Sundgestum hefur fjölgað um yfir 40 þúsund á ári í Laugardalslaug Heiðar Lind Hansson skrifar 22. september 2016 07:00 Mest sóttu sundlaugar höfuðborgarsvæðisins Laugardalslaugin er vinsælasta sundlaugin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum aðsóknartölum frá sundlaugunum á höfuðborgarsvæðinu yfir fjölda sundgesta fyrstu átta mánuði þessa árs. Alls sóttu 544.089 Laugardalslaugina á tímabilinu, en um er að ræða 42% allra sundgesta sundlauga Reykjavíkurborgar. Sé tekið mið af heildaraðsókn á höfuðborgarsvæðinu, sem er yfir 2 milljónir, fóru um 23% þeirra í Laugardalslaugina. Næstvinsælasta sundlaugin á tímabilinu er Sundlaug Kópavogs, en þangað fór 283.051 í sund. Í þriðja sætinu er Lágafellslaug í Mosfellsbæ með 271.699 sundgesti og í því fjórða Versalalaug í Kópavogi með 234.034 gesti. Reykjavíkurlaugarnar Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug koma loks í fimmta og sjötta sæti. Hafa 207.266 komið í Vesturbæinn, en 180.286 í Árbæinn.Þegar tölur yfir sölu stakra sundmiða eru skoðaðar er Laugardalslaugin langefst, en alls keyptu 93.217 slíka miða í laugina á tímabilinu. Meginástæðan fyrir þessu er hversu margir erlendir ferðamenn sækja laugina. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, forstöðumanns Laugardalslaugar, hefur heimsóknum þar fjölgað á undanförnum árum í takt við almenna fjölgun ferðamanna til landsins. „Í gegnum tíðina hafa útlendu ferðamennirnir verið að koma hingað í lok dagsferða, það er seinnipartinn og kvöldin. Sífellt fleiri eru þó að koma hingað á daginn,“ segir hann. Logi segir að heildaraðsókn í laugina hafi aukist nokkuð frá því í fyrra eða um tæp 43 þúsund. Sala á stökum miðum hefur aftur á móti dregist saman um tæp 10 þúsund, en verð þeirra var hækkað úr 650 krónum í 900 í nóvember í fyrra. „Eins og umræðan hefur heyrst hér hjá okkur eftir að staka gjaldið hækkaði þá áttaði fólk sig í rauninni á því hvað afsláttarkjörin eru góð,“ segir Logi og bendir á sala á afsláttarkortum hafi aukist, en verð þeirra stóð í stað þegar verð á stökum miðum hækkaði. Það skal tekið fram að aðsóknartölur í sundlaugar Hafnarfjarðar eru ekki inni í þessum útreikningi, en þær eru teknar saman í lok hvers árs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Laugardalslaugin er vinsælasta sundlaugin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum aðsóknartölum frá sundlaugunum á höfuðborgarsvæðinu yfir fjölda sundgesta fyrstu átta mánuði þessa árs. Alls sóttu 544.089 Laugardalslaugina á tímabilinu, en um er að ræða 42% allra sundgesta sundlauga Reykjavíkurborgar. Sé tekið mið af heildaraðsókn á höfuðborgarsvæðinu, sem er yfir 2 milljónir, fóru um 23% þeirra í Laugardalslaugina. Næstvinsælasta sundlaugin á tímabilinu er Sundlaug Kópavogs, en þangað fór 283.051 í sund. Í þriðja sætinu er Lágafellslaug í Mosfellsbæ með 271.699 sundgesti og í því fjórða Versalalaug í Kópavogi með 234.034 gesti. Reykjavíkurlaugarnar Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug koma loks í fimmta og sjötta sæti. Hafa 207.266 komið í Vesturbæinn, en 180.286 í Árbæinn.Þegar tölur yfir sölu stakra sundmiða eru skoðaðar er Laugardalslaugin langefst, en alls keyptu 93.217 slíka miða í laugina á tímabilinu. Meginástæðan fyrir þessu er hversu margir erlendir ferðamenn sækja laugina. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, forstöðumanns Laugardalslaugar, hefur heimsóknum þar fjölgað á undanförnum árum í takt við almenna fjölgun ferðamanna til landsins. „Í gegnum tíðina hafa útlendu ferðamennirnir verið að koma hingað í lok dagsferða, það er seinnipartinn og kvöldin. Sífellt fleiri eru þó að koma hingað á daginn,“ segir hann. Logi segir að heildaraðsókn í laugina hafi aukist nokkuð frá því í fyrra eða um tæp 43 þúsund. Sala á stökum miðum hefur aftur á móti dregist saman um tæp 10 þúsund, en verð þeirra var hækkað úr 650 krónum í 900 í nóvember í fyrra. „Eins og umræðan hefur heyrst hér hjá okkur eftir að staka gjaldið hækkaði þá áttaði fólk sig í rauninni á því hvað afsláttarkjörin eru góð,“ segir Logi og bendir á sala á afsláttarkortum hafi aukist, en verð þeirra stóð í stað þegar verð á stökum miðum hækkaði. Það skal tekið fram að aðsóknartölur í sundlaugar Hafnarfjarðar eru ekki inni í þessum útreikningi, en þær eru teknar saman í lok hvers árs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira