Kári spurði hvernig frambjóðendur ætli að hunskast til að fjármagna heilbrigðiskerfið Atli ísleifsson skrifar 22. september 2016 23:12 Kári Stefánsson var gestaspyrill í kappræðum RÚV í kvöld. Vísir/Ernir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurði frambjóðendur í kappræðum RÚV hvernig það ætlist til að fólk trúi því að það muni standa við það sem þeir segja að kosningum loknum. Kári var gestaspyrill í sjónvarpssal þegar kom að því að ræða heilbrigðismál, en hann hefur beint spjótum sínum að stjórnvöldum og hvatt ríkisstjórn til að leggja aukið fé til málaflokksins. Kári spurði frambjóðendurna hvernig þeir ætli að setja saman heildarstefnu um heilbrigðismál og hrinda henni í framkvæmd, komist þeir í ríkisstjórn. „Og hvernig ætlið þið að hunskast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill. Og síðan þegar þið svarið þessu… Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið að kosningum loknum?“Töluvert vantar upp áÓttar Proppé hjá Bjartri framtíð sagði að það skorti stefnu í heilbrigðismálum og að sinn flokkur væri reiðubúinn að móta hana og leggja fé til að tryggja fjármögnun hennar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði að búið væri að bæta tugum milljarða í heilbrigðiskerfið á þessu kjörtímabili. Ekki hafi verið vanþörf á, og töluvert vanti upp á enn. Þó þurfi að búa til þær efnahagsaðstæður að mögulegt sé að halda áfram á sömu braut. Hann lagði áherslu á að byggja þyrfti nýjan Landspítala á nýjum stað, ekki við Hringbraut. Sagðist hann þar ósammála fyrirspyrjandanum. „Kári heitir hann, var það ekki?,“ sagði Sigmundur Davíð.Kominn tími á aðgerðirBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði tíma kominn á aðgerðir í þessu máli. Nauðsynlegt væri að móta nýja stefnu og klára að reisa nýjan Landspítala á þeim stað sem menn hafa ákveðið að setja hann niður, það er við Hringbraut. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera forgangsmál að halda áfram uppbyggingunni og segist ekki sjá annan raunhæfan kost en að klára framkvæmdir við nýjan Landspítala við Hringbraut. Hann lagði áherslu á að efnahagur fólks ætti aldrei að ráða aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er einfalt, skýrt markmið sem við stefnum að því að uppfylla.“ Sagði hann ríkið hafa fleiri hundruð milljarða bundna í fjármálakerfinu sem gætu farið í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar.Þörf á áherslubreytingumEinar Hjörleifsson, fulltrúi Pírata, vísaði í skýrslu McKinsey þar sem ríkið fái falleinkunn fyrir stefnuleysi. Hann sagði mikla þörf á nýrri stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum, þar sem leitað yrði til sérfræðinga. Oddny G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði að heilbrigðismálin og hvernig heilbrigðiskerfið yrði bætt verða stóra verkefnið á næsta kjörtímabili. Bæði þurfi að setja fjármuni inn í kerfið en einnig þurfi að koma með áherslubreytingar. Hún sagðist vilja nýjan Landspítala við Hringbraut. Bregðast þurfi við að stór hluti lækna séu í hlutastarfi og að útlit sé fyrir miklum skorti á hjúkrunarfræðingum á komandi árum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lagði áherslu á að 86 þúsund manns hafi skrifað undir undirskriftarsöfnun þar sem þrýst sé á að framlög til heilbrigðismála eigi að vera 11 prósent af landsframleiðslu. „Við erum ekki á leiðinni þangað með ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Raunar fer hlutfall af vergri landsframleiðslu niður milli áranna 2014 til 2015.“ Komist Katrín í næstu ríkisstjórn segist hún vilja smíða áætlun til næstu sex ára á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar sem myndi snúast um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Þarf þurfi sérstaklega að skoða gjaldtökuna, fjármögnun heilsugæslunnar og sjúkrahúsanna og fleira. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Bjarni: „Galið“ að hafa inngöngu í ESB á stefnuskránni fyrir kosningar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kappræðum RÚV í kvöld „ágætt“ að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gengist við því að flokkurinn hans vilji ganga inn í Evrópusambandið en varpaði jafnframt fram þeirri spurningu hvers vegna væri verið að ræða inngöngu í ESB nú. 22. september 2016 22:00 Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“ Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi. 22. september 2016 20:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurði frambjóðendur í kappræðum RÚV hvernig það ætlist til að fólk trúi því að það muni standa við það sem þeir segja að kosningum loknum. Kári var gestaspyrill í sjónvarpssal þegar kom að því að ræða heilbrigðismál, en hann hefur beint spjótum sínum að stjórnvöldum og hvatt ríkisstjórn til að leggja aukið fé til málaflokksins. Kári spurði frambjóðendurna hvernig þeir ætli að setja saman heildarstefnu um heilbrigðismál og hrinda henni í framkvæmd, komist þeir í ríkisstjórn. „Og hvernig ætlið þið að hunskast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill. Og síðan þegar þið svarið þessu… Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið að kosningum loknum?“Töluvert vantar upp áÓttar Proppé hjá Bjartri framtíð sagði að það skorti stefnu í heilbrigðismálum og að sinn flokkur væri reiðubúinn að móta hana og leggja fé til að tryggja fjármögnun hennar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði að búið væri að bæta tugum milljarða í heilbrigðiskerfið á þessu kjörtímabili. Ekki hafi verið vanþörf á, og töluvert vanti upp á enn. Þó þurfi að búa til þær efnahagsaðstæður að mögulegt sé að halda áfram á sömu braut. Hann lagði áherslu á að byggja þyrfti nýjan Landspítala á nýjum stað, ekki við Hringbraut. Sagðist hann þar ósammála fyrirspyrjandanum. „Kári heitir hann, var það ekki?,“ sagði Sigmundur Davíð.Kominn tími á aðgerðirBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði tíma kominn á aðgerðir í þessu máli. Nauðsynlegt væri að móta nýja stefnu og klára að reisa nýjan Landspítala á þeim stað sem menn hafa ákveðið að setja hann niður, það er við Hringbraut. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera forgangsmál að halda áfram uppbyggingunni og segist ekki sjá annan raunhæfan kost en að klára framkvæmdir við nýjan Landspítala við Hringbraut. Hann lagði áherslu á að efnahagur fólks ætti aldrei að ráða aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er einfalt, skýrt markmið sem við stefnum að því að uppfylla.“ Sagði hann ríkið hafa fleiri hundruð milljarða bundna í fjármálakerfinu sem gætu farið í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar.Þörf á áherslubreytingumEinar Hjörleifsson, fulltrúi Pírata, vísaði í skýrslu McKinsey þar sem ríkið fái falleinkunn fyrir stefnuleysi. Hann sagði mikla þörf á nýrri stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum, þar sem leitað yrði til sérfræðinga. Oddny G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði að heilbrigðismálin og hvernig heilbrigðiskerfið yrði bætt verða stóra verkefnið á næsta kjörtímabili. Bæði þurfi að setja fjármuni inn í kerfið en einnig þurfi að koma með áherslubreytingar. Hún sagðist vilja nýjan Landspítala við Hringbraut. Bregðast þurfi við að stór hluti lækna séu í hlutastarfi og að útlit sé fyrir miklum skorti á hjúkrunarfræðingum á komandi árum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lagði áherslu á að 86 þúsund manns hafi skrifað undir undirskriftarsöfnun þar sem þrýst sé á að framlög til heilbrigðismála eigi að vera 11 prósent af landsframleiðslu. „Við erum ekki á leiðinni þangað með ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Raunar fer hlutfall af vergri landsframleiðslu niður milli áranna 2014 til 2015.“ Komist Katrín í næstu ríkisstjórn segist hún vilja smíða áætlun til næstu sex ára á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar sem myndi snúast um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Þarf þurfi sérstaklega að skoða gjaldtökuna, fjármögnun heilsugæslunnar og sjúkrahúsanna og fleira.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Bjarni: „Galið“ að hafa inngöngu í ESB á stefnuskránni fyrir kosningar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kappræðum RÚV í kvöld „ágætt“ að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gengist við því að flokkurinn hans vilji ganga inn í Evrópusambandið en varpaði jafnframt fram þeirri spurningu hvers vegna væri verið að ræða inngöngu í ESB nú. 22. september 2016 22:00 Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“ Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi. 22. september 2016 20:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27
Bjarni: „Galið“ að hafa inngöngu í ESB á stefnuskránni fyrir kosningar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kappræðum RÚV í kvöld „ágætt“ að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gengist við því að flokkurinn hans vilji ganga inn í Evrópusambandið en varpaði jafnframt fram þeirri spurningu hvers vegna væri verið að ræða inngöngu í ESB nú. 22. september 2016 22:00
Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“ Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi. 22. september 2016 20:00