Bandarískur golfdólgur pakkaði Stenson saman og græddi 200 dali | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2016 19:23 Dave Johnson tók evrópsku kylfingana í bakaríið. vísir/getty Ryder-bikarinn hefst ekki fyrr en á morgun í Minnesota í Bandaríkjunum en einn stuðningsmaður bandaríska liðsins tók forskot á sæluna er hann fylgdist með æfingu evrópska liðsins í dag. Maður að nafni Dave Johnson var að fylgjast með Svíanum Henrik Stenson, sigurvegara opna breska mótsins í ár, og Justin Rose, æfa sig á púttflöt og var með dólg. Johnson var mest að angra Englendinginn Justin Rose sem var að undirbúa sig fyrir að setja niður þriggja metra pútt. Stenson ákvað að koma félaga sínum til varnar og gekk á bandaríska golfdólginn. Svíinn skoraði á Johnson að setja púttið sjálfur niður og bauð honum 100 dali ef hann gæti gert það. Johnson var fljótur út á flötina í rauðri flíspeysu og mokkasíum. Það þurfti ekki að bjóða honum þetta tvisvar. Justin Rose lagði einnig fram 100 dali ef hann bandaríski stuðningsmaðurinn gæti sett niður púttið sem hann auðvitað gerði við mikla kátinu fjöldans sem var að fylgjast með æfingunni. Rory McIlroy var einnig á staðnum og tók myndband sem hann setti á Twitter. Hann skrifaði við færsluna: „Er Ryder-bikarinn byrjaður?“ Myndband af þessu geggjaða atviki frá NBC-sjónvarpsstöðinni og Rory má sjá hér að neðan.Fan chirping Team Europe at Ryder Cup practice, is asked to put money where his big mouth is, for $100. Amazing. pic.twitter.com/mzlDzu2ASR— Faizal Khamisa (@SNFaizalKhamisa) September 29, 2016 Has the @rydercup started already?? pic.twitter.com/s6EImcbnZv— Rory McIlroy (@McIlroyRory) September 29, 2016 Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ryder-bikarinn hefst ekki fyrr en á morgun í Minnesota í Bandaríkjunum en einn stuðningsmaður bandaríska liðsins tók forskot á sæluna er hann fylgdist með æfingu evrópska liðsins í dag. Maður að nafni Dave Johnson var að fylgjast með Svíanum Henrik Stenson, sigurvegara opna breska mótsins í ár, og Justin Rose, æfa sig á púttflöt og var með dólg. Johnson var mest að angra Englendinginn Justin Rose sem var að undirbúa sig fyrir að setja niður þriggja metra pútt. Stenson ákvað að koma félaga sínum til varnar og gekk á bandaríska golfdólginn. Svíinn skoraði á Johnson að setja púttið sjálfur niður og bauð honum 100 dali ef hann gæti gert það. Johnson var fljótur út á flötina í rauðri flíspeysu og mokkasíum. Það þurfti ekki að bjóða honum þetta tvisvar. Justin Rose lagði einnig fram 100 dali ef hann bandaríski stuðningsmaðurinn gæti sett niður púttið sem hann auðvitað gerði við mikla kátinu fjöldans sem var að fylgjast með æfingunni. Rory McIlroy var einnig á staðnum og tók myndband sem hann setti á Twitter. Hann skrifaði við færsluna: „Er Ryder-bikarinn byrjaður?“ Myndband af þessu geggjaða atviki frá NBC-sjónvarpsstöðinni og Rory má sjá hér að neðan.Fan chirping Team Europe at Ryder Cup practice, is asked to put money where his big mouth is, for $100. Amazing. pic.twitter.com/mzlDzu2ASR— Faizal Khamisa (@SNFaizalKhamisa) September 29, 2016 Has the @rydercup started already?? pic.twitter.com/s6EImcbnZv— Rory McIlroy (@McIlroyRory) September 29, 2016
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira