Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2016 10:31 Vilhjálmur Bjarnason er hér lengst til vinstri en myndin er tekin í Valhöll í gær áður en fyrstu tölur úr prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi voru lesnar upp. Vísir/Friðrik Þór Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. Hann getur þó ekkert sagt um það hvort það komi til greina að færa konu ofar á listann þó hann útiloki ekki að það verði gert. „Ég útiloka ekki neitt en það er ekki mitt að taka þá ákvörðun. Þetta er ekki bindandi kosning en ég segi einfaldlega til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á? Það er annað og erfiðara mál,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAKonur biðu afhroð Aðspurður hvort ekki væri erfitt fyrir flokkinn að fara inn í kosningar með fjóra karlmenn í fjórum efstu sætunum segir Vilhjálmur: „Ég ætla ekkert að segja til um það en til hvers að halda prófkjör ef menn eru ósáttir við niðurstöðuna og breyta henni þá?“ Það má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í prófkjörum flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi í gær. Þannig skipa karlar þrjú efstu sæti flokksins í Suðurkjördæmi en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sem leitt hefur listann endaði í fjórða sæti og þingmaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður hafnaði í fimmta sæti.Mikill fögnuður var á kosningaskrifstofu Páls Magnússonar á Heimaey í nótt.Mynd/Håkon Broder LundSjálfstæðiskonur ósáttar Páll Magnússon fjölmiðlamaður leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Kosningin er ekki bindandi og því geta kjördæmisráð flokksins breytt uppröðun á listunum og fært konur ofar. Hvort það verði gert liggur ekki fyrir en ljóst er að Sjálfstæðiskonur eru afar ósáttar við stöðuna. Þannig harmaði framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörsins Suðvesturkjördæmi í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér í gærkvöldi eftir að niðurstaðan lá fyrir. „Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ sagði í tilkynningunni.Uppfært klukkan 12:05Páll Magnússon, sem hafnaði í fyrsta sæti listans í Suðurkjördæmi, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að varhugavert væri að gera breytingar á lýðræðislega kjörnum lista. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. Hann getur þó ekkert sagt um það hvort það komi til greina að færa konu ofar á listann þó hann útiloki ekki að það verði gert. „Ég útiloka ekki neitt en það er ekki mitt að taka þá ákvörðun. Þetta er ekki bindandi kosning en ég segi einfaldlega til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á? Það er annað og erfiðara mál,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAKonur biðu afhroð Aðspurður hvort ekki væri erfitt fyrir flokkinn að fara inn í kosningar með fjóra karlmenn í fjórum efstu sætunum segir Vilhjálmur: „Ég ætla ekkert að segja til um það en til hvers að halda prófkjör ef menn eru ósáttir við niðurstöðuna og breyta henni þá?“ Það má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í prófkjörum flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi í gær. Þannig skipa karlar þrjú efstu sæti flokksins í Suðurkjördæmi en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sem leitt hefur listann endaði í fjórða sæti og þingmaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður hafnaði í fimmta sæti.Mikill fögnuður var á kosningaskrifstofu Páls Magnússonar á Heimaey í nótt.Mynd/Håkon Broder LundSjálfstæðiskonur ósáttar Páll Magnússon fjölmiðlamaður leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Kosningin er ekki bindandi og því geta kjördæmisráð flokksins breytt uppröðun á listunum og fært konur ofar. Hvort það verði gert liggur ekki fyrir en ljóst er að Sjálfstæðiskonur eru afar ósáttar við stöðuna. Þannig harmaði framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörsins Suðvesturkjördæmi í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér í gærkvöldi eftir að niðurstaðan lá fyrir. „Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ sagði í tilkynningunni.Uppfært klukkan 12:05Páll Magnússon, sem hafnaði í fyrsta sæti listans í Suðurkjördæmi, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að varhugavert væri að gera breytingar á lýðræðislega kjörnum lista.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31