Vilja auka öryggi flóttafólks Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 12:15 Frá fundi Sameinuðu þjóðanna i gær. Vísir/EPA 193 aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær að reyna að auka öryggi þeirra milljóna sem eru á vergangi í heiminum. Þetta var samþykkt á sérstökum fundi SÞ um flóttamannavandann og var það í fyrsta sinn sem SÞ funda um málið. „Það á ekki að horfa á flótta- og farandsfólk sem byrði. Þau bjóða upp á mikla möguleika, ef okkur tekst að opna fyrir þá,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundinum í gær. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem kallað er eftir því að þjóðir sem geti tekið á móti fleiri flóttamönnum, geri það, og að ríkari þjóðir heimsins veiti þeim þjóðum sem hafa veitt stærstum hluta flóttamanna skjól frekari fjárhagslega aðstoð. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mun taka á móti leiðtogum 40 ríkja á morgun. Á fundi þeirra munu 40 þjóðir heita aukinni aðstoð til flóttafólks, að taka á móti flóttafólki og að styðja það í námi og starfaleit. Eins og staðan er núna hafa átta þjóðir tekið á móti rúmlega helmingi flóttafólks í heiminum. Það eru Tyrkland, Pakistan, Líbanon, Íran, Eþíópía, Jórdanía, Kenía og Úganda. Sex af ríkustu þjóðum heims, Bandaríkin, Kína, Japan, Bretland, Þýskaland og Frakkland tóku á móti 1,8 milljón flóttafólks í fyrra. Það samsvarar um sjö prósentum af heilarfjölda flóttafólks.Fundurinn í gær og fundurinn í dag hafa í raun tvö markmið. Það er að tryggja öryggi flótta- og farandfólks þegar það er á ferðinni. Þetta fólk er oft þvingað til að reiða sig á hjálp smyglara til að komast ferðar sinnar. Smyglarar koma þeim ef til vill um borð í vanbúna báta og skip og senda þau áleiðis yfir Miðjarðarhafið án matvæla og vatns.Mannskæðasta árið hingað til? Tugir þúsunda hafa drukknað í Miðjarðarhafinu þegar þessir bátar og skip sökkva undan þeim. Áætlað er að á þessu ári hafi 300 þúsund manns farið yfir Miðjarðarhafið. Það er um 42 prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir svo mikla fækkun hefur látnum einungis fækkað um 15 prósent. Minnst 3.211 hafa látið lífið á ferðinni yfir Miðjarðarhafið. Því er útlit fyrir að árið 2016 verði það mannskæðasta hingað til. Annar markmið fundanna að reyna að tryggja öryggi flóttafólks þegar það er komið áleiðis. Svo það verði ekki fyrir fordómum, hatri og ofbeldi í þeim löndum sem það fer um til að komast ferðar sinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa Human Rights Watch gagnrýnt aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eins og Brasilíu, Japan og Suður-Kóreu fyrir að taka á móti örfáum flóttamönnum og þá sérstaklega Rússland fyrir að taka ekki á móti neinum flóttamönnum.Fjöldi fólks á vergangi hefur aldrei verið hærri í sögu mannkynsins en minnst 65 milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á heimsvísu. Nærri því níu milljónir manns hafa þurft að flýja átök í Sýrlandi. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar segja árangri hafa verið náð á fundinum í gær, eru góðgerða- og mannréttindasamtök ekki sannfærð. Á undanförnum árum hefur girðingum verið komið fyrir á landamærum ríkja og ítrekað hefur verið reynt að koma í veg fyrir ferðir flóttafólks. Upprisa þjóðernissinnaðra flokka og fylkinga um heim allan hefur líka leitt til þess að ríkisstjórnir eru feimnar við að skuldbinda sig til að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir yfirlýsingu þjóðanna 193 leiddi fundurinn einungis til áframhaldandi viðræðna sem taka eiga tvö ár. Flóttamenn Mið-Austurlönd Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
193 aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær að reyna að auka öryggi þeirra milljóna sem eru á vergangi í heiminum. Þetta var samþykkt á sérstökum fundi SÞ um flóttamannavandann og var það í fyrsta sinn sem SÞ funda um málið. „Það á ekki að horfa á flótta- og farandsfólk sem byrði. Þau bjóða upp á mikla möguleika, ef okkur tekst að opna fyrir þá,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundinum í gær. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem kallað er eftir því að þjóðir sem geti tekið á móti fleiri flóttamönnum, geri það, og að ríkari þjóðir heimsins veiti þeim þjóðum sem hafa veitt stærstum hluta flóttamanna skjól frekari fjárhagslega aðstoð. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mun taka á móti leiðtogum 40 ríkja á morgun. Á fundi þeirra munu 40 þjóðir heita aukinni aðstoð til flóttafólks, að taka á móti flóttafólki og að styðja það í námi og starfaleit. Eins og staðan er núna hafa átta þjóðir tekið á móti rúmlega helmingi flóttafólks í heiminum. Það eru Tyrkland, Pakistan, Líbanon, Íran, Eþíópía, Jórdanía, Kenía og Úganda. Sex af ríkustu þjóðum heims, Bandaríkin, Kína, Japan, Bretland, Þýskaland og Frakkland tóku á móti 1,8 milljón flóttafólks í fyrra. Það samsvarar um sjö prósentum af heilarfjölda flóttafólks.Fundurinn í gær og fundurinn í dag hafa í raun tvö markmið. Það er að tryggja öryggi flótta- og farandfólks þegar það er á ferðinni. Þetta fólk er oft þvingað til að reiða sig á hjálp smyglara til að komast ferðar sinnar. Smyglarar koma þeim ef til vill um borð í vanbúna báta og skip og senda þau áleiðis yfir Miðjarðarhafið án matvæla og vatns.Mannskæðasta árið hingað til? Tugir þúsunda hafa drukknað í Miðjarðarhafinu þegar þessir bátar og skip sökkva undan þeim. Áætlað er að á þessu ári hafi 300 þúsund manns farið yfir Miðjarðarhafið. Það er um 42 prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir svo mikla fækkun hefur látnum einungis fækkað um 15 prósent. Minnst 3.211 hafa látið lífið á ferðinni yfir Miðjarðarhafið. Því er útlit fyrir að árið 2016 verði það mannskæðasta hingað til. Annar markmið fundanna að reyna að tryggja öryggi flóttafólks þegar það er komið áleiðis. Svo það verði ekki fyrir fordómum, hatri og ofbeldi í þeim löndum sem það fer um til að komast ferðar sinnar.Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa Human Rights Watch gagnrýnt aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eins og Brasilíu, Japan og Suður-Kóreu fyrir að taka á móti örfáum flóttamönnum og þá sérstaklega Rússland fyrir að taka ekki á móti neinum flóttamönnum.Fjöldi fólks á vergangi hefur aldrei verið hærri í sögu mannkynsins en minnst 65 milljónir hafa þurft að flýja heimili sín á heimsvísu. Nærri því níu milljónir manns hafa þurft að flýja átök í Sýrlandi. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar segja árangri hafa verið náð á fundinum í gær, eru góðgerða- og mannréttindasamtök ekki sannfærð. Á undanförnum árum hefur girðingum verið komið fyrir á landamærum ríkja og ítrekað hefur verið reynt að koma í veg fyrir ferðir flóttafólks. Upprisa þjóðernissinnaðra flokka og fylkinga um heim allan hefur líka leitt til þess að ríkisstjórnir eru feimnar við að skuldbinda sig til að taka á móti flóttafólki. Þrátt fyrir yfirlýsingu þjóðanna 193 leiddi fundurinn einungis til áframhaldandi viðræðna sem taka eiga tvö ár.
Flóttamenn Mið-Austurlönd Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira