Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2016 07:00 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunarinnar fyrir þinglok en frysta bið- og verndarflokk svo hægt sé að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, segir hugmyndir Jóns ekki í takt við góða stjórnarhætti. Kveðið var á um í lögum um rammaáætlun að samfélagslegt og efnahagslegt mat virkjana ætti að fara fram. Faghópurinn sem átti að sjá um þann hluta komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki lagt mat á virkjanakosti sökum tímapressu og fjárskorts. „Það var ekki unnið eftir lögum við vinnu faghópa verkefnisstjórnar. Því er ekki hægt að festa í vernd ákveðnar virkjanahugmyndir og heilu landsvæðin fyrir norðan og austan,“ segir Jón. „Hér eru undir gríðarlegir hagsmunir og því þarf að vanda til verka.“ Jón telur frekari raforkuframleiðslu nauðsynlega og að hefjast þurfi handa sem fyrst. Rafmagn sé uppurið og stórframkvæmdir komist ekki á koppinn, svo sem sólarkísilverksmiðja í Hvalfirði. Hann vill því samþykkja nýtingarflokkinn en frysta hina flokkana til bráðabirgða.„Ég fullyrði að það sé meirihluti fyrir því að keyra þetta þannig út úr þinginu, að nýtingarflokkurinn fari áfram en við frestum afgreiðslu á bið- og verndarflokknum. Ég hef hins vegar sagt að þetta verði ekki gert nema í fullu samráði allra,“ bætir Jón við. Lilja Rafney segir þessar hugmyndir ekki koma til greina. „Það er alveg á hreinu að við samþykkjum ekki að slíta þetta svona í sundur,“ segir hún. „Rammaáætlun er ein heild og tökum hana þannig inn í þingið. Ég mun allavega ekki fallast á þessar hugmyndir Jóns.“ Björt Ólafsdóttir tekur í sama streng og segir augljóst að meirihluti fyrir þingsályktunartillögu umhverfisráðherra sé ekki fyrir hendi og túlkar það sem vantraust á ráðherra. „Við höfum aðeins fundað tvisvar sinnum um rammann í atvinnuveganefnd. Fyrir mér mun ekki koma til greina að slíta rammaáætlun í sundur og afgreiða bara virkjunarhlutann. Svo virðist sem ekki eigi að afgreiða málið. Sjálfstæðismenn telja of marga orkukosti flokkaða í verndarflokk,“ segir Björt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunarinnar fyrir þinglok en frysta bið- og verndarflokk svo hægt sé að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, segir hugmyndir Jóns ekki í takt við góða stjórnarhætti. Kveðið var á um í lögum um rammaáætlun að samfélagslegt og efnahagslegt mat virkjana ætti að fara fram. Faghópurinn sem átti að sjá um þann hluta komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki lagt mat á virkjanakosti sökum tímapressu og fjárskorts. „Það var ekki unnið eftir lögum við vinnu faghópa verkefnisstjórnar. Því er ekki hægt að festa í vernd ákveðnar virkjanahugmyndir og heilu landsvæðin fyrir norðan og austan,“ segir Jón. „Hér eru undir gríðarlegir hagsmunir og því þarf að vanda til verka.“ Jón telur frekari raforkuframleiðslu nauðsynlega og að hefjast þurfi handa sem fyrst. Rafmagn sé uppurið og stórframkvæmdir komist ekki á koppinn, svo sem sólarkísilverksmiðja í Hvalfirði. Hann vill því samþykkja nýtingarflokkinn en frysta hina flokkana til bráðabirgða.„Ég fullyrði að það sé meirihluti fyrir því að keyra þetta þannig út úr þinginu, að nýtingarflokkurinn fari áfram en við frestum afgreiðslu á bið- og verndarflokknum. Ég hef hins vegar sagt að þetta verði ekki gert nema í fullu samráði allra,“ bætir Jón við. Lilja Rafney segir þessar hugmyndir ekki koma til greina. „Það er alveg á hreinu að við samþykkjum ekki að slíta þetta svona í sundur,“ segir hún. „Rammaáætlun er ein heild og tökum hana þannig inn í þingið. Ég mun allavega ekki fallast á þessar hugmyndir Jóns.“ Björt Ólafsdóttir tekur í sama streng og segir augljóst að meirihluti fyrir þingsályktunartillögu umhverfisráðherra sé ekki fyrir hendi og túlkar það sem vantraust á ráðherra. „Við höfum aðeins fundað tvisvar sinnum um rammann í atvinnuveganefnd. Fyrir mér mun ekki koma til greina að slíta rammaáætlun í sundur og afgreiða bara virkjunarhlutann. Svo virðist sem ekki eigi að afgreiða málið. Sjálfstæðismenn telja of marga orkukosti flokkaða í verndarflokk,“ segir Björt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira