Býður sig fram til ritara Framsóknar en lýsir hvorki yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2016 07:58 Jón Björn Hákonarson forseti Fjarðabyggðar. Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. Hann gefur ekki upp hvern hann styður í formannskjöri flokksins. Mikil spenna er fyrir flokksþing Framsóknar sem fram fer í Reykjavík en þar berjast þeir um formannsembættið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar. Þá hefur Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins gefið það út að hún muni sækjast eftir varaformannsembættinu verði skipt um formann í flokknum. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund Davíð í formannskjörinu og er enn að íhuga hvort hún bjóði sig fram til varaformanns. Í samtali við Vísi vill Jón Björn ekki gefa það upp hvort hann styðji Sigmund Davíð eða Sigurð Inga til formennsku í flokknum. „Nei. Núna held ég að það sé bara rétt að fólkið í Framsóknarflokknum fái að kjósa á flokksþinginu um þá og mig og aðra sem eru að bjóða sig fram. Það er mikið af öflugu fólki í framboði og ég held að það sé kominn tími til kominn að flokksmenn fái andrými til að taka afstöðu til þeirra og kjósa eftir sinni bestu samvisku og sannfæringu,“ segir Jón Björn. Hann segir flokksþingið leggjast vel í sig og kveðst trúa því og treysta að Framsóknarmenn kjósi sér forystu, uni þeim úrslitum og mæti svo samhentir til kosninga. „Auðvitað er mikil barátta og það er eðlilegt en ég held að það hljóti að vera að þegar því er lokið þá göngum við samhent í kosningabaráttuna.“ Jón Björn hefur verið forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð frá árinu 2010 auk þess sem hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins og á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á Austurlandi í gegnum tíðina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. Hann gefur ekki upp hvern hann styður í formannskjöri flokksins. Mikil spenna er fyrir flokksþing Framsóknar sem fram fer í Reykjavík en þar berjast þeir um formannsembættið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar. Þá hefur Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins gefið það út að hún muni sækjast eftir varaformannsembættinu verði skipt um formann í flokknum. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund Davíð í formannskjörinu og er enn að íhuga hvort hún bjóði sig fram til varaformanns. Í samtali við Vísi vill Jón Björn ekki gefa það upp hvort hann styðji Sigmund Davíð eða Sigurð Inga til formennsku í flokknum. „Nei. Núna held ég að það sé bara rétt að fólkið í Framsóknarflokknum fái að kjósa á flokksþinginu um þá og mig og aðra sem eru að bjóða sig fram. Það er mikið af öflugu fólki í framboði og ég held að það sé kominn tími til kominn að flokksmenn fái andrými til að taka afstöðu til þeirra og kjósa eftir sinni bestu samvisku og sannfæringu,“ segir Jón Björn. Hann segir flokksþingið leggjast vel í sig og kveðst trúa því og treysta að Framsóknarmenn kjósi sér forystu, uni þeim úrslitum og mæti svo samhentir til kosninga. „Auðvitað er mikil barátta og það er eðlilegt en ég held að það hljóti að vera að þegar því er lokið þá göngum við samhent í kosningabaráttuna.“ Jón Björn hefur verið forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð frá árinu 2010 auk þess sem hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins og á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á Austurlandi í gegnum tíðina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00