Hollande ætlar sér að loka Calais-búðunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. september 2016 07:00 Flóttamaður í Calais-búðunum, þar sem allt að tíu þúsund manns búa við lélegar aðstæður. Nordicphotos/AFP Francois Hollande, forseti Frakklands, segist staðráðinn í að loka flóttamannabúðunum í Calais fyrir árslok. Hann vill samt að Bretar taki þátt í kostnaðinum. Hollande skýrði frá þessu í gærmorgun þegar hann hélt til Calais að hitta þar lögreglumenn og stjórnmálamenn. Ekki heimsótti hann þó búðirnar sjálfar. Þar hafast við allt að tíu þúsund flóttamenn, sem flestir hverjir vonast til að geta komist í gegn um Ermarsundsgöngin yfir til Bretlands. Margir hafa reynt að laumast yfir sundið með því að fela sig í flutningabílum sem eru á leiðinni inn í göngin. Í síðustu viku var byrjað að reisa múr einn mikinn meðfram þjóðveginum til að einangra hann frá búðunum. Þannig verði flóttafólkinu þar gert erfiðara að nálgast umferðina undir Ermarsundið. Það eru Bretar sem fjármagna þessa múrgerð, sem talið er að hafi kostað hátt í tvær milljónir punda, sem er jafnvirði nærri 300 milljóna króna. Fyrr á þessu ári var svæðið, sem búðirnar eru á, minnkað um helming. Engu að síður hefur íbúum þeirra fjölgað. Opinberlega er fullyrt að um sjö þúsund manns búi þar, en talið er að raunverulegur fjöldi sé nær tíu þúsundum. Þar á meðal eru um þúsund börn. Frönsk stjórnvöld reyna nú að koma þessu fólki fyrir annars staðar í Frakklandi fyrir vetrarbyrjun.Hollande Frakklandsforseti er strax byrjaður að undirbúa kosningabaráttu sína fyrir forsetakjör á næsta ári.vísir/epaBúðirnar voru aldrei skipulagðar af stjórnvöldum heldur kom flóttafólk sér þar sjálft fyrir og setti þar upp tjöld og bráðabirgðaskýli af ýmsu tagi. Fyrstu búðirnar risu þar stuttu fyrir aldamótin. Stjórnvöld hafa reglulega reynt að loka þeim en fólkið hefur þá bara komið sér fyrir annars staðar í nágrenninu. Hjálparstofnanir hafa útvegað fólkinu heilbrigðisþjónustu en hreinlætisaðstaða er mjög bágborin. Heimsókn Hollande til Calais virðist vera liður í undirbúningi hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Nicolas Sarkosy, fyrrverandi forseti, kom einnig til Calais í síðustu viku, en hann vonast til þess að endurheimta embættið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Francois Hollande, forseti Frakklands, segist staðráðinn í að loka flóttamannabúðunum í Calais fyrir árslok. Hann vill samt að Bretar taki þátt í kostnaðinum. Hollande skýrði frá þessu í gærmorgun þegar hann hélt til Calais að hitta þar lögreglumenn og stjórnmálamenn. Ekki heimsótti hann þó búðirnar sjálfar. Þar hafast við allt að tíu þúsund flóttamenn, sem flestir hverjir vonast til að geta komist í gegn um Ermarsundsgöngin yfir til Bretlands. Margir hafa reynt að laumast yfir sundið með því að fela sig í flutningabílum sem eru á leiðinni inn í göngin. Í síðustu viku var byrjað að reisa múr einn mikinn meðfram þjóðveginum til að einangra hann frá búðunum. Þannig verði flóttafólkinu þar gert erfiðara að nálgast umferðina undir Ermarsundið. Það eru Bretar sem fjármagna þessa múrgerð, sem talið er að hafi kostað hátt í tvær milljónir punda, sem er jafnvirði nærri 300 milljóna króna. Fyrr á þessu ári var svæðið, sem búðirnar eru á, minnkað um helming. Engu að síður hefur íbúum þeirra fjölgað. Opinberlega er fullyrt að um sjö þúsund manns búi þar, en talið er að raunverulegur fjöldi sé nær tíu þúsundum. Þar á meðal eru um þúsund börn. Frönsk stjórnvöld reyna nú að koma þessu fólki fyrir annars staðar í Frakklandi fyrir vetrarbyrjun.Hollande Frakklandsforseti er strax byrjaður að undirbúa kosningabaráttu sína fyrir forsetakjör á næsta ári.vísir/epaBúðirnar voru aldrei skipulagðar af stjórnvöldum heldur kom flóttafólk sér þar sjálft fyrir og setti þar upp tjöld og bráðabirgðaskýli af ýmsu tagi. Fyrstu búðirnar risu þar stuttu fyrir aldamótin. Stjórnvöld hafa reglulega reynt að loka þeim en fólkið hefur þá bara komið sér fyrir annars staðar í nágrenninu. Hjálparstofnanir hafa útvegað fólkinu heilbrigðisþjónustu en hreinlætisaðstaða er mjög bágborin. Heimsókn Hollande til Calais virðist vera liður í undirbúningi hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Nicolas Sarkosy, fyrrverandi forseti, kom einnig til Calais í síðustu viku, en hann vonast til þess að endurheimta embættið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira