Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2016 13:29 Stefanía Óskarsdóttir og Eva Heiða Önnudóttir Vísir Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær eru sammála um að umræðan sem sprottið hefur upp í kjölfar prófkjörs Sjálfstæðisflokksins um helgina sé ekki ný á nálinni og að vandamálið sé rótgróið í menningunni. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt að þurfa alltaf eftir öll prófkjör að taka þátt í þessari umræðu um slæmt gengi kvenna í prprófkjörumofkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. „Þetta hefur verið viðloðandi úrslit næstum allra prófkjöra sem hafa farið fram á síðustu áratugum og mér til dæmis kemur í hug prófkjörið fyrir Alþingiskosningarnar 2003. Þá var það þannig að fjórar þingkonur Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fengu mjög slæma kosningu, svo slæma að það var einungis ein þingkona í öruggu sæti, sem var ráðherra á þeim tíma, eftir prófkjörið. En í staðinn fengu þrír ungir karlmenn mjög fína kosningu. Þá var uppi krafa um endurnýjun og svo framvegis sem þeir flugu inn á.“ Stefanía segir ástæður þess að konum hafi gengið illa í prófkjörum helgarinnar margslungnar. „Þetta er í menningunni okkar, að treysta betur karlmönnum til forystu. Fólk til að mynda dregur ósjálfrátt þá ályktun að hávaxnir séu betur til forystu fallnir en lágvaxnir. Dimmraddaðir betur til forystu fallnir heldur en þeir sem eru hærra uppi. Margt svona,“Hlutfallslega fleiri konur að tapa en karlar Stefanía segir þó jafnframt að ólíklegt sé að kjósendur hafi meðvitað verið að hafna konum. „Ég held að það sé enginn á meðvitaðan hátt að hafna konum sem slíkum. Í prófkjörum er fólki boðið að velja á milli einstaklinga. Það er undirliggjandi á ómeðvitaðan hátt sem við gerum upp á milli einstaklinga. þetta er rótgróið í okkar menningu.“ Eva Heiða tekur undir með Stefaníu um að umræðan sé ekki ný af nálinni. „Það sem skýtur skökku við í prófkjöri helgarinnar að mínu mati, er að það eru hlutfallslega fleiri sitjandi þingkonur sem eru að tapa heldur en sitjandi þingkarlar,“ segir Eva Heiða. „Þetta virðist vera kerfisbundið fleiri konur sem eru að tapa. Auðvitað er það þannig að það er eðlilegt að sumir tapi í prófkjöri á meðan aðrir vinna. Það skýtur skökku við ef það eru kerfisbundið fleiri konur sem eiga erfiðara með að fá framgang eða halda sínu sæti.“Prófkjörin umdeild frá byrjunEva Heiða bendir jafnframt á að prófkjör séu aðeins ein leið af mörgum sem hægt er að fara þegar raðað er upp á lista, og að þau hafi verið í stöðugri endurskoðun síðan þau voru tekin upp í kringum 1970. „Kostirnir við prófkjörin eru að þar er opið og gagnsætt framboð, allir geta boðið sig fram. En gallarnir eru hins vegar á móti eða einn af þeim, að þeir sem eru þekktir fyrir hafa ákveðið forskot og þeir sem eiga meiri pening til að setja í prófkjörsbaráttuna hafa meira forskot og svo framvegis. En hver og ein leið hefur sina kosti og galla.“ Kosningar 2016 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær eru sammála um að umræðan sem sprottið hefur upp í kjölfar prófkjörs Sjálfstæðisflokksins um helgina sé ekki ný á nálinni og að vandamálið sé rótgróið í menningunni. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt að þurfa alltaf eftir öll prófkjör að taka þátt í þessari umræðu um slæmt gengi kvenna í prprófkjörumofkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. „Þetta hefur verið viðloðandi úrslit næstum allra prófkjöra sem hafa farið fram á síðustu áratugum og mér til dæmis kemur í hug prófkjörið fyrir Alþingiskosningarnar 2003. Þá var það þannig að fjórar þingkonur Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fengu mjög slæma kosningu, svo slæma að það var einungis ein þingkona í öruggu sæti, sem var ráðherra á þeim tíma, eftir prófkjörið. En í staðinn fengu þrír ungir karlmenn mjög fína kosningu. Þá var uppi krafa um endurnýjun og svo framvegis sem þeir flugu inn á.“ Stefanía segir ástæður þess að konum hafi gengið illa í prófkjörum helgarinnar margslungnar. „Þetta er í menningunni okkar, að treysta betur karlmönnum til forystu. Fólk til að mynda dregur ósjálfrátt þá ályktun að hávaxnir séu betur til forystu fallnir en lágvaxnir. Dimmraddaðir betur til forystu fallnir heldur en þeir sem eru hærra uppi. Margt svona,“Hlutfallslega fleiri konur að tapa en karlar Stefanía segir þó jafnframt að ólíklegt sé að kjósendur hafi meðvitað verið að hafna konum. „Ég held að það sé enginn á meðvitaðan hátt að hafna konum sem slíkum. Í prófkjörum er fólki boðið að velja á milli einstaklinga. Það er undirliggjandi á ómeðvitaðan hátt sem við gerum upp á milli einstaklinga. þetta er rótgróið í okkar menningu.“ Eva Heiða tekur undir með Stefaníu um að umræðan sé ekki ný af nálinni. „Það sem skýtur skökku við í prófkjöri helgarinnar að mínu mati, er að það eru hlutfallslega fleiri sitjandi þingkonur sem eru að tapa heldur en sitjandi þingkarlar,“ segir Eva Heiða. „Þetta virðist vera kerfisbundið fleiri konur sem eru að tapa. Auðvitað er það þannig að það er eðlilegt að sumir tapi í prófkjöri á meðan aðrir vinna. Það skýtur skökku við ef það eru kerfisbundið fleiri konur sem eiga erfiðara með að fá framgang eða halda sínu sæti.“Prófkjörin umdeild frá byrjunEva Heiða bendir jafnframt á að prófkjör séu aðeins ein leið af mörgum sem hægt er að fara þegar raðað er upp á lista, og að þau hafi verið í stöðugri endurskoðun síðan þau voru tekin upp í kringum 1970. „Kostirnir við prófkjörin eru að þar er opið og gagnsætt framboð, allir geta boðið sig fram. En gallarnir eru hins vegar á móti eða einn af þeim, að þeir sem eru þekktir fyrir hafa ákveðið forskot og þeir sem eiga meiri pening til að setja í prófkjörsbaráttuna hafa meira forskot og svo framvegis. En hver og ein leið hefur sina kosti og galla.“
Kosningar 2016 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira