Sér ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðu prófkjörsins í Suðurkjördæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2016 15:57 Páll Magnússon sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í gær. mynd/håkon broder lund Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar. Hann segist þó ekki vita hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðunni sem fékkst í prófkjörinu í gær en margir hafa lýst furðu sinni og vonbrigðum með slakt gengi kvenna í flokknum, bæði í kjördæmi Páls sem og í Suðvesturkjördæmi þar sem karlar raða sér í fjögur efstu sætin. Aðspurður hvort að það séu vonbrigði að konur hafi ekki raðast ofar á listann segir Páll í samtali við fréttastofu: „Ég held að það sé miklu flóknara úrlausnarefni en svo að það sé hægt að fara yfir það í stuttu samtali. En ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, þeim tilteknu konum sem áttu þarna hlut að máli, flokknum, aðferðinni við að stilla upp og fleiri þættir sem spila þarna inn í. En þetta er vissulega umhugsunarefni.“ Þá segir hann annarra að dæma um það hvort breyta eigi listanum. „Ég veit nú ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta lýðræðislegri niðurstöðu sem er náð fram með aðferð sem er fyrir fram ákveðin og viðurkennd. Þannig að það væri afskaplega torsótt að rökstyðja það, hvernig á að breyta lýðræðislegri niðurstöðu af því að mönnum líkar hún ekki. Ég veit ekki alveg hvernig slík röksemdafærsla ætti að enda.“ Þetta er í samræmi við það sem Vilhjálmur Bjarnason sagði í samræmi við fréttastofu en hann lenti í fjórða sæti í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi. Spurður út í mögulegar breytingar á listanum sagði hann það ekki undir sér komið en spurði til hvers prófkjör væru ef leikreglunum væri síðan breytt eftir á. Ekkert liggur fyrir um hvort að listunum verði breytt en niðurstöðurnar eru ekki bindandi. Það liggur fyrir að listinn í Suðurkjördæmi mun breytast þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir tilkynnti nú fyrir skemmstu að hún sé hætt í stjórnmálum. Hún er iðnaðar-og viðskiptaráðherra og sóttist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hún hlaut hins vegar afleita kosningu og hafnaði í fjórða sæti. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34 Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar. Hann segist þó ekki vita hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðunni sem fékkst í prófkjörinu í gær en margir hafa lýst furðu sinni og vonbrigðum með slakt gengi kvenna í flokknum, bæði í kjördæmi Páls sem og í Suðvesturkjördæmi þar sem karlar raða sér í fjögur efstu sætin. Aðspurður hvort að það séu vonbrigði að konur hafi ekki raðast ofar á listann segir Páll í samtali við fréttastofu: „Ég held að það sé miklu flóknara úrlausnarefni en svo að það sé hægt að fara yfir það í stuttu samtali. En ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, þeim tilteknu konum sem áttu þarna hlut að máli, flokknum, aðferðinni við að stilla upp og fleiri þættir sem spila þarna inn í. En þetta er vissulega umhugsunarefni.“ Þá segir hann annarra að dæma um það hvort breyta eigi listanum. „Ég veit nú ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta lýðræðislegri niðurstöðu sem er náð fram með aðferð sem er fyrir fram ákveðin og viðurkennd. Þannig að það væri afskaplega torsótt að rökstyðja það, hvernig á að breyta lýðræðislegri niðurstöðu af því að mönnum líkar hún ekki. Ég veit ekki alveg hvernig slík röksemdafærsla ætti að enda.“ Þetta er í samræmi við það sem Vilhjálmur Bjarnason sagði í samræmi við fréttastofu en hann lenti í fjórða sæti í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi. Spurður út í mögulegar breytingar á listanum sagði hann það ekki undir sér komið en spurði til hvers prófkjör væru ef leikreglunum væri síðan breytt eftir á. Ekkert liggur fyrir um hvort að listunum verði breytt en niðurstöðurnar eru ekki bindandi. Það liggur fyrir að listinn í Suðurkjördæmi mun breytast þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir tilkynnti nú fyrir skemmstu að hún sé hætt í stjórnmálum. Hún er iðnaðar-og viðskiptaráðherra og sóttist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hún hlaut hins vegar afleita kosningu og hafnaði í fjórða sæti.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34 Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34
Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31