Benedikt áfram formaður Viðreisnar Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2016 18:17 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Fyrsta flokksþing Viðreisn fór fram í dag þegar þrjú hundruð flokksfélagar mættu í Hörpu. Þar var stefna flokksins mótuð fyrir kosningar og kosið í stjórn flokksins. Benedikt Jóhannsesson, oddviti flokksins í Norðaustur kjördæmi og formaður, var endurkjörinn og Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti í Suðurkjördæmi, var kjörinn varaformaður. Auk þes að kjósa í stjórn flokksins voru áherslur Viðreisnar fyrir komandi kosningabaráttu myndaðar. Hægt er að nálgast ályktanir þingsins á vef Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson lokaði flokksþingi Viðreisnar og fjallaði hann um Búvörusamninginn. „Traust almennings á Alþingi er lítið. Aftur og aftur hrista menn höfuðið yfir vinnubrögðum og störfum alþingismanna. En er það skrítið að þjóðin beri litla virðingu fyrir þingmönnum þegar þingmenn bera enga virðingu fyrir þjóðinni. Það voru ekki nema liðlega 10 prósent þingmanna sem stilltu sér upp við hlið neytenda þegar úrelt landbúnaðarkerfi var fest í sessi til tíu ára. Það voru reyndar ekki nema 30% þingmanna sem studdu búvörusamninganna með jái. Sumir sátu hjá, að sögn vegna þess að þeir voru á móti samningunum, aðrir sátu hjá vegna þess að þeir styðja samningana. Loks var stór hluti þingmanna úti í bæ að gæða sér á peruköku. Er furða þó að almenningi blöskri? Ég sé að sumir vinir okkar tala um Viðreisn sem mögulegt þriðja hjól undir vagni ríkisstjórnarflokkanna. En ríkisstjórnin þarf greinilega ekkert þriðja hjól. Hún hefur þegar þriðja hjólið og það fjórða. Meira að segja varadekk þegar kemur að því að vernda kerfið,“ sagði Benedikt. Kosningar 2016 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fyrsta flokksþing Viðreisn fór fram í dag þegar þrjú hundruð flokksfélagar mættu í Hörpu. Þar var stefna flokksins mótuð fyrir kosningar og kosið í stjórn flokksins. Benedikt Jóhannsesson, oddviti flokksins í Norðaustur kjördæmi og formaður, var endurkjörinn og Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti í Suðurkjördæmi, var kjörinn varaformaður. Auk þes að kjósa í stjórn flokksins voru áherslur Viðreisnar fyrir komandi kosningabaráttu myndaðar. Hægt er að nálgast ályktanir þingsins á vef Viðreisnar. Benedikt Jóhannesson lokaði flokksþingi Viðreisnar og fjallaði hann um Búvörusamninginn. „Traust almennings á Alþingi er lítið. Aftur og aftur hrista menn höfuðið yfir vinnubrögðum og störfum alþingismanna. En er það skrítið að þjóðin beri litla virðingu fyrir þingmönnum þegar þingmenn bera enga virðingu fyrir þjóðinni. Það voru ekki nema liðlega 10 prósent þingmanna sem stilltu sér upp við hlið neytenda þegar úrelt landbúnaðarkerfi var fest í sessi til tíu ára. Það voru reyndar ekki nema 30% þingmanna sem studdu búvörusamninganna með jái. Sumir sátu hjá, að sögn vegna þess að þeir voru á móti samningunum, aðrir sátu hjá vegna þess að þeir styðja samningana. Loks var stór hluti þingmanna úti í bæ að gæða sér á peruköku. Er furða þó að almenningi blöskri? Ég sé að sumir vinir okkar tala um Viðreisn sem mögulegt þriðja hjól undir vagni ríkisstjórnarflokkanna. En ríkisstjórnin þarf greinilega ekkert þriðja hjól. Hún hefur þegar þriðja hjólið og það fjórða. Meira að segja varadekk þegar kemur að því að vernda kerfið,“ sagði Benedikt.
Kosningar 2016 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira