Rebecca Hall leikur fréttakonuna Christine Chubbuck sem fyrirfór sér í beinni útsendingu Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2016 15:21 Rebecca Hall sem Christine Chubbuck. Vísir/YouTube Fjörutíu og tveimur árum eftir að hún svipti sig lífi í beinni útsendingu er væntanleg í kvikmyndahús ytra kvikmyndin Christine sem fjallar um ævi fréttakonunnar Christine Chubbuck. Það er Rebecca Hall sem leikur Chubbuck í þessari kvikmynd en Michael C. Hall fer með hlutverk samstarfsmanns hennar George Peter Ryan.Chubbuck var fréttamaður á vegum WXLT-TV-sjónvarpsstöðvarinnar í borginni Sarasota í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Hún glímdi lengi við þunglyndi og hafði rætt þau veikindi og sjálfsvígshugleiðingar við fjölskyldu sína. Þremur vikum fyrir dauða hennar hafði hún beðið fréttastjóra sinn um að fá að gera frétt um sjálfsvíg. Hún tók viðtal við lögreglumann og spurði hann hver væri besta leiðin til að fyrirfara sér. Viku fyrir dauða hennar hafði hún keypt sér byssu og grínaðist með að fyrirfara sér í beinni útsendingu. Að morgni 15. júlí árið 1974 var hún að flytja fregn af skotárás á veitingastaðnum Beef & Bottle við flugvöllinn í Sarasota. Tæknibilun varð til þess að myndbandið spilaðist ekki í beinni útsendingu. Chubbuck yppti öxlum og sagði við áhorfendur: „Til að vera trú stefnu Channel 40 um að sýna ykkur það nýjasta þegar kemur að blóðsúthellingum í lit, þá fáið þið að sjá í fyrsta skiptið tilraun til sjálfsvígs.“ Hún dró því næst upp byssu, miðaði henni að höfði sínu og tók í gikkinn. Líkami hennar kastaðist fram á borðið með látum og útsendingarstjóri rauf útsendingu. Eftir þennan voveiflega atburð fann fréttastjórinn Mike Simmons handrit sem Chubbuck hafði útbúið fyrir útsendingu en þar hafði hún skrifað upp atburðarásina skref fyrir skref og ekki aðeins sjálfsvígið heldur einnig handrit fyrir þann aðila sem myndi greina áhorfendum frá því hvað hefði gerst. Hafði hún skrifað í handritið að hún væri í lífshættu eftir sjálfsvígstilraunina. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin 14 klukkutímum síðar. Upptakan af þessum fréttatíma hefur ekki sést síðan. Í júní síðastliðnum tilkynnti Mollie Nelson, ekkja Robert Nelson sem átti stöðina þegar þetta átti sér stað, að eiginmaður hennar hefði átt afrit af fréttatímanum sem hún fékk við andlát hans. Hún kom eintakinu til lögmannsstofu til vörslu og ætlar sér ekki að sýna það almenningi. Myndin Christine verður frumsýnd 14. október næstkomandi í Bandaríkjunum en stiklu úr myndinni má sjá hér fyrir neðan: Bíó og sjónvarp Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Fjörutíu og tveimur árum eftir að hún svipti sig lífi í beinni útsendingu er væntanleg í kvikmyndahús ytra kvikmyndin Christine sem fjallar um ævi fréttakonunnar Christine Chubbuck. Það er Rebecca Hall sem leikur Chubbuck í þessari kvikmynd en Michael C. Hall fer með hlutverk samstarfsmanns hennar George Peter Ryan.Chubbuck var fréttamaður á vegum WXLT-TV-sjónvarpsstöðvarinnar í borginni Sarasota í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Hún glímdi lengi við þunglyndi og hafði rætt þau veikindi og sjálfsvígshugleiðingar við fjölskyldu sína. Þremur vikum fyrir dauða hennar hafði hún beðið fréttastjóra sinn um að fá að gera frétt um sjálfsvíg. Hún tók viðtal við lögreglumann og spurði hann hver væri besta leiðin til að fyrirfara sér. Viku fyrir dauða hennar hafði hún keypt sér byssu og grínaðist með að fyrirfara sér í beinni útsendingu. Að morgni 15. júlí árið 1974 var hún að flytja fregn af skotárás á veitingastaðnum Beef & Bottle við flugvöllinn í Sarasota. Tæknibilun varð til þess að myndbandið spilaðist ekki í beinni útsendingu. Chubbuck yppti öxlum og sagði við áhorfendur: „Til að vera trú stefnu Channel 40 um að sýna ykkur það nýjasta þegar kemur að blóðsúthellingum í lit, þá fáið þið að sjá í fyrsta skiptið tilraun til sjálfsvígs.“ Hún dró því næst upp byssu, miðaði henni að höfði sínu og tók í gikkinn. Líkami hennar kastaðist fram á borðið með látum og útsendingarstjóri rauf útsendingu. Eftir þennan voveiflega atburð fann fréttastjórinn Mike Simmons handrit sem Chubbuck hafði útbúið fyrir útsendingu en þar hafði hún skrifað upp atburðarásina skref fyrir skref og ekki aðeins sjálfsvígið heldur einnig handrit fyrir þann aðila sem myndi greina áhorfendum frá því hvað hefði gerst. Hafði hún skrifað í handritið að hún væri í lífshættu eftir sjálfsvígstilraunina. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin 14 klukkutímum síðar. Upptakan af þessum fréttatíma hefur ekki sést síðan. Í júní síðastliðnum tilkynnti Mollie Nelson, ekkja Robert Nelson sem átti stöðina þegar þetta átti sér stað, að eiginmaður hennar hefði átt afrit af fréttatímanum sem hún fékk við andlát hans. Hún kom eintakinu til lögmannsstofu til vörslu og ætlar sér ekki að sýna það almenningi. Myndin Christine verður frumsýnd 14. október næstkomandi í Bandaríkjunum en stiklu úr myndinni má sjá hér fyrir neðan:
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp