vega að starfsheiðri einstaklinga, segir varaformaður nefndarinnar. 15. september 2016 20:04 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Vigdís sendi tölvupóst á fréttamann fyrir mistök: Var "skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sendi fyrir mistök tölvupóst, sem ætlaður var samflokksmanni, á blaðamann Stundarinnar. 14. september 2016 20:08 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira
Biðst velvirðingar á orðalagi í skýrslunni Aldrei ætlun meirihluta fjárlaganefndar að vega að starfsheiðri einstaklinga, segir varaformaður nefndarinnar. 15. september 2016 20:04
„Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40
Vigdís sendi tölvupóst á fréttamann fyrir mistök: Var "skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sendi fyrir mistök tölvupóst, sem ætlaður var samflokksmanni, á blaðamann Stundarinnar. 14. september 2016 20:08